Bílskúrinn: Hvað er að frétta eftir Bahrain? Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. apríl 2014 22:30 Mercedes liðið stillir sér upp fyrir myndatöku eftir keppnina. Vísir/Getty Breski ökumaðurinn Lewis Hamilton á Mercedes vann keppnina í Bahrain, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sergio Perez á Force India varð þriðji. Keppnin einkenndist af baráttu liðsfélaga. Mercedes menn börðust innbyrðis til loka. Fleiri liðsfélagar sem börðust í gegnum keppnina voru Force India menn, Williams menn og Ferrari menn. Við förum yfir málin í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Williams bíll með Mercedes vél nálgast Raikkonen á FerrariVísir/GettyMercedes vélarnarSex af þeim 10 bílum sem náðu í stig í kappakstrinum nota Mercedes vélar. Þær hafa greinilega meiri hraða. Það sást best á löngu beinu köflum brautarinnar í Bahrain. Hvorki Renault vélarnar né Ferrari vélarnar höfðu afl til að halda í við bíla með Mercedes vélar. Ferrari ökumaðurinn Fernando Alonso talaði um það eftir keppnina að brautir eins og þessar væru ekki hentugar fyrir Ferrari vélina.Vísir/AFPPastor MaldonadoPastor Maldonado fær sinn eigin kafla í Bílskúrnum í dag. Skapbráði Venesúela maðurinn hjá Lotus fór mikinn. Hann ók á Jean-Eric Vergne á fyrsta hring og sprengdi dekk á Toro Rosso bíl Vergne. Hann hlaut svo refsingu fyrir að velta bíl Esteban Guterrez. Maldonado ætlaði þá að ná innri aksturslínunni í gegnum fyrstu beygju. Hann var að koma af þjónustusvæðinu, Gutierrez var á eðlilegri aksturslínu þegar Maldonado keyrir inní hlið Sauber bílsins. Bíllinn valt en Gutierrez slapp ómeiddur. Maldonado verður færður aftur um fimm sæti á ráslínu í næstu keppni. Einnig fékk hann þrjá punkta á leyfið sitt.Ricciardo kominn fram úr VettelVísir/GettyLiðsskipanirMeð baráttu liðsfélaga um alla braut var áhugavert að heyra hvernig liðin reyndu að passa að enginn óhöpp yrðu. Tæknistjóri Mercedes, Paddy Lowe sagði við sína menn „verið vissir um að koma báðum bílum til loka.“ Annars fengu þeir að keppa sín á milli að vild. Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel fékk skilaboð um að hleypa nýja liðsfélaga sínum, Daniel Ricciardo fram úr. Vettel gerði það án þess að mótmæla. Williams gaf ekki út neinar liðskipanir í keppninni. Liðið hafði í síðustu viku beðið ökumenn sína afsökunnar á að hafa notað liðskipanir í síðustu keppni. Ferrari menn fengu að keppa sín á milli án afskipta liðsins.Magnussen í keppninni í BahrainVísir/gettyMcLaren bílarnirBáðir bílar McLaren hættu keppni, með stuttu millibili. Kevin Magnussen hætti um það leyti sem öryggisbíllinn kom út og Jenson Button hætti skömmu eftir að öryggisbíllinn kom inn. McLaren gaf svo út að kúplingin hefði bilað í báðum bílunum. Það er því áhyggjuefni fyrir þá uppá framhaldið hversu lengi kúplingin endist.Öryggisbíllinn gerði lokasprettinn mjög spennandiVísir/GettyÁhrif öryggisbílsinsÞegar að öryggisbíllinn kom út vegna veltu Gutierrez, var Hamilton með nægt forskot á Rosberg. Svo þegar öryggisbíllinn fór inn aftur eftir að búið var að hreinsa brautina hafði hópurinn þjappast saman. Rosberg var alveg við Hamilton. Hamilton varð að notast við harðari dekkin en Rosberg hafði þegar notað þau og var því á mýkri gerðinni, sem var hraðskreiðari. Þegar keppnin hófst að nýju voru 11 hringir eftir og allir í einni halarófu, spennan var því gríðarleg. Þá kom í ljós hversu mikla yfirburði Mercedes bílarnir hafa. Þeir voru í innbyrðis keppni og þurftu ekki að spara eldsneyti. Þegar keppninni lauk munaði einni sekúndu á milli þeirra en Perez í þriðja sæti var 23,9 sekúndum á eftir Hamilton. