McIlroy: Skiptir engu máli hverjum er spáð sigri Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2014 11:15 Rory McIlroy á æfingahring í gær ásamt kylfusveini sínum. Vísir/Getty Rory McIlroy kemur nokkuð heitur til leiks á Masters-mótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn en hann lauk leik á Houston-mótinu um síðustu helgi með frábærum lokahring. Rory gekk ekkert framan af móti en hann fór síðasta hringinn á sunnudaginn á sjö höggum undir pari og lyfti sér upp í sjöunda sæti. „Þetta var góð leið til að undirbúa sig fyrir vikuna. Það gekk ekkert upp í Houston fyrr en á lokdeginum. Síðasti hringurinn í Houston var eitthvað sem ég vissi að ég gæti en ekki hvernig ég átti að kalla fram. Þessi hringur gefur mér aukið sjálfstraust fyrir Masters-mótið,“ segir McIlroy í viðtali við BBC. „Mér finnst ég vera að toppa núna. Ég tók einn og hálfan tíma á æfingasvæðinu í dag og var að slá boltann vel. Mér hefur sjaldan liðið jafnvel með spilamennsku mína fyrir Masters-mót eins og núna,“ segir hann. McIlroy er spáð sigri af mörgum veðbönkum en þessi 24 ára gamli Norður-Íri hefur aldrei unnið Masters-mótið. Hann hefur í tvígang unnið risamót: Opna bandaríska árið 2011 og PGA-meistaramótið árið 2012. „Núna snýst þetta bara um að halda væntingunum niðri og fara ekki fram úr sjálfum mér. Ég þarf að spara orkuna og nýta hana á keppnisdögunum fjórum.“ „Ég hef verið talinn líklegastur til að vinna mörg mót áður þannig það er ekkert nýtt fyrir mér. Þetta snýst meira um hvernig mér líður með spilamennskuna. Ég verð bara að halda áfram að spila eins og ég hef verið að gera. Hvern veðmangararnir telja líklegastan til sigurs skiptir engu máli, segir Rory McIlroy. Golf Tengdar fréttir Aldrei fleiri nýliðar á Masters Það verða alls 24 nýliðar sem leika á Masters mótinu í ár og hafa þeir aldrei verið fleiri. Liðin eru 35 ár frá því að nýliði stóð uppi sem sigurvegari í mótinu. 8. apríl 2014 07:30 Masters-vikan byrjaði með þrumuveðri Fyrsta æfingahring fyrir Masters mótið, sem hefst á fimmtudag, var aflýst í dag vegna þrumuveðurs. Þetta er í fyrsta sinn í 11 ár sem aflýsa þarf æfingahring. 7. apríl 2014 22:31 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy kemur nokkuð heitur til leiks á Masters-mótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn en hann lauk leik á Houston-mótinu um síðustu helgi með frábærum lokahring. Rory gekk ekkert framan af móti en hann fór síðasta hringinn á sunnudaginn á sjö höggum undir pari og lyfti sér upp í sjöunda sæti. „Þetta var góð leið til að undirbúa sig fyrir vikuna. Það gekk ekkert upp í Houston fyrr en á lokdeginum. Síðasti hringurinn í Houston var eitthvað sem ég vissi að ég gæti en ekki hvernig ég átti að kalla fram. Þessi hringur gefur mér aukið sjálfstraust fyrir Masters-mótið,“ segir McIlroy í viðtali við BBC. „Mér finnst ég vera að toppa núna. Ég tók einn og hálfan tíma á æfingasvæðinu í dag og var að slá boltann vel. Mér hefur sjaldan liðið jafnvel með spilamennsku mína fyrir Masters-mót eins og núna,“ segir hann. McIlroy er spáð sigri af mörgum veðbönkum en þessi 24 ára gamli Norður-Íri hefur aldrei unnið Masters-mótið. Hann hefur í tvígang unnið risamót: Opna bandaríska árið 2011 og PGA-meistaramótið árið 2012. „Núna snýst þetta bara um að halda væntingunum niðri og fara ekki fram úr sjálfum mér. Ég þarf að spara orkuna og nýta hana á keppnisdögunum fjórum.“ „Ég hef verið talinn líklegastur til að vinna mörg mót áður þannig það er ekkert nýtt fyrir mér. Þetta snýst meira um hvernig mér líður með spilamennskuna. Ég verð bara að halda áfram að spila eins og ég hef verið að gera. Hvern veðmangararnir telja líklegastan til sigurs skiptir engu máli, segir Rory McIlroy.
Golf Tengdar fréttir Aldrei fleiri nýliðar á Masters Það verða alls 24 nýliðar sem leika á Masters mótinu í ár og hafa þeir aldrei verið fleiri. Liðin eru 35 ár frá því að nýliði stóð uppi sem sigurvegari í mótinu. 8. apríl 2014 07:30 Masters-vikan byrjaði með þrumuveðri Fyrsta æfingahring fyrir Masters mótið, sem hefst á fimmtudag, var aflýst í dag vegna þrumuveðurs. Þetta er í fyrsta sinn í 11 ár sem aflýsa þarf æfingahring. 7. apríl 2014 22:31 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Aldrei fleiri nýliðar á Masters Það verða alls 24 nýliðar sem leika á Masters mótinu í ár og hafa þeir aldrei verið fleiri. Liðin eru 35 ár frá því að nýliði stóð uppi sem sigurvegari í mótinu. 8. apríl 2014 07:30
Masters-vikan byrjaði með þrumuveðri Fyrsta æfingahring fyrir Masters mótið, sem hefst á fimmtudag, var aflýst í dag vegna þrumuveðurs. Þetta er í fyrsta sinn í 11 ár sem aflýsa þarf æfingahring. 7. apríl 2014 22:31