Gagnrýnir samráðsleysi við ESA vegna "mýkri gjaldeyrishafta" Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. mars 2014 18:45 Íslensk stjórnvöld höfðu ekki samráð við ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, um mótun varúðarreglna í gjaldeyrismálum sem taka eiga við eftir afnám gjaldeyrishafta. Formaður stærsta stjórnarandstöðu-flokksins gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í málinu. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði fram á Alþingi á dögunum skýrslu um afnám gjaldeyrishafta. Í skýrslunni eru tíundaðar tillögur sem Seðlabanki Íslands lagði fram fyrir ári síðan um varúðarreglur sem taka við eftir að höftunum hefur verið aflétt. Um er að ræða svona mýkri útgáfu af gjaldeyrishöftunum.Tillögurnar eru: 1. Að settar verði reglur um laust fé og gjaldeyrissjöfnuð til að draga úr gjalddagamisræmi í erlendum gjaldmiðlum. 2. Að settar verði takmarkanir á söfnun innlána erlendis 3. Að settar verði takmarkanir eða bann við við gjaldeyrislánum til svokallaðra óvarinna aðila. 4. Að komið verði á fót stýritækjum til að sporna við óhóflegum sveiflum fjármagns inn og út úr landinu, t.d í formi gjalds á fjármagnsflutninga (Tobin-skatts) eða bindiskyldu á erlenda fjármögnun. 5. Tímabundnar takmarkanir á aukningu erlendra eigna lífeyrissjóðanna til að draga úr þrýstingi á krónuna. Stjórnvöld höfðu ekki samráð við ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, um hvort þessar reglur samrýmast skuldbindingum Íslands á grundvelli EES-samningsins en forseti ESA hefur staðfest að ekki hafi verið óskað eftir áliti stofnunarinnar á reglunum, en þess skal getið að þær eru enn í tillöguformi og geta því hæglega verið endurskoðaðar þegar kemur að afnámi haftanna.Gjaleyrishöftin samrýmast EES-samningnum Ísland er með undanþágu frá ESA vegna gjaldeyrishaftanna en frjálst flæði fjármagns er hluti af fjórfrelsinu og ein af grunnstoðum EES-samningsins. Með dómi EFTA-dómstólsins í máli Pálma Sigmarssonar gegn Seðlabanka Íslands frá 2011 var því slegið föstu að gjaldeyrishöftin brytu ekki gegn skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningnum vegna þess ástands sem skapaðist hér í bankahruninu þegar gjaldmiðillinn hrundi í verði. Dómstóllinn fjallaði um þaði í forsendum sínum að alvarlegar aðstæður hefðu skapast á Íslandi eftir hrun fjármálakerfisins síðla árs 2008. Við þessar aðstæður væru uppfyllt efnisleg skilyrði fyrir því að grípa til verndarráðstafana samkvæmt 2. og 4. mgr. 43. gr. EES-samningsins. Umgjörð krónunnar styrkt án þess að liggi fyrir að slík umgjörð sé lögmæt Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar telur það afar gagnrýnivert að stjórnvöld hafi ekki haft samráð við ESA áður en þessar tillögur um varúðarreglur voru kynntar í skýrslu fjármálaráðherra en hann segir það endurspegla stefnuleysi ríkisstjórnarinnar við afnám haftanna. Slíta eigi viðræðum við ESB og styrkja umgjörð undir krónuna eftir höft en ekkert sé kannað hvort slík umgjörð samrýmist skuldbindingum Íslands gagnvart EES-samningnum. Árni Páll segir ljóst að ekki sé hægt að hafa höftin endalaust en tillögurnar felist í gjaldeyrishöftum í ákveðinni mynd. Hann segir að ábyrg vinnubrögð stjórnvalda hefðu falist í samráði við ESA. Varúðarreglurnar sem taka eigi við eftir höft séu íþyngjandi fyrir útlendinga og skerði frelsi í fjármagnsflutningum. Oda Helen Sletnes, forseti ESA, hafði ekki tök á viðtali í dag þegar eftir því var leitað. Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Íslensk stjórnvöld höfðu ekki samráð við ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, um mótun varúðarreglna í gjaldeyrismálum sem taka eiga við eftir afnám gjaldeyrishafta. Formaður stærsta stjórnarandstöðu-flokksins gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í málinu. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði fram á Alþingi á dögunum skýrslu um afnám gjaldeyrishafta. Í skýrslunni eru tíundaðar tillögur sem Seðlabanki Íslands lagði fram fyrir ári síðan um varúðarreglur sem taka við eftir að höftunum hefur verið aflétt. Um er að ræða svona mýkri útgáfu af gjaldeyrishöftunum.Tillögurnar eru: 1. Að settar verði reglur um laust fé og gjaldeyrissjöfnuð til að draga úr gjalddagamisræmi í erlendum gjaldmiðlum. 2. Að settar verði takmarkanir á söfnun innlána erlendis 3. Að settar verði takmarkanir eða bann við við gjaldeyrislánum til svokallaðra óvarinna aðila. 4. Að komið verði á fót stýritækjum til að sporna við óhóflegum sveiflum fjármagns inn og út úr landinu, t.d í formi gjalds á fjármagnsflutninga (Tobin-skatts) eða bindiskyldu á erlenda fjármögnun. 5. Tímabundnar takmarkanir á aukningu erlendra eigna lífeyrissjóðanna til að draga úr þrýstingi á krónuna. Stjórnvöld höfðu ekki samráð við ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, um hvort þessar reglur samrýmast skuldbindingum Íslands á grundvelli EES-samningsins en forseti ESA hefur staðfest að ekki hafi verið óskað eftir áliti stofnunarinnar á reglunum, en þess skal getið að þær eru enn í tillöguformi og geta því hæglega verið endurskoðaðar þegar kemur að afnámi haftanna.Gjaleyrishöftin samrýmast EES-samningnum Ísland er með undanþágu frá ESA vegna gjaldeyrishaftanna en frjálst flæði fjármagns er hluti af fjórfrelsinu og ein af grunnstoðum EES-samningsins. Með dómi EFTA-dómstólsins í máli Pálma Sigmarssonar gegn Seðlabanka Íslands frá 2011 var því slegið föstu að gjaldeyrishöftin brytu ekki gegn skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningnum vegna þess ástands sem skapaðist hér í bankahruninu þegar gjaldmiðillinn hrundi í verði. Dómstóllinn fjallaði um þaði í forsendum sínum að alvarlegar aðstæður hefðu skapast á Íslandi eftir hrun fjármálakerfisins síðla árs 2008. Við þessar aðstæður væru uppfyllt efnisleg skilyrði fyrir því að grípa til verndarráðstafana samkvæmt 2. og 4. mgr. 43. gr. EES-samningsins. Umgjörð krónunnar styrkt án þess að liggi fyrir að slík umgjörð sé lögmæt Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar telur það afar gagnrýnivert að stjórnvöld hafi ekki haft samráð við ESA áður en þessar tillögur um varúðarreglur voru kynntar í skýrslu fjármálaráðherra en hann segir það endurspegla stefnuleysi ríkisstjórnarinnar við afnám haftanna. Slíta eigi viðræðum við ESB og styrkja umgjörð undir krónuna eftir höft en ekkert sé kannað hvort slík umgjörð samrýmist skuldbindingum Íslands gagnvart EES-samningnum. Árni Páll segir ljóst að ekki sé hægt að hafa höftin endalaust en tillögurnar felist í gjaldeyrishöftum í ákveðinni mynd. Hann segir að ábyrg vinnubrögð stjórnvalda hefðu falist í samráði við ESA. Varúðarreglurnar sem taka eigi við eftir höft séu íþyngjandi fyrir útlendinga og skerði frelsi í fjármagnsflutningum. Oda Helen Sletnes, forseti ESA, hafði ekki tök á viðtali í dag þegar eftir því var leitað.
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira