Körfubolti

Vill að leikmenn fái að slást í NBA-deildinni

Marcin Gortat.
Marcin Gortat. vísir/getty
Pólverjinn Marcin Gortat, leikmaður Washington Wizards í NBA-deildinni, finnst vanta meiri hasar í NBA-deildinni og hann stingur upp á því í fullri alvöru að leikmenn fái að slást.

Gortat er á því að leikmenn í NBA-deildinni eigi að fá tækifæri til þess að leysa sín ágreiningsefni inn á vellinum eins og í NHL-deildinni í íshokkí. Þar fá menn að slást í skamman tíma.

"Það mætti losa aðeins um höftin á reglum um slagsmál í deildinni. Ef fólk fer á íshokkí-leik þá er það aðeins að bíða eftir slagsmálunum. Það mætti koma slíku í gang í NBA-deildinni. Ef tveir leikmenn eru ósáttir við hvorn annan þá ættu aðrir að fara frá og leyfa þeim að slást," sagði Gortat en faðir hans vann á sínum tíma Ólympíuverðlaun í hnefaleikum.

"Þetta þyrfti ekki að taka nema 15-20 sekúndur. Menn fá að henda inn nokkrum höggum og svo koma dómararnir og skilja þá að. Leikmennirnir verða þá búnir að útkljá sín deiluefni, áhorfendur fá mikið fyrir peninginn og allir sáttir."

Gortat ætlar sér að koma með þessa hugmynd á næsta fund leikmanna deildarinnar.

Forráðamenn NBA-deildarinnar hafa hert reglur um ofbeldisfulla hegðun leikmanna síðustu ár og þeir eru líklega ekki spenntir fyrir þessum möguleika.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×