Nicklaus: Tiger Woods getur enn bætt metið mitt Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2014 16:15 Jack Nicklaus og Tiger Woods hafa unnið 32 risatitla samtals. Vísir/Getty Jack Nicklaus, af mörgum talinn besti kylfingur sögunnar, trúir því enn að Tiger Woods geti unnið fleiri risamót en hann áður en ferli Tigers lýkur. Nicklaus vann 18 risamót á sínum langa og farsæla ferli, þar af Masters-mótið sex sinnum en það hefst í dag. Nicklaus er rétt eins og Tiger einn af aðeins þremur mönnum sem unnið hefur Masters-mótið tvö ár í röð. Tiger fær ekki tækifæri til að bæta 15. risatitlinum í safnið um helgina því hann er fjarverandi vegna bakmeiðsla. Þetta er í fyrsta skiptið í 20 ár sem Tiger er ekki með á Mastersmótinu. „Ég held enn að hann geti bætt metið mitt. Svo lengi sem hann er heill heilsu. Ég finn til með Tiger. Hann hefur virkilega verið að stefna að því að ná metinu,“ sagði Nicklaus í útvarpsviðtali við ESPN í gær. Tiger vann síðast risamót árið 2008 þegar hann fagnaði sigri á opna bandaríska meistaramótinu. Síðan þá hefur þessum 38 ára gamla kylfingi ekki tekist að bæta risatitli í safnið. Hann hefur aftur á móti verið sjóðheitur á PGA-mótaröðinni undanfarin misseri en hann er búin að vinna 79 slík mót og komst upp í annað sætið yfir fjölda sigra á mótaröðinni í fyrra. Nicklas vann 73 PGA-mót en á toppnum er Sam Snead sem vann 82 PGA-mót árin 1936–1965. Golf Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Jack Nicklaus, af mörgum talinn besti kylfingur sögunnar, trúir því enn að Tiger Woods geti unnið fleiri risamót en hann áður en ferli Tigers lýkur. Nicklaus vann 18 risamót á sínum langa og farsæla ferli, þar af Masters-mótið sex sinnum en það hefst í dag. Nicklaus er rétt eins og Tiger einn af aðeins þremur mönnum sem unnið hefur Masters-mótið tvö ár í röð. Tiger fær ekki tækifæri til að bæta 15. risatitlinum í safnið um helgina því hann er fjarverandi vegna bakmeiðsla. Þetta er í fyrsta skiptið í 20 ár sem Tiger er ekki með á Mastersmótinu. „Ég held enn að hann geti bætt metið mitt. Svo lengi sem hann er heill heilsu. Ég finn til með Tiger. Hann hefur virkilega verið að stefna að því að ná metinu,“ sagði Nicklaus í útvarpsviðtali við ESPN í gær. Tiger vann síðast risamót árið 2008 þegar hann fagnaði sigri á opna bandaríska meistaramótinu. Síðan þá hefur þessum 38 ára gamla kylfingi ekki tekist að bæta risatitli í safnið. Hann hefur aftur á móti verið sjóðheitur á PGA-mótaröðinni undanfarin misseri en hann er búin að vinna 79 slík mót og komst upp í annað sætið yfir fjölda sigra á mótaröðinni í fyrra. Nicklas vann 73 PGA-mót en á toppnum er Sam Snead sem vann 82 PGA-mót árin 1936–1965.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira