Red Bull áfrýjar máli Ricciardo Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. mars 2014 16:15 Daniel Ricciardo og Christian Horner keppnisstjóri Red Bull Vísir/Getty Red Bull liðið er búið að staðfesta þær fréttir að liðið hafi formlega áfrýjað úrskurði dómara formúlu eitt keppninnar í Ástralíu um síðustu helgi um að vísa Daniel Ricciardo úr keppni. Ricciardo kom annar í mark en var svo dæmdur úr leik eftir á. Ástæðan var sú að eldsneytisflæði í bíl hans fór yfir leyfileg mörk. Hámarkið er 100 kíló á klukkustund, en mælitæki Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) sýndu meira flæði í bíl Ricciardo. Red Bull var varað við því að mælir FIA sýndi meira flæði en 100 kg/klst. Liðið kaus að hunsa viðvörunina og byggir nú mál sitt á því að flæðimælirinn frá FIA sé bilaður. Red Bull fullyrðir að þeirra eigin mælir hafi aldrei sýnt flæði yfir leyfilegum mörkum í keppninni. Breytingar á reglum fyrir tímabilið fólu meðal annars í sér að þessari reglu var bætt við. Nú mega liðin aðeins nota 100 kg. af eldsneyti í keppninni en þau notuðust áður við um 140-150 kg. Þetta er gert til að verkfræðingar liðanna einbeiti sér að þróun tækni til að spara eldsneyti. Vonandi mun afraksturinn skila sér í götubíla almennings innan nokkurra ára. Ástæða þess að notast er við kílógrömm en ekki lítra í reglunum er sú að ummálið breytist eftir hitastigi, það gerir þyngdin hins vegar ekki. Það fer eftir niðurstöðu áfrýjunarinnar hvernig keppnin mun á endanum hafa farið. Eins og staðan er núna eru bæði Ricciardo og Red Bull stigalaus. Formúla Tengdar fréttir Daniel Ricciardo - dæmdur úr leik Heimamaðurinn Daniel Ricciardo hefur verið dæmdur úr leik fyrir að hafa notað of mikið eldsneyti í keppninni í morgun. Ástralinn endaði í öðru sæti keppninnar. 16. mars 2014 13:43 Rosberg sigraði í Ástralíu - Vettel kláraði ekki Nico Rosberg á Mercedes sigraði fyrstu keppni timabilsins í viðburðaríkum kappakstri í Ástralíu í morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull var annar og nýliðinn Kevin Magnussen á McLaren varð þriðji. 16. mars 2014 08:26 Formúlan hefst á morgun | Svona er staðan á liðunum Æfingar fyrir ástralska kappaksturinn hefjast á morgun, því er tímabært að líta yfir stöðuna í Formúlu 1 fyrir komandi tímabil. 13. mars 2014 18:30 Bílskúrinn: Fimm hlutir sem komu ljós í Ástralíu Tímabilið í Formúlu 1 hófst í gær þegar Ástralíukappaksturinn fór fram í Melbourne en hvað kom í ljós í fyrstu keppni tímabilsins? 17. mars 2014 18:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Red Bull liðið er búið að staðfesta þær fréttir að liðið hafi formlega áfrýjað úrskurði dómara formúlu eitt keppninnar í Ástralíu um síðustu helgi um að vísa Daniel Ricciardo úr keppni. Ricciardo kom annar í mark en var svo dæmdur úr leik eftir á. Ástæðan var sú að eldsneytisflæði í bíl hans fór yfir leyfileg mörk. Hámarkið er 100 kíló á klukkustund, en mælitæki Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) sýndu meira flæði í bíl Ricciardo. Red Bull var varað við því að mælir FIA sýndi meira flæði en 100 kg/klst. Liðið kaus að hunsa viðvörunina og byggir nú mál sitt á því að flæðimælirinn frá FIA sé bilaður. Red Bull fullyrðir að þeirra eigin mælir hafi aldrei sýnt flæði yfir leyfilegum mörkum í keppninni. Breytingar á reglum fyrir tímabilið fólu meðal annars í sér að þessari reglu var bætt við. Nú mega liðin aðeins nota 100 kg. af eldsneyti í keppninni en þau notuðust áður við um 140-150 kg. Þetta er gert til að verkfræðingar liðanna einbeiti sér að þróun tækni til að spara eldsneyti. Vonandi mun afraksturinn skila sér í götubíla almennings innan nokkurra ára. Ástæða þess að notast er við kílógrömm en ekki lítra í reglunum er sú að ummálið breytist eftir hitastigi, það gerir þyngdin hins vegar ekki. Það fer eftir niðurstöðu áfrýjunarinnar hvernig keppnin mun á endanum hafa farið. Eins og staðan er núna eru bæði Ricciardo og Red Bull stigalaus.
Formúla Tengdar fréttir Daniel Ricciardo - dæmdur úr leik Heimamaðurinn Daniel Ricciardo hefur verið dæmdur úr leik fyrir að hafa notað of mikið eldsneyti í keppninni í morgun. Ástralinn endaði í öðru sæti keppninnar. 16. mars 2014 13:43 Rosberg sigraði í Ástralíu - Vettel kláraði ekki Nico Rosberg á Mercedes sigraði fyrstu keppni timabilsins í viðburðaríkum kappakstri í Ástralíu í morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull var annar og nýliðinn Kevin Magnussen á McLaren varð þriðji. 16. mars 2014 08:26 Formúlan hefst á morgun | Svona er staðan á liðunum Æfingar fyrir ástralska kappaksturinn hefjast á morgun, því er tímabært að líta yfir stöðuna í Formúlu 1 fyrir komandi tímabil. 13. mars 2014 18:30 Bílskúrinn: Fimm hlutir sem komu ljós í Ástralíu Tímabilið í Formúlu 1 hófst í gær þegar Ástralíukappaksturinn fór fram í Melbourne en hvað kom í ljós í fyrstu keppni tímabilsins? 17. mars 2014 18:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Daniel Ricciardo - dæmdur úr leik Heimamaðurinn Daniel Ricciardo hefur verið dæmdur úr leik fyrir að hafa notað of mikið eldsneyti í keppninni í morgun. Ástralinn endaði í öðru sæti keppninnar. 16. mars 2014 13:43
Rosberg sigraði í Ástralíu - Vettel kláraði ekki Nico Rosberg á Mercedes sigraði fyrstu keppni timabilsins í viðburðaríkum kappakstri í Ástralíu í morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull var annar og nýliðinn Kevin Magnussen á McLaren varð þriðji. 16. mars 2014 08:26
Formúlan hefst á morgun | Svona er staðan á liðunum Æfingar fyrir ástralska kappaksturinn hefjast á morgun, því er tímabært að líta yfir stöðuna í Formúlu 1 fyrir komandi tímabil. 13. mars 2014 18:30
Bílskúrinn: Fimm hlutir sem komu ljós í Ástralíu Tímabilið í Formúlu 1 hófst í gær þegar Ástralíukappaksturinn fór fram í Melbourne en hvað kom í ljós í fyrstu keppni tímabilsins? 17. mars 2014 18:00