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton vann í Bahrain Lewis Hamilton á Mercedes vann í Bahrain, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar. Sergio Perez á Force India varð þriðji. 6. apríl 2014 17:09 Mercedes-menn fljótastir í Barein Mercedes-mennirnir Lewis Hamilton og Nico Rosberg voru fljótastir á báðum æfingum dagsins í Barein í dag. Þriðji varð Fernando Alonso á Ferrari. 4. apríl 2014 21:45 Nico Rosberg á ráspól Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól og liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar. Daniel Ricciardo varð þriðji. Valtteri Bottas varð fjórði. Bottas mun þó ræsa þriðji í keppninni í Bahrain á morgun. 5. apríl 2014 16:27 Forseti Ferrari: Sársaukafullt að sjá hversu hægur bíllinn er Ferrari-ökuþórarnir Fernando Alonso og Kimi Raikkonen eru varla samkeppnishæfir í Formúlu 1 eins og kom í ljós í Barein þar sem margir veikleikar nýja bílsins voru afjúpaðir. 7. apríl 2014 15:45 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Breski ökumaðurinn Lewis Hamilton á Mercedes vann keppnina í Bahrain, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sergio Perez á Force India varð þriðji. Keppnin einkenndist af baráttu liðsfélaga. Mercedes menn börðust innbyrðis til loka. Fleiri liðsfélagar sem börðust í gegnum keppnina voru Force India menn, Williams menn og Ferrari menn. Við förum yfir málin í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Williams bíll með Mercedes vél nálgast Raikkonen á FerrariVísir/GettyMercedes vélarnarSex af þeim 10 bílum sem náðu í stig í kappakstrinum nota Mercedes vélar. Þær hafa greinilega meiri hraða. Það sást best á löngu beinu köflum brautarinnar í Bahrain. Hvorki Renault vélarnar né Ferrari vélarnar höfðu afl til að halda í við bíla með Mercedes vélar. Ferrari ökumaðurinn Fernando Alonso talaði um það eftir keppnina að brautir eins og þessar væru ekki hentugar fyrir Ferrari vélina.Vísir/AFPPastor MaldonadoPastor Maldonado fær sinn eigin kafla í Bílskúrnum í dag. Skapbráði Venesúela maðurinn hjá Lotus fór mikinn. Hann ók á Jean-Eric Vergne á fyrsta hring og sprengdi dekk á Toro Rosso bíl Vergne. Hann hlaut svo refsingu fyrir að velta bíl Esteban Guterrez. Maldonado ætlaði þá að ná innri aksturslínunni í gegnum fyrstu beygju. Hann var að koma af þjónustusvæðinu, Gutierrez var á eðlilegri aksturslínu þegar Maldonado keyrir inní hlið Sauber bílsins. Bíllinn valt en Gutierrez slapp ómeiddur. Maldonado verður færður aftur um fimm sæti á ráslínu í næstu keppni. Einnig fékk hann þrjá punkta á leyfið sitt.Ricciardo kominn fram úr VettelVísir/GettyLiðsskipanirMeð baráttu liðsfélaga um alla braut var áhugavert að heyra hvernig liðin reyndu að passa að enginn óhöpp yrðu. Tæknistjóri Mercedes, Paddy Lowe sagði við sína menn „verið vissir um að koma báðum bílum til loka.“ Annars fengu þeir að keppa sín á milli að vild. Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel fékk skilaboð um að hleypa nýja liðsfélaga sínum, Daniel Ricciardo fram úr. Vettel gerði það án þess að mótmæla. Williams gaf ekki út neinar liðskipanir í keppninni. Liðið hafði í síðustu viku beðið ökumenn sína afsökunnar á að hafa notað liðskipanir í síðustu keppni. Ferrari menn fengu að keppa sín á milli án afskipta liðsins.Magnussen í keppninni í BahrainVísir/gettyMcLaren bílarnirBáðir bílar McLaren hættu keppni, með stuttu millibili. Kevin Magnussen hætti um það leyti sem öryggisbíllinn kom út og Jenson Button hætti skömmu eftir að öryggisbíllinn kom inn. McLaren gaf svo út að kúplingin hefði bilað í báðum bílunum. Það er því áhyggjuefni fyrir þá uppá framhaldið hversu lengi kúplingin endist.Öryggisbíllinn gerði lokasprettinn mjög spennandiVísir/GettyÁhrif öryggisbílsinsÞegar að öryggisbíllinn kom út vegna veltu Gutierrez, var Hamilton með nægt forskot á Rosberg. Svo þegar öryggisbíllinn fór inn aftur eftir að búið var að hreinsa brautina hafði hópurinn þjappast saman. Rosberg var alveg við Hamilton. Hamilton varð að notast við harðari dekkin en Rosberg hafði þegar notað þau og var því á mýkri gerðinni, sem var hraðskreiðari. Þegar keppnin hófst að nýju voru 11 hringir eftir og allir í einni halarófu, spennan var því gríðarleg. Þá kom í ljós hversu mikla yfirburði Mercedes bílarnir hafa. Þeir voru í innbyrðis keppni og þurftu ekki að spara eldsneyti. Þegar keppninni lauk munaði einni sekúndu á milli þeirra en Perez í þriðja sæti var 23,9 sekúndum á eftir Hamilton.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton vann í Bahrain Lewis Hamilton á Mercedes vann í Bahrain, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar. Sergio Perez á Force India varð þriðji. 6. apríl 2014 17:09 Mercedes-menn fljótastir í Barein Mercedes-mennirnir Lewis Hamilton og Nico Rosberg voru fljótastir á báðum æfingum dagsins í Barein í dag. Þriðji varð Fernando Alonso á Ferrari. 4. apríl 2014 21:45 Nico Rosberg á ráspól Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól og liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar. Daniel Ricciardo varð þriðji. Valtteri Bottas varð fjórði. Bottas mun þó ræsa þriðji í keppninni í Bahrain á morgun. 5. apríl 2014 16:27 Forseti Ferrari: Sársaukafullt að sjá hversu hægur bíllinn er Ferrari-ökuþórarnir Fernando Alonso og Kimi Raikkonen eru varla samkeppnishæfir í Formúlu 1 eins og kom í ljós í Barein þar sem margir veikleikar nýja bílsins voru afjúpaðir. 7. apríl 2014 15:45 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton vann í Bahrain Lewis Hamilton á Mercedes vann í Bahrain, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar. Sergio Perez á Force India varð þriðji. 6. apríl 2014 17:09
Mercedes-menn fljótastir í Barein Mercedes-mennirnir Lewis Hamilton og Nico Rosberg voru fljótastir á báðum æfingum dagsins í Barein í dag. Þriðji varð Fernando Alonso á Ferrari. 4. apríl 2014 21:45
Nico Rosberg á ráspól Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól og liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar. Daniel Ricciardo varð þriðji. Valtteri Bottas varð fjórði. Bottas mun þó ræsa þriðji í keppninni í Bahrain á morgun. 5. apríl 2014 16:27
Forseti Ferrari: Sársaukafullt að sjá hversu hægur bíllinn er Ferrari-ökuþórarnir Fernando Alonso og Kimi Raikkonen eru varla samkeppnishæfir í Formúlu 1 eins og kom í ljós í Barein þar sem margir veikleikar nýja bílsins voru afjúpaðir. 7. apríl 2014 15:45