Menning

Benedict Cumberbatch leikur Hamlet

Benedict Cumberbatch kemur til með að leika Hamlet í uppsetningu Barbican Centre í London, frá ágúst til október, árið 2015.

Leikarinn frægi, sem er hvað best þekktur fyrir hlutverk sitt í Sherlock, fetar þannig í fótspor margra kollega sinna, með því að leika á sviði í stórum uppsetningum í leikhúsborginni London.

Lyndsey Turner mun leikstýra sýningunni, en miklar vonir eru bundnar við stykkið með hinn heimsfræga Cumberbatch í aðalhlutverki.

Framleiðandi sýningarinnar, Sonia Friedman, lýsir Cumberbatch sem „einum hæfileikaríkasta og mest spennandi leikara sinnar kynslóðar,“ en Cumberbatch er fæddur og uppalinn í London. 

Cumberbatch hefur áður leikið Shakespeare, árið 2002, þegar hann lék Benvólíó í uppsetningu á Rómeó og Júlíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×