Matt Every stal sigrinum á Bay Hill 23. mars 2014 22:54 Matt Every fagnar titlinum í kvöld. AP/Vísir Bandaríkjamaðurinn Matt Every sigraði á Arnold Palmer Invitational mótinu sem fram fór á Bay Hill vellinum og kláraðist í kvöld. Every hafði áður leikið í 93 mótum án þess að sigra en hann lék hringina fjóra á samtals 13 höggum undir pari. Lokahringur upp á 70 högg eða tvo undir pari tryggði honum sigur á þessu sögufræga móti en í öðru sæti kom Keegan Bradley á 12 undir.Adam Scott á eflaust eftir að vilja gleyma lokahringnum sem fyrst en eftir að hafa leitt mótið frá fyrsta hring, þar sem hann setti glæsilegt vallarmet, gekk nánast ekkert upp hjá Ástralanum í dag. Hann kom inn á 76 höggum og endaði að lokum í þriðja sæti á samtals 11 höggum undir pari. Every var augljóslega í skýjunum eftir að hafa sigrað á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni. „Það er mögnuð tilfinning að sigra loksins mót á meðal þeirra allra bestu,“ sagði Every í viðtali við fréttamenn eftir hringinn í dag. „Ég hreinlega trúi því ekki ennþá að ég hafi unnið, þetta er svo mikill heiður. Ég er aðeins þrítugur og enn að taka framförum, vonandi er þetta aðeins byrjunin hjá mér.“ Næsta mót á PGA-mótaröðinni, Valero Texas Open, fer fram á TPC San Antonio vellinum í Texas og hefst á fimmtudaginn. Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Matt Every sigraði á Arnold Palmer Invitational mótinu sem fram fór á Bay Hill vellinum og kláraðist í kvöld. Every hafði áður leikið í 93 mótum án þess að sigra en hann lék hringina fjóra á samtals 13 höggum undir pari. Lokahringur upp á 70 högg eða tvo undir pari tryggði honum sigur á þessu sögufræga móti en í öðru sæti kom Keegan Bradley á 12 undir.Adam Scott á eflaust eftir að vilja gleyma lokahringnum sem fyrst en eftir að hafa leitt mótið frá fyrsta hring, þar sem hann setti glæsilegt vallarmet, gekk nánast ekkert upp hjá Ástralanum í dag. Hann kom inn á 76 höggum og endaði að lokum í þriðja sæti á samtals 11 höggum undir pari. Every var augljóslega í skýjunum eftir að hafa sigrað á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni. „Það er mögnuð tilfinning að sigra loksins mót á meðal þeirra allra bestu,“ sagði Every í viðtali við fréttamenn eftir hringinn í dag. „Ég hreinlega trúi því ekki ennþá að ég hafi unnið, þetta er svo mikill heiður. Ég er aðeins þrítugur og enn að taka framförum, vonandi er þetta aðeins byrjunin hjá mér.“ Næsta mót á PGA-mótaröðinni, Valero Texas Open, fer fram á TPC San Antonio vellinum í Texas og hefst á fimmtudaginn.
Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira