Durant komst fram úr Jordan í tapleik | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. apríl 2014 09:06 Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta, komst í nótt fram úr Michael Jordan með því að skora 25 stig eða meira í 41 leik í röð. Jordan skoraði 25 stig eða meira í 40 leikjum í röð tímabilið 1986/1987. Durant gerði gott betur en það og skoraði 38 stig í nótt auk þess sem hann tók 11 fráköst en það dugði ekki til því spútniklið Phoenix Suns gerði sér lítið fyrir og vann OKC á heimavelli, 122-115.Goran Dragic heldur áfram að spila eins og sá sem valdið hefur í Phoenix. Slóveninn sem hefur komið svo skemmtilega á óvart á tímabilinu var stigahæstur heimamanna með 26 stig og það er ekki síst honum að þakka að liðið á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Tíu flottustu tilþrif næturinnar Indiana Pacers er búið að missa efsta sætið í austurdeildinni til Miami Heat en liðið hefur átt skelfilegu gengi að fagna undanfarið og tapað sjö af síðustu tíu leikjum sínum. Indiana tapaði fyrir Atlanta Hawks í nótt, 107-88, sem er sérstaklega slæmt því Atlanta er búið að vera eitt alversta liðið eftir áramót. Haukarnir unnu meira að segja á hinum erfiða heimavelli í Indiana, 107-88.Jeff Teague skoraði 25 stig fyrir gestina en Paul George skoraði 18 stig fyrir Indiana. Stóri maðurinn, Roy Hibbert, er ólíkur sjálfum sér þessa dagana en miðherjinn öflugi skoraði ekki körfu í fimm tilraunum og tók ekki eitt frákast á þeim níu mínútum sem hann spilaði í nótt. Miami Heat er því búið að hirða efsta sætið af Indiana í austrinu og verður með heimaleikjarétt út alla úrslitakeppnina í austurdeildinni fari Indiana ekki að taka sig á. Það er einmitt það sem Indiana vill ekki; að lenda mögulega í leik sjö í úrslitum austurdeildarinnar í Miami eins og gerðist í fyrra. Miami vann New York Knicks í nótt, 102-91, þar sem LeBron James var sjóðheitur með 38 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar. J.R. Smith skoraði 32 stig fyrir New York sem er enn í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppninni.Úrslit næturinnar: Miami Heat - New York Knicks 91-102 Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 120-97 Sacramento Kings - Dallas Mavericks 91-93 Indiana Pacers - Atlanta Hawks 88-107 Houston Rockets - Denver Nuggets 130-125 San Antonio Spurs - Memphis Grizzlies 112-92 Golden State Warriors - Utah Jazz 130-102 Phoenix Suns - Oklahoma City Thunder 122-115 Portland Trail Blazers - New Orleans Pelicans 100-94Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta, komst í nótt fram úr Michael Jordan með því að skora 25 stig eða meira í 41 leik í röð. Jordan skoraði 25 stig eða meira í 40 leikjum í röð tímabilið 1986/1987. Durant gerði gott betur en það og skoraði 38 stig í nótt auk þess sem hann tók 11 fráköst en það dugði ekki til því spútniklið Phoenix Suns gerði sér lítið fyrir og vann OKC á heimavelli, 122-115.Goran Dragic heldur áfram að spila eins og sá sem valdið hefur í Phoenix. Slóveninn sem hefur komið svo skemmtilega á óvart á tímabilinu var stigahæstur heimamanna með 26 stig og það er ekki síst honum að þakka að liðið á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Tíu flottustu tilþrif næturinnar Indiana Pacers er búið að missa efsta sætið í austurdeildinni til Miami Heat en liðið hefur átt skelfilegu gengi að fagna undanfarið og tapað sjö af síðustu tíu leikjum sínum. Indiana tapaði fyrir Atlanta Hawks í nótt, 107-88, sem er sérstaklega slæmt því Atlanta er búið að vera eitt alversta liðið eftir áramót. Haukarnir unnu meira að segja á hinum erfiða heimavelli í Indiana, 107-88.Jeff Teague skoraði 25 stig fyrir gestina en Paul George skoraði 18 stig fyrir Indiana. Stóri maðurinn, Roy Hibbert, er ólíkur sjálfum sér þessa dagana en miðherjinn öflugi skoraði ekki körfu í fimm tilraunum og tók ekki eitt frákast á þeim níu mínútum sem hann spilaði í nótt. Miami Heat er því búið að hirða efsta sætið af Indiana í austrinu og verður með heimaleikjarétt út alla úrslitakeppnina í austurdeildinni fari Indiana ekki að taka sig á. Það er einmitt það sem Indiana vill ekki; að lenda mögulega í leik sjö í úrslitum austurdeildarinnar í Miami eins og gerðist í fyrra. Miami vann New York Knicks í nótt, 102-91, þar sem LeBron James var sjóðheitur með 38 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar. J.R. Smith skoraði 32 stig fyrir New York sem er enn í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppninni.Úrslit næturinnar: Miami Heat - New York Knicks 91-102 Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 120-97 Sacramento Kings - Dallas Mavericks 91-93 Indiana Pacers - Atlanta Hawks 88-107 Houston Rockets - Denver Nuggets 130-125 San Antonio Spurs - Memphis Grizzlies 112-92 Golden State Warriors - Utah Jazz 130-102 Phoenix Suns - Oklahoma City Thunder 122-115 Portland Trail Blazers - New Orleans Pelicans 100-94Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira