Sóknarfæri Sjóvár liggja í sölu líf- og sjúkdómatrygginga Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. mars 2014 08:53 Sjóvá verður átjánda skráða félagið á almennum hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar að loknu hlutafjárútboði félagsins sem hefst á morgun og lýkur á mánudag. Sjóvá, sem var endurreist með stuðningi ríkisins eftir bankahrunið og síðar einkavætt að nýju gegnum Eignasafn Seðlabanka Íslands, er næststærsta tryggingafélag landsins þegar markaðshlutdeild er annars vegar. Félagið hefur haft á bilinu 27-29 prósent markaðshlutdeild í skaðatryggingum á síðustu árum. Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, tók við rekstri fyrirtækisins árið 2011 en hann hafði starfað á fjármálamarkaði frá árinu 1990 þar á undan. Hermann er gestur okkar í nýjasta Klinkinu. Hermann segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á Sjóvá í aðdraganda skráningar. Félagið hefur samþykkt arðgreiðslustefnu sem felst í því að útgreiddur arður verði að lágmarki 50 prósent hagnaðar, en ekki verður þó greiddur út arður vegna hagnaðar ársins 2013. Hermann segir að sóknarfæri Sjóvár liggi m.a. á sölu líf- og sjúkdómatryggingum en þessi markaður sé illa nýttur. „Íslenskur markaður er vantryggður. Við Íslendingar erum illa tryggðir í líf- og sjúkdómatryggingum. Líftryggingamarkaðurinn í heild sinni er of lítill miðað við stærð landsins.“Ekkert bónuskerfi„Það er ekkert kaupaukakerfi hjá Sjóvá. Maður verður að hafa hugfast úr hvaða átt félagið er að koma.“Skortur á fyrirhyggju„Á mörgum öðrum stöðum á Norðurlöndunum er ungt fólk farið að hugsa miklu fyrr um líf- og sjúkdómatryggingar en hér.“Eðlileg verðmyndun í Kauphöllinni?„Það er mikið fé á eftir fáum tækifærum. Það er augljóst.“„Það hefur ekki gengið eftir að skapa aukið svigrúm fyrir frumkvöðlafyrirtæki.“„Það eru litlir hvatar fyrir erlenda starfsmenn að koma hingað.“Dýr ESA rannsóknHermann segir kostnað Sjóvár við rannsókn ESA á ríkisstuðningi við félagið hafa verið verulegan, en verið þess virði því niðurstaðan var félaginu hagfelld. Klinkið Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Sjóvá verður átjánda skráða félagið á almennum hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar að loknu hlutafjárútboði félagsins sem hefst á morgun og lýkur á mánudag. Sjóvá, sem var endurreist með stuðningi ríkisins eftir bankahrunið og síðar einkavætt að nýju gegnum Eignasafn Seðlabanka Íslands, er næststærsta tryggingafélag landsins þegar markaðshlutdeild er annars vegar. Félagið hefur haft á bilinu 27-29 prósent markaðshlutdeild í skaðatryggingum á síðustu árum. Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, tók við rekstri fyrirtækisins árið 2011 en hann hafði starfað á fjármálamarkaði frá árinu 1990 þar á undan. Hermann er gestur okkar í nýjasta Klinkinu. Hermann segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á Sjóvá í aðdraganda skráningar. Félagið hefur samþykkt arðgreiðslustefnu sem felst í því að útgreiddur arður verði að lágmarki 50 prósent hagnaðar, en ekki verður þó greiddur út arður vegna hagnaðar ársins 2013. Hermann segir að sóknarfæri Sjóvár liggi m.a. á sölu líf- og sjúkdómatryggingum en þessi markaður sé illa nýttur. „Íslenskur markaður er vantryggður. Við Íslendingar erum illa tryggðir í líf- og sjúkdómatryggingum. Líftryggingamarkaðurinn í heild sinni er of lítill miðað við stærð landsins.“Ekkert bónuskerfi„Það er ekkert kaupaukakerfi hjá Sjóvá. Maður verður að hafa hugfast úr hvaða átt félagið er að koma.“Skortur á fyrirhyggju„Á mörgum öðrum stöðum á Norðurlöndunum er ungt fólk farið að hugsa miklu fyrr um líf- og sjúkdómatryggingar en hér.“Eðlileg verðmyndun í Kauphöllinni?„Það er mikið fé á eftir fáum tækifærum. Það er augljóst.“„Það hefur ekki gengið eftir að skapa aukið svigrúm fyrir frumkvöðlafyrirtæki.“„Það eru litlir hvatar fyrir erlenda starfsmenn að koma hingað.“Dýr ESA rannsóknHermann segir kostnað Sjóvár við rannsókn ESA á ríkisstuðningi við félagið hafa verið verulegan, en verið þess virði því niðurstaðan var félaginu hagfelld.
Klinkið Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira