Red Bull áfrýjar máli Ricciardo Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. mars 2014 16:15 Daniel Ricciardo og Christian Horner keppnisstjóri Red Bull Vísir/Getty Red Bull liðið er búið að staðfesta þær fréttir að liðið hafi formlega áfrýjað úrskurði dómara formúlu eitt keppninnar í Ástralíu um síðustu helgi um að vísa Daniel Ricciardo úr keppni. Ricciardo kom annar í mark en var svo dæmdur úr leik eftir á. Ástæðan var sú að eldsneytisflæði í bíl hans fór yfir leyfileg mörk. Hámarkið er 100 kíló á klukkustund, en mælitæki Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) sýndu meira flæði í bíl Ricciardo. Red Bull var varað við því að mælir FIA sýndi meira flæði en 100 kg/klst. Liðið kaus að hunsa viðvörunina og byggir nú mál sitt á því að flæðimælirinn frá FIA sé bilaður. Red Bull fullyrðir að þeirra eigin mælir hafi aldrei sýnt flæði yfir leyfilegum mörkum í keppninni. Breytingar á reglum fyrir tímabilið fólu meðal annars í sér að þessari reglu var bætt við. Nú mega liðin aðeins nota 100 kg. af eldsneyti í keppninni en þau notuðust áður við um 140-150 kg. Þetta er gert til að verkfræðingar liðanna einbeiti sér að þróun tækni til að spara eldsneyti. Vonandi mun afraksturinn skila sér í götubíla almennings innan nokkurra ára. Ástæða þess að notast er við kílógrömm en ekki lítra í reglunum er sú að ummálið breytist eftir hitastigi, það gerir þyngdin hins vegar ekki. Það fer eftir niðurstöðu áfrýjunarinnar hvernig keppnin mun á endanum hafa farið. Eins og staðan er núna eru bæði Ricciardo og Red Bull stigalaus. Formúla Tengdar fréttir Daniel Ricciardo - dæmdur úr leik Heimamaðurinn Daniel Ricciardo hefur verið dæmdur úr leik fyrir að hafa notað of mikið eldsneyti í keppninni í morgun. Ástralinn endaði í öðru sæti keppninnar. 16. mars 2014 13:43 Rosberg sigraði í Ástralíu - Vettel kláraði ekki Nico Rosberg á Mercedes sigraði fyrstu keppni timabilsins í viðburðaríkum kappakstri í Ástralíu í morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull var annar og nýliðinn Kevin Magnussen á McLaren varð þriðji. 16. mars 2014 08:26 Formúlan hefst á morgun | Svona er staðan á liðunum Æfingar fyrir ástralska kappaksturinn hefjast á morgun, því er tímabært að líta yfir stöðuna í Formúlu 1 fyrir komandi tímabil. 13. mars 2014 18:30 Bílskúrinn: Fimm hlutir sem komu ljós í Ástralíu Tímabilið í Formúlu 1 hófst í gær þegar Ástralíukappaksturinn fór fram í Melbourne en hvað kom í ljós í fyrstu keppni tímabilsins? 17. mars 2014 18:00 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Red Bull liðið er búið að staðfesta þær fréttir að liðið hafi formlega áfrýjað úrskurði dómara formúlu eitt keppninnar í Ástralíu um síðustu helgi um að vísa Daniel Ricciardo úr keppni. Ricciardo kom annar í mark en var svo dæmdur úr leik eftir á. Ástæðan var sú að eldsneytisflæði í bíl hans fór yfir leyfileg mörk. Hámarkið er 100 kíló á klukkustund, en mælitæki Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) sýndu meira flæði í bíl Ricciardo. Red Bull var varað við því að mælir FIA sýndi meira flæði en 100 kg/klst. Liðið kaus að hunsa viðvörunina og byggir nú mál sitt á því að flæðimælirinn frá FIA sé bilaður. Red Bull fullyrðir að þeirra eigin mælir hafi aldrei sýnt flæði yfir leyfilegum mörkum í keppninni. Breytingar á reglum fyrir tímabilið fólu meðal annars í sér að þessari reglu var bætt við. Nú mega liðin aðeins nota 100 kg. af eldsneyti í keppninni en þau notuðust áður við um 140-150 kg. Þetta er gert til að verkfræðingar liðanna einbeiti sér að þróun tækni til að spara eldsneyti. Vonandi mun afraksturinn skila sér í götubíla almennings innan nokkurra ára. Ástæða þess að notast er við kílógrömm en ekki lítra í reglunum er sú að ummálið breytist eftir hitastigi, það gerir þyngdin hins vegar ekki. Það fer eftir niðurstöðu áfrýjunarinnar hvernig keppnin mun á endanum hafa farið. Eins og staðan er núna eru bæði Ricciardo og Red Bull stigalaus.
Formúla Tengdar fréttir Daniel Ricciardo - dæmdur úr leik Heimamaðurinn Daniel Ricciardo hefur verið dæmdur úr leik fyrir að hafa notað of mikið eldsneyti í keppninni í morgun. Ástralinn endaði í öðru sæti keppninnar. 16. mars 2014 13:43 Rosberg sigraði í Ástralíu - Vettel kláraði ekki Nico Rosberg á Mercedes sigraði fyrstu keppni timabilsins í viðburðaríkum kappakstri í Ástralíu í morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull var annar og nýliðinn Kevin Magnussen á McLaren varð þriðji. 16. mars 2014 08:26 Formúlan hefst á morgun | Svona er staðan á liðunum Æfingar fyrir ástralska kappaksturinn hefjast á morgun, því er tímabært að líta yfir stöðuna í Formúlu 1 fyrir komandi tímabil. 13. mars 2014 18:30 Bílskúrinn: Fimm hlutir sem komu ljós í Ástralíu Tímabilið í Formúlu 1 hófst í gær þegar Ástralíukappaksturinn fór fram í Melbourne en hvað kom í ljós í fyrstu keppni tímabilsins? 17. mars 2014 18:00 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Daniel Ricciardo - dæmdur úr leik Heimamaðurinn Daniel Ricciardo hefur verið dæmdur úr leik fyrir að hafa notað of mikið eldsneyti í keppninni í morgun. Ástralinn endaði í öðru sæti keppninnar. 16. mars 2014 13:43
Rosberg sigraði í Ástralíu - Vettel kláraði ekki Nico Rosberg á Mercedes sigraði fyrstu keppni timabilsins í viðburðaríkum kappakstri í Ástralíu í morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull var annar og nýliðinn Kevin Magnussen á McLaren varð þriðji. 16. mars 2014 08:26
Formúlan hefst á morgun | Svona er staðan á liðunum Æfingar fyrir ástralska kappaksturinn hefjast á morgun, því er tímabært að líta yfir stöðuna í Formúlu 1 fyrir komandi tímabil. 13. mars 2014 18:30
Bílskúrinn: Fimm hlutir sem komu ljós í Ástralíu Tímabilið í Formúlu 1 hófst í gær þegar Ástralíukappaksturinn fór fram í Melbourne en hvað kom í ljós í fyrstu keppni tímabilsins? 17. mars 2014 18:00