HK varð í dag tvöfaldur bikarmeistari í blaki. Karlalið HK vann öruggan 3-0 sigur á Þrótti í dag en fyrr um daginn hafði kvennalið félagsins unnið Aftureldingu.
Fyrsta hrinan var mjög auðveld fyrir HK sem vann hrinuna 25-14. Meiri spenna var í annarri hrinu en HK marði sigur, 27-25.
Þá var eins og allur vindur væri úr Þrótturum og HK valtaði yfir Þróttara í þriðju hrinunni, 25-15.
Frábær dagur fyrir blakdeild HK og verður eflaust mikið fagnað í Fagralundi í kvöld.
Tvöfalt hjá HK í blakinu

Mest lesið



Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn



Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn



