Frægasti kylfusveinn heims að hætta Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2014 13:15 Steve Williams hefur borið kylfurnar fyrir Greg Norman, Tiger Woods og Adam Scott. Vísir/Getty Ástralski kylfingurinn Adam Scott er að missa allt sem hefur breytt honum úr góðum kylfingi í frábæran kylfing og gert honum kleift að vinna risamót. Magapútterar, sem hann hefur notast við, verða bannaðir frá og með árinu 2016 og nú ætlar kylfusveinninn hans aðeins að sinna pokanum í hlutastarfi eftir þetta ár. Kylfusveinnin sem um ræðir er auðvitað SteveWilliams, fyrrverandi kylfusveinn Tigers Woods, sem hefur haft góð áhrif á Ástralann eftir að Tiger rak hann af pokanum hjá sér fyrir þremur árum. „Adam veit hvað ég ætla mér. Hann veit að 2014 verður síðasta árið sem ég sinni þessu í fullu starfi. Ef ég held áfram 2015 verður það eitthvað takmarkað,“ sagði Williams í golfþætti á Fox á þriðjudaginn. „Við einbeitum okkur bara að því að eiga gott ár núna og svo ræðum við framtíðina í lok tímabilsins,“ sagði Williams sem hefur fengið nóg eftir rúma þrjá áratugi á PGA-mótaröðinni. „Ég held þetta sé 36. árið sem ég er kylfusveinn. Ég er orðinn fimmtugur og núna er rétti tíminn. Ég hef fengið nóg af starfinu en hef vissulega skemmt mér vel,“ sagði Steve Williams. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ástralski kylfingurinn Adam Scott er að missa allt sem hefur breytt honum úr góðum kylfingi í frábæran kylfing og gert honum kleift að vinna risamót. Magapútterar, sem hann hefur notast við, verða bannaðir frá og með árinu 2016 og nú ætlar kylfusveinninn hans aðeins að sinna pokanum í hlutastarfi eftir þetta ár. Kylfusveinnin sem um ræðir er auðvitað SteveWilliams, fyrrverandi kylfusveinn Tigers Woods, sem hefur haft góð áhrif á Ástralann eftir að Tiger rak hann af pokanum hjá sér fyrir þremur árum. „Adam veit hvað ég ætla mér. Hann veit að 2014 verður síðasta árið sem ég sinni þessu í fullu starfi. Ef ég held áfram 2015 verður það eitthvað takmarkað,“ sagði Williams í golfþætti á Fox á þriðjudaginn. „Við einbeitum okkur bara að því að eiga gott ár núna og svo ræðum við framtíðina í lok tímabilsins,“ sagði Williams sem hefur fengið nóg eftir rúma þrjá áratugi á PGA-mótaröðinni. „Ég held þetta sé 36. árið sem ég er kylfusveinn. Ég er orðinn fimmtugur og núna er rétti tíminn. Ég hef fengið nóg af starfinu en hef vissulega skemmt mér vel,“ sagði Steve Williams.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira