Sóknarfæri Sjóvár liggja í sölu líf- og sjúkdómatrygginga Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. mars 2014 08:53 Sjóvá verður átjánda skráða félagið á almennum hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar að loknu hlutafjárútboði félagsins sem hefst á morgun og lýkur á mánudag. Sjóvá, sem var endurreist með stuðningi ríkisins eftir bankahrunið og síðar einkavætt að nýju gegnum Eignasafn Seðlabanka Íslands, er næststærsta tryggingafélag landsins þegar markaðshlutdeild er annars vegar. Félagið hefur haft á bilinu 27-29 prósent markaðshlutdeild í skaðatryggingum á síðustu árum. Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, tók við rekstri fyrirtækisins árið 2011 en hann hafði starfað á fjármálamarkaði frá árinu 1990 þar á undan. Hermann er gestur okkar í nýjasta Klinkinu. Hermann segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á Sjóvá í aðdraganda skráningar. Félagið hefur samþykkt arðgreiðslustefnu sem felst í því að útgreiddur arður verði að lágmarki 50 prósent hagnaðar, en ekki verður þó greiddur út arður vegna hagnaðar ársins 2013. Hermann segir að sóknarfæri Sjóvár liggi m.a. á sölu líf- og sjúkdómatryggingum en þessi markaður sé illa nýttur. „Íslenskur markaður er vantryggður. Við Íslendingar erum illa tryggðir í líf- og sjúkdómatryggingum. Líftryggingamarkaðurinn í heild sinni er of lítill miðað við stærð landsins.“Ekkert bónuskerfi„Það er ekkert kaupaukakerfi hjá Sjóvá. Maður verður að hafa hugfast úr hvaða átt félagið er að koma.“Skortur á fyrirhyggju„Á mörgum öðrum stöðum á Norðurlöndunum er ungt fólk farið að hugsa miklu fyrr um líf- og sjúkdómatryggingar en hér.“Eðlileg verðmyndun í Kauphöllinni?„Það er mikið fé á eftir fáum tækifærum. Það er augljóst.“„Það hefur ekki gengið eftir að skapa aukið svigrúm fyrir frumkvöðlafyrirtæki.“„Það eru litlir hvatar fyrir erlenda starfsmenn að koma hingað.“Dýr ESA rannsóknHermann segir kostnað Sjóvár við rannsókn ESA á ríkisstuðningi við félagið hafa verið verulegan, en verið þess virði því niðurstaðan var félaginu hagfelld. Klinkið Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Sjá meira
Sjóvá verður átjánda skráða félagið á almennum hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar að loknu hlutafjárútboði félagsins sem hefst á morgun og lýkur á mánudag. Sjóvá, sem var endurreist með stuðningi ríkisins eftir bankahrunið og síðar einkavætt að nýju gegnum Eignasafn Seðlabanka Íslands, er næststærsta tryggingafélag landsins þegar markaðshlutdeild er annars vegar. Félagið hefur haft á bilinu 27-29 prósent markaðshlutdeild í skaðatryggingum á síðustu árum. Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, tók við rekstri fyrirtækisins árið 2011 en hann hafði starfað á fjármálamarkaði frá árinu 1990 þar á undan. Hermann er gestur okkar í nýjasta Klinkinu. Hermann segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á Sjóvá í aðdraganda skráningar. Félagið hefur samþykkt arðgreiðslustefnu sem felst í því að útgreiddur arður verði að lágmarki 50 prósent hagnaðar, en ekki verður þó greiddur út arður vegna hagnaðar ársins 2013. Hermann segir að sóknarfæri Sjóvár liggi m.a. á sölu líf- og sjúkdómatryggingum en þessi markaður sé illa nýttur. „Íslenskur markaður er vantryggður. Við Íslendingar erum illa tryggðir í líf- og sjúkdómatryggingum. Líftryggingamarkaðurinn í heild sinni er of lítill miðað við stærð landsins.“Ekkert bónuskerfi„Það er ekkert kaupaukakerfi hjá Sjóvá. Maður verður að hafa hugfast úr hvaða átt félagið er að koma.“Skortur á fyrirhyggju„Á mörgum öðrum stöðum á Norðurlöndunum er ungt fólk farið að hugsa miklu fyrr um líf- og sjúkdómatryggingar en hér.“Eðlileg verðmyndun í Kauphöllinni?„Það er mikið fé á eftir fáum tækifærum. Það er augljóst.“„Það hefur ekki gengið eftir að skapa aukið svigrúm fyrir frumkvöðlafyrirtæki.“„Það eru litlir hvatar fyrir erlenda starfsmenn að koma hingað.“Dýr ESA rannsóknHermann segir kostnað Sjóvár við rannsókn ESA á ríkisstuðningi við félagið hafa verið verulegan, en verið þess virði því niðurstaðan var félaginu hagfelld.
Klinkið Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Sjá meira