Kærð fyrir að ala upp barn í afskekktri sveit Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2014 20:30 Bettý á Ingjaldssandi ræðir í þættinum "Um land allt" opinskátt um þessar sérstöku aðstæður. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Einstæða móðirin hún Bettý, sem er síðasti bóndinn á Ingjaldssandi, var kærð til barnaverndarnefndar á Ísafirði fyrir að vera ein að ala upp barn í svo afskekktri sveit. Þetta kemur fram í þættinum Um land allt, sem sýndur verður á Stöð 2, annaðkvöld, þriðjudag, kl. 19.20. Viðtalsbrot úr þættinum mátti sjá í fréttum í kvöld. Stöðvar 2-menn fóru nýlega með aðstoð björgunarsveitar á vélsleðum til að hitta Elísabetu Pétursdóttur, sem jafnan er kölluð Bettý, en hún er sauðfjárbóndi á Sæbóli. Síðastliðin tólf ár hafa hún og Þór sonur hennar verið einu íbúar þessa einangraða dals. Hann sækir grunnskóla á Flateyri og dvelur virka daga á heimili systur sinnar meðan á skólatíma stendur en kemur heim um helgar, þegar færð leyfir.Þór Engholm er orðinn 15 ára og lýkur grunnskólanámi frá Flateyri í vor.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þegar Bettý hóf sjálf búskap á Ingjaldssandi fyrir aldarfjórðungi bjuggu þar sex fjölskyldur og hún átti ekki von á öðru en að þar yrði áfram gróskumikið mannlíf. Það fór á annan veg og árið 2001 var hún ein orðin eftir með ungan son sinn en dóttirin var þá vaxin úr grasi. Bettý ræðir opinskátt í þættinum um hvernig fólk úr nærumhverfinu lagðist gegn því að hún byggi þarna áfram. Fólk hafi komið og sagt að það væri ekki forsvaranlegt að hún væri þarna ein að ala upp barnið; strákurinn yrði einstrengingslegur og sérlunda. Hún hafi svo verið kærð til barnaverndarnefndar, sem hafi komið í heimsókn og gert úttekt á aðstæðum. „Sem betur fer var það fólk sem var þar við völd og á bæjarskrifstofunum réttsýnisfólk og gott fólk,“ segir Bettý. Í þættinum verður einnig rætt við börnin hennar, soninn Þór og dótturina Kristínu, um hvernig sé að alast upp á Ingjaldssandi. Fyrri þáttinn, sem sýndur var síðastliðinn þriðjudag, má sjá hér. Börn og uppeldi Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Fótgangandi yfir vestfirska heiði til að ná þorrablótinu Til að missa ekki af þorrablóti Önfirðinga vílar hún ekki fyrir sér að fara fótgangandi alein yfir fimmhundruð metra háa vestfirska heiði í skammdeginu. 18. mars 2014 19:20 Ein eftir í afskekktum dal á Vestfjörðum Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir. 17. mars 2014 07:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Sjá meira
Einstæða móðirin hún Bettý, sem er síðasti bóndinn á Ingjaldssandi, var kærð til barnaverndarnefndar á Ísafirði fyrir að vera ein að ala upp barn í svo afskekktri sveit. Þetta kemur fram í þættinum Um land allt, sem sýndur verður á Stöð 2, annaðkvöld, þriðjudag, kl. 19.20. Viðtalsbrot úr þættinum mátti sjá í fréttum í kvöld. Stöðvar 2-menn fóru nýlega með aðstoð björgunarsveitar á vélsleðum til að hitta Elísabetu Pétursdóttur, sem jafnan er kölluð Bettý, en hún er sauðfjárbóndi á Sæbóli. Síðastliðin tólf ár hafa hún og Þór sonur hennar verið einu íbúar þessa einangraða dals. Hann sækir grunnskóla á Flateyri og dvelur virka daga á heimili systur sinnar meðan á skólatíma stendur en kemur heim um helgar, þegar færð leyfir.Þór Engholm er orðinn 15 ára og lýkur grunnskólanámi frá Flateyri í vor.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þegar Bettý hóf sjálf búskap á Ingjaldssandi fyrir aldarfjórðungi bjuggu þar sex fjölskyldur og hún átti ekki von á öðru en að þar yrði áfram gróskumikið mannlíf. Það fór á annan veg og árið 2001 var hún ein orðin eftir með ungan son sinn en dóttirin var þá vaxin úr grasi. Bettý ræðir opinskátt í þættinum um hvernig fólk úr nærumhverfinu lagðist gegn því að hún byggi þarna áfram. Fólk hafi komið og sagt að það væri ekki forsvaranlegt að hún væri þarna ein að ala upp barnið; strákurinn yrði einstrengingslegur og sérlunda. Hún hafi svo verið kærð til barnaverndarnefndar, sem hafi komið í heimsókn og gert úttekt á aðstæðum. „Sem betur fer var það fólk sem var þar við völd og á bæjarskrifstofunum réttsýnisfólk og gott fólk,“ segir Bettý. Í þættinum verður einnig rætt við börnin hennar, soninn Þór og dótturina Kristínu, um hvernig sé að alast upp á Ingjaldssandi. Fyrri þáttinn, sem sýndur var síðastliðinn þriðjudag, má sjá hér.
Börn og uppeldi Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Fótgangandi yfir vestfirska heiði til að ná þorrablótinu Til að missa ekki af þorrablóti Önfirðinga vílar hún ekki fyrir sér að fara fótgangandi alein yfir fimmhundruð metra háa vestfirska heiði í skammdeginu. 18. mars 2014 19:20 Ein eftir í afskekktum dal á Vestfjörðum Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir. 17. mars 2014 07:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Sjá meira
Fótgangandi yfir vestfirska heiði til að ná þorrablótinu Til að missa ekki af þorrablóti Önfirðinga vílar hún ekki fyrir sér að fara fótgangandi alein yfir fimmhundruð metra háa vestfirska heiði í skammdeginu. 18. mars 2014 19:20
Ein eftir í afskekktum dal á Vestfjörðum Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir. 17. mars 2014 07:00