Reed stóð við stóru orðin og sigraði á Cadillac meistaramótinu 10. mars 2014 00:11 Reed og kylfusveinn hans ræða málin á þriðju holu á lokahringnum í dag. AP/Vísir Bandaríski kylfingurinn Patrick Reed sigraði í kvöld Cadillac meistaramótið sem er hluti af heimsmótaröðinni í golfi. Reed lék hringina fjóra á Doral vellinum á fjórum höggum undir pari en í öðru sæti voru Jamie Donaldson og Bubba Watson jafnir á þremur höggum undir.Patrick Reed er aðeins 23 ára gamall en þetta er þriðji sigurinn hans á PGA mótaröðinni eftir að hann komst inn á hana árið 2013. Reed talaði við fréttamenn í síðustu viku þar sem hann sagði kokhraustur að hann væri einn af fimm bestu kylfingum í heimi. Margir hlógu að því enda ansi stór yfirlýsing hjá 23 ára kylfingi sem á aðeins eitt tímabil að baki á PGA mótaröðinni. Hann á þó síðasta orðið en frammistaða hans yfir hringina fjóra á hinum gífurlega erfiða „Blue Monster“ velli á Doral var hreint út sagt frábær. „Ég var að pútta svo vel allt mótið og það gefur manni mikið sjálfstraust,“ sagði hæstánægður Reed eftir sigurinn í kvöld. „Ég kom með ansi stóra fullyrðingu fyrr í vikunni og ég get svo sannarlega staðið við hana núna, það eru ekki margir kylfingar sem hafa unnið þrjú mót á PGA mótaröðinni eftir jafn stuttan tíma á henni, nema kannski goðsagnir eins og Tiger Woods. Eitt er víst að ég er mjög ánægður með frammistöðuna um helgina og mig hlakkar til þess að vera í baráttunni í næstu mótum.“ Þrátt fyrir að hafa spilað sig inn í toppbaráttuna í gær með frábærum hring átti Tiger Woods ekki góðan lokahring en hann lék á 78 höggum eða sex yfir pari. Hann endaði mótið því á fimm höggum yfir pari, jafn í 25. sæti ásamt Norður-Íranum Rory McIlroy og fleiri kylfingum. Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Patrick Reed sigraði í kvöld Cadillac meistaramótið sem er hluti af heimsmótaröðinni í golfi. Reed lék hringina fjóra á Doral vellinum á fjórum höggum undir pari en í öðru sæti voru Jamie Donaldson og Bubba Watson jafnir á þremur höggum undir.Patrick Reed er aðeins 23 ára gamall en þetta er þriðji sigurinn hans á PGA mótaröðinni eftir að hann komst inn á hana árið 2013. Reed talaði við fréttamenn í síðustu viku þar sem hann sagði kokhraustur að hann væri einn af fimm bestu kylfingum í heimi. Margir hlógu að því enda ansi stór yfirlýsing hjá 23 ára kylfingi sem á aðeins eitt tímabil að baki á PGA mótaröðinni. Hann á þó síðasta orðið en frammistaða hans yfir hringina fjóra á hinum gífurlega erfiða „Blue Monster“ velli á Doral var hreint út sagt frábær. „Ég var að pútta svo vel allt mótið og það gefur manni mikið sjálfstraust,“ sagði hæstánægður Reed eftir sigurinn í kvöld. „Ég kom með ansi stóra fullyrðingu fyrr í vikunni og ég get svo sannarlega staðið við hana núna, það eru ekki margir kylfingar sem hafa unnið þrjú mót á PGA mótaröðinni eftir jafn stuttan tíma á henni, nema kannski goðsagnir eins og Tiger Woods. Eitt er víst að ég er mjög ánægður með frammistöðuna um helgina og mig hlakkar til þess að vera í baráttunni í næstu mótum.“ Þrátt fyrir að hafa spilað sig inn í toppbaráttuna í gær með frábærum hring átti Tiger Woods ekki góðan lokahring en hann lék á 78 höggum eða sex yfir pari. Hann endaði mótið því á fimm höggum yfir pari, jafn í 25. sæti ásamt Norður-Íranum Rory McIlroy og fleiri kylfingum.
Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira