Körfubolti

Sló Griffin og var rekinn út úr húsi | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
P.J. Tucker, leikmaður Phoenix Suns, var rekinn út úr húsi í nótt og á yfir höfði sér eins leiks bann fyrir að slá til BlakeGriffins, leikmanns Los Angeles Clippers.

Tucker og Griffin voru í baráttunni undir körfunni þegar ríflega fimm mínútur voru til leiksloka og Clippers-liðið fjórtán stigum yfir, 104-90, á heimavelli.

Griffin gaf boltann út á Matt Barnes sem reyndi þriggja stiga körfu en þegar boltinn small á hringnum og barst út í teig féllu Tucker og Griffin um hvorn annan og enduðu í gólfinu.

Tucker varð eitthvað pirraður og sló til Griffins sem var ekki skemmt frekar en samherjum hans. Allt sauð upp úr í smá stund en leikmenn og þjálfarar sem hlupu inn á völlinn tókst að stía mönnum í sundur.

Dómararnir vissu ekki hvað hafði gerst og fóru því yfir atvikið á myndbandi. Eftir nánari athugun sáu þeir hvað Tucker gerði og sendu hann í bað. Hann á nú yfir höfði sér eins leiks bann.

Tucker skoraði 14 stig og tók 10 fráköst fyrir Suns á 30 mínútum í nótt en Blake Griffin fór á kostum og skoraði 37 stig og tók 6 fráköst fyrir Clippers eins og kom fram í morgun.

Í spilaranum hér að ofan má sjá atvikið milli Tuckers og Griffins en hér að neðan má sjá skemmtilega troðslu Griffins úr leiknum.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×