Griffin sjóðheitur í áttunda sigri Clippers í röð | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. mars 2014 07:13 Los Angeles Clippers er heitasta liðið í NBA-deildinni í körfubolta þessa dagana en það vann áttunda leikinn í röð í nótt er það lagði Phoenix suns að velli, 112-105.Blake Griffin var allt í öllu í liði Clippers en hann skoraði 29 stig í fyrri hálfleik og 42 stig í heildina auk þess sem hann tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. DarrenCollison skoraði næstmest eða 20 stig og undir körfunni reif miðherjinn DeAndreJordan niður 17 fráköst. Phoenix Suns er nú búið að tapa tveimur leikjum í röð og sex af síðustu tíu og er ekki lengur inn í úrslitakeppninni. Goran Dragic heldur áfram að hitta nánast úr hverju einasta skoti í liði Phoenix en hann skoraði 23 stig í nótt og var með magnaða skotnýtingu. Í spilaranum hér að ofan má sjá Griffin skora 29 stig í fyrri hálfleik en hér á eftir fylgir troðsla hans úr hraðaupphlaupi. New York Knicks gefst ekki upp í baráttunni um áttunda sætið og þátttökurétt í úrslitakeppninni en liðið lagði Philadelphia 76ers í nótt, 123-110. Knicks er með 25 sigra og 40 töp í 9. sæti en Atlanta er sæti ofar með 27 sigra og 35 töp.Amar'e Stoudemire (23 stig og 6 fráköst), Carmelo Anthony (22 stig og 9 fráköst) og J.R. Smith (22 stig 5 stoðsendingar) voru bestir hjá New York. Nýliðinn Michael Carter-Williams fór á kostum fyrir 76ers í nótt og náði þrennu með 23 stigum, 13 fráköstum og 10 stoðsendingum en það dugði ekki til. Philadelphia tapaði sínum 17. leik í röð og stefnir hraðbyri að botnsæti austurdeildarinnar. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá viðstöðulausa hollí hú-troðslu J.R. Smith fyrir New York Knicks í nótt. Miami Heat vann svo níu stiga sigur á Washington Wizards í nótt, 99-90, þar sem LeBronJames skoraði 23 stig, tók 7 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Chris Bosh og Dwayne Wade bættu báðir við 22 stigum. Hjá Washington var Bradley Beal stigahæstur með 18 stig en Marcin Gorat var öflugur undir körfunni ogtók 18 fráköst auk þess sem hann skoraði 14 stig.Úrslit næturinnar: Charlotte Bobcats - Denver Nuggets 105-98 Brooklyn Nets - Toronto Raptors 101-97 Miami Heat - Washington Wizards 99-99 New York - Knicks - Philadelphia 76ers 123-110 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 105-98 Utan Jazz - Atlanta Hawks 110-112 Los Angeles Clippers - Phoenix Suns 112-105Staðan í deildinni.Raymond Felton og J.R. Smith fagna eftir troðsluna.vísir/getty NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Los Angeles Clippers er heitasta liðið í NBA-deildinni í körfubolta þessa dagana en það vann áttunda leikinn í röð í nótt er það lagði Phoenix suns að velli, 112-105.Blake Griffin var allt í öllu í liði Clippers en hann skoraði 29 stig í fyrri hálfleik og 42 stig í heildina auk þess sem hann tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. DarrenCollison skoraði næstmest eða 20 stig og undir körfunni reif miðherjinn DeAndreJordan niður 17 fráköst. Phoenix Suns er nú búið að tapa tveimur leikjum í röð og sex af síðustu tíu og er ekki lengur inn í úrslitakeppninni. Goran Dragic heldur áfram að hitta nánast úr hverju einasta skoti í liði Phoenix en hann skoraði 23 stig í nótt og var með magnaða skotnýtingu. Í spilaranum hér að ofan má sjá Griffin skora 29 stig í fyrri hálfleik en hér á eftir fylgir troðsla hans úr hraðaupphlaupi. New York Knicks gefst ekki upp í baráttunni um áttunda sætið og þátttökurétt í úrslitakeppninni en liðið lagði Philadelphia 76ers í nótt, 123-110. Knicks er með 25 sigra og 40 töp í 9. sæti en Atlanta er sæti ofar með 27 sigra og 35 töp.Amar'e Stoudemire (23 stig og 6 fráköst), Carmelo Anthony (22 stig og 9 fráköst) og J.R. Smith (22 stig 5 stoðsendingar) voru bestir hjá New York. Nýliðinn Michael Carter-Williams fór á kostum fyrir 76ers í nótt og náði þrennu með 23 stigum, 13 fráköstum og 10 stoðsendingum en það dugði ekki til. Philadelphia tapaði sínum 17. leik í röð og stefnir hraðbyri að botnsæti austurdeildarinnar. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá viðstöðulausa hollí hú-troðslu J.R. Smith fyrir New York Knicks í nótt. Miami Heat vann svo níu stiga sigur á Washington Wizards í nótt, 99-90, þar sem LeBronJames skoraði 23 stig, tók 7 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Chris Bosh og Dwayne Wade bættu báðir við 22 stigum. Hjá Washington var Bradley Beal stigahæstur með 18 stig en Marcin Gorat var öflugur undir körfunni ogtók 18 fráköst auk þess sem hann skoraði 14 stig.Úrslit næturinnar: Charlotte Bobcats - Denver Nuggets 105-98 Brooklyn Nets - Toronto Raptors 101-97 Miami Heat - Washington Wizards 99-99 New York - Knicks - Philadelphia 76ers 123-110 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 105-98 Utan Jazz - Atlanta Hawks 110-112 Los Angeles Clippers - Phoenix Suns 112-105Staðan í deildinni.Raymond Felton og J.R. Smith fagna eftir troðsluna.vísir/getty
NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira