Toppliðin stráfelld í NBA | Oklahoma missti toppsætið Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2014 07:05 Indiana Pacers, efsta liðið í austurdeild NBA, tapaði fjórða leiknum í röð í nótt er liðið lá á útivelli gegn Dallas Mavericks, 105-94. Dallas-liðið er á smá siglinu núna og stefnir hraðbyri í úrslitakeppnina.Monta Ellis var stigahæstur heimamanna með 20 stig auk þess sem hann tók 8 fráköst en kóngurinn í Dallas, Þjóðverjinn Dirk Nowitzki, skoraði 14 stig og tók 8 fráköst. Byrjunarlið Indiana skilaði allt fínum tölum. Þrír skoruðu yfir 20 stig en stigahæstur var Paul George með 27 stig og 11 fráköst. David West skoraði minnst af þeim sem byrjuðu leikinn, aðeins 8 stig en tók þó 7 fráköst. Indiana-liðið fékk enga hjálp af bekknum en þeir fimm sem komu af bekknum inn í leikinn skoruðu ekki nema fjögur stig samtals. Bekkurinn hjá Dallas skilaði 41 stigi sem gerði gæfumuninn. Chicago Bulls heldur áfram að sýna það gefst ekki upp fyrr en einhver sendir það formlega í sumarfrí. Það er nú búið að vinna sjö af síðustu tíu leikjum sínum og gerði sér lítið fyrir í nótt og vann meistara Miami Heat í framlengdum leik, 95-88. Miðherjin magnaði, JoakimNoah, skoraði 20 stig og tók 12 fráköst fyrir Chicago og þá kom D.J. Augustin sterkur inn af bekknum og skoraði 22 stig.Dwayne Wade skoraði 25 stig fyrir Miami en LeBron James lét sér nægja 17 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar á 45 mínútum. Chicago er í fjórða sæti austurdeildarinnar með 35 sigra og 28 töp og sækir hart að Toronto sem er í þriðja sætinu. Miami er áfram í öðru sæti með 43 sigra og 17 töp en Indiana á toppnum með 46 sigra og 17 töp. Indiana er eina liðið í deildinni sem öruggt er með sæti í úrslitakeppninni. Topplið vesturdeildarinnar, Oklahoma City Thunder, tapaði einnig í gærkvöldi fyrir Los Angeles Lakers, 114-110, en Lakers-menn eru á botni deildarinnar. Virkilega óvænt úrslit sem skutu San Antonio upp fyrir Oklahoma í efsta sæti vestursins.Jodie Meeks fór hamförum fyrir Lakers-liðið og skoraði 42 stig en hann hitti úr 11 af 18 skotum í sínum í teignum og öllum 14 vítaskotum sínum. Kevin Durant var eins og svo oft áður stigahæstur hjá Oklahoma með 27 stig. Í spilaranum hér að ofan má sjá tíu flottustu tilþrif gærkvöldsins og næturinnar.Úrslit næturinnar: Chicago Bulls - Miami Heat 88-95 Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 110-114 New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 107-111 Boston Celtics - Detroit Pistons 118-111 Brooklyn Nets - Sacramento Kings 104-89 Houston Rockets - Portland Trail Blazers 118-113 Minnesota Timberwolves - Toronto Raptors 104-111 Dallas Mavericks - Indiana Pacers 105-94 Golden State Warriors - Phoenix Suns 113-107Staðan í deildinni.Kirk Hinrich kastar sér á eftir boltanum í baráttu við LeBron James. Lýsandi dæmi um viljann í liði Chicago.Vísir/EPAJoakim Noah reynir að komast framhjá „fuglamanninum“, Chris Andersen. Tveir af skemmtilegri leikmönnum deildarinnar.Vísir/EPAVörn Indiana hjálparlaus er Monta Ellis skorar tvö af 20 stigum sínum í nótt.Vísir/EPA NBA Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
Indiana Pacers, efsta liðið í austurdeild NBA, tapaði fjórða leiknum í röð í nótt er liðið lá á útivelli gegn Dallas Mavericks, 105-94. Dallas-liðið er á smá siglinu núna og stefnir hraðbyri í úrslitakeppnina.Monta Ellis var stigahæstur heimamanna með 20 stig auk þess sem hann tók 8 fráköst en kóngurinn í Dallas, Þjóðverjinn Dirk Nowitzki, skoraði 14 stig og tók 8 fráköst. Byrjunarlið Indiana skilaði allt fínum tölum. Þrír skoruðu yfir 20 stig en stigahæstur var Paul George með 27 stig og 11 fráköst. David West skoraði minnst af þeim sem byrjuðu leikinn, aðeins 8 stig en tók þó 7 fráköst. Indiana-liðið fékk enga hjálp af bekknum en þeir fimm sem komu af bekknum inn í leikinn skoruðu ekki nema fjögur stig samtals. Bekkurinn hjá Dallas skilaði 41 stigi sem gerði gæfumuninn. Chicago Bulls heldur áfram að sýna það gefst ekki upp fyrr en einhver sendir það formlega í sumarfrí. Það er nú búið að vinna sjö af síðustu tíu leikjum sínum og gerði sér lítið fyrir í nótt og vann meistara Miami Heat í framlengdum leik, 95-88. Miðherjin magnaði, JoakimNoah, skoraði 20 stig og tók 12 fráköst fyrir Chicago og þá kom D.J. Augustin sterkur inn af bekknum og skoraði 22 stig.Dwayne Wade skoraði 25 stig fyrir Miami en LeBron James lét sér nægja 17 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar á 45 mínútum. Chicago er í fjórða sæti austurdeildarinnar með 35 sigra og 28 töp og sækir hart að Toronto sem er í þriðja sætinu. Miami er áfram í öðru sæti með 43 sigra og 17 töp en Indiana á toppnum með 46 sigra og 17 töp. Indiana er eina liðið í deildinni sem öruggt er með sæti í úrslitakeppninni. Topplið vesturdeildarinnar, Oklahoma City Thunder, tapaði einnig í gærkvöldi fyrir Los Angeles Lakers, 114-110, en Lakers-menn eru á botni deildarinnar. Virkilega óvænt úrslit sem skutu San Antonio upp fyrir Oklahoma í efsta sæti vestursins.Jodie Meeks fór hamförum fyrir Lakers-liðið og skoraði 42 stig en hann hitti úr 11 af 18 skotum í sínum í teignum og öllum 14 vítaskotum sínum. Kevin Durant var eins og svo oft áður stigahæstur hjá Oklahoma með 27 stig. Í spilaranum hér að ofan má sjá tíu flottustu tilþrif gærkvöldsins og næturinnar.Úrslit næturinnar: Chicago Bulls - Miami Heat 88-95 Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 110-114 New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 107-111 Boston Celtics - Detroit Pistons 118-111 Brooklyn Nets - Sacramento Kings 104-89 Houston Rockets - Portland Trail Blazers 118-113 Minnesota Timberwolves - Toronto Raptors 104-111 Dallas Mavericks - Indiana Pacers 105-94 Golden State Warriors - Phoenix Suns 113-107Staðan í deildinni.Kirk Hinrich kastar sér á eftir boltanum í baráttu við LeBron James. Lýsandi dæmi um viljann í liði Chicago.Vísir/EPAJoakim Noah reynir að komast framhjá „fuglamanninum“, Chris Andersen. Tveir af skemmtilegri leikmönnum deildarinnar.Vísir/EPAVörn Indiana hjálparlaus er Monta Ellis skorar tvö af 20 stigum sínum í nótt.Vísir/EPA
NBA Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti