97 ára með tvær listasýningar í gangi Snærós Sindradóttir skrifar 21. mars 2014 09:22 Aðalbjörg Jónsdóttir sýnir hér kjól sem svipar mjög til kjóls sem Vigdís Finnbogadóttir klæddist opinberlega í forsetatíð sinni VÍSIR/Stefán Aðalbjörg Jónsdóttir, myndlistarkona og frumkvöðull í íslenskum hannyrðum, opnaði í gær sýningu á verkum sínum í félagsmiðstöð aldraðra við Dalbraut í Reykjavík. Á sýningunni má sjá fjölda málverka eftir Aðalbjörgu en einnig prjónakjóla og pils sem hún hefur hannað og prjónað um áratugaskeið. Aðalbjörg er 97 ára gömul, fædd þann 15. desember 1916 í Heiðarbæ í Steingrímsfirði á Ströndum. Faðir Aðalbjargar lést þegar hún var fimmtán ára og í kjölfarið fór hún að vinna fyrir sér í sveitinni. „Ég vann fyrst fyrir mér hjá móðursystur minni en ég fékk svo lágt kaup að ég sá fram á að geta ekki safnað mér fyrir Kvennaskólanum á Blönduósi sem ég ætlaði í.“Málverk eftir Aðalbjörgu, í einkaeignVÍSIR/stefánAðalbjörg réð sig í kjölfarið á þann bæ sem bauð besta kaupið. „Ég gekk í öll verk til jafns við karlmenn, sérstaklega heyskap.“ Karlmennirnir fengu 30 krónur í laun á viku. „Ég fékk 27 krónur á vikuna, það var mesta kaup sem kvenmaður fékk. Svo kynntist ég manni sem ég varð hrifin af og giftist honum svo síðar.“ Aðalbjörg giftist Hermanni Guðmundssyni og saman eignuðust þau sjö börn. Fimm þeirra eru enn á lífi. Hún hefur lifað tímana tvenna en dóttir hennar fékk lömunarveiki árið 1955, ári áður en bóluefni gegn veikinni kom til landsins. Aðalbjörg á sautján barnabörn, fjörutíu langömmubörn og tvö langalangömmubörn.Sigurborg Ágústa yngsta systir Aðalbjargar, Brynhildur Olgeirsdóttir, Aðalbjörg Jónsdóttir sjálf, Ísold Klara langömmubarn Aðalbjargar, Klara Njálsdóttir tengdadóttir og Ragnhildur Hermannsdóttir, dóttir AðalbjargarVISIR/StefánPrjónakjólar Aðalbjargar hafa notið frægðar en hún hefur meðal annars sýnt þá á Kjarvalsstöðum. Vigdís Finnbogadóttir klæddist kjól eftir hana opinberlega í forsetatíð sinni sem og Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona. Aðalbjörg byrjaði að mála árið 1970, þá rúmlega fimmtug. „Það var enginn tími til að gera það sem mann langaði til fyrr en börnin voru öll upp komin,“ segir hún. Sýning Aðalbjargar við Dalbraut lýkur í dag en kjólar eftir hana eru einnig til sýnis á jarðhæð Þjóðminjasafnsins. Þar má jafnframt sjá skissur Aðalbjargar af hinum ýmsu kjólum sem hún hefur hannað. Menning Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Aðalbjörg Jónsdóttir, myndlistarkona og frumkvöðull í íslenskum hannyrðum, opnaði í gær sýningu á verkum sínum í félagsmiðstöð aldraðra við Dalbraut í Reykjavík. Á sýningunni má sjá fjölda málverka eftir Aðalbjörgu en einnig prjónakjóla og pils sem hún hefur hannað og prjónað um áratugaskeið. Aðalbjörg er 97 ára gömul, fædd þann 15. desember 1916 í Heiðarbæ í Steingrímsfirði á Ströndum. Faðir Aðalbjargar lést þegar hún var fimmtán ára og í kjölfarið fór hún að vinna fyrir sér í sveitinni. „Ég vann fyrst fyrir mér hjá móðursystur minni en ég fékk svo lágt kaup að ég sá fram á að geta ekki safnað mér fyrir Kvennaskólanum á Blönduósi sem ég ætlaði í.“Málverk eftir Aðalbjörgu, í einkaeignVÍSIR/stefánAðalbjörg réð sig í kjölfarið á þann bæ sem bauð besta kaupið. „Ég gekk í öll verk til jafns við karlmenn, sérstaklega heyskap.“ Karlmennirnir fengu 30 krónur í laun á viku. „Ég fékk 27 krónur á vikuna, það var mesta kaup sem kvenmaður fékk. Svo kynntist ég manni sem ég varð hrifin af og giftist honum svo síðar.“ Aðalbjörg giftist Hermanni Guðmundssyni og saman eignuðust þau sjö börn. Fimm þeirra eru enn á lífi. Hún hefur lifað tímana tvenna en dóttir hennar fékk lömunarveiki árið 1955, ári áður en bóluefni gegn veikinni kom til landsins. Aðalbjörg á sautján barnabörn, fjörutíu langömmubörn og tvö langalangömmubörn.Sigurborg Ágústa yngsta systir Aðalbjargar, Brynhildur Olgeirsdóttir, Aðalbjörg Jónsdóttir sjálf, Ísold Klara langömmubarn Aðalbjargar, Klara Njálsdóttir tengdadóttir og Ragnhildur Hermannsdóttir, dóttir AðalbjargarVISIR/StefánPrjónakjólar Aðalbjargar hafa notið frægðar en hún hefur meðal annars sýnt þá á Kjarvalsstöðum. Vigdís Finnbogadóttir klæddist kjól eftir hana opinberlega í forsetatíð sinni sem og Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona. Aðalbjörg byrjaði að mála árið 1970, þá rúmlega fimmtug. „Það var enginn tími til að gera það sem mann langaði til fyrr en börnin voru öll upp komin,“ segir hún. Sýning Aðalbjargar við Dalbraut lýkur í dag en kjólar eftir hana eru einnig til sýnis á jarðhæð Þjóðminjasafnsins. Þar má jafnframt sjá skissur Aðalbjargar af hinum ýmsu kjólum sem hún hefur hannað.
Menning Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira