Körfubolti

Bobcats í úrslitakeppnina í annað sinn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Hörkuleikur í Cleveland
Hörkuleikur í Cleveland vísir/afp
Charlotte Bobcats tryggði sér í nótt sæti í úrslitakeppni NBA körfuboltans í Bandaríkjunum í annað sinn í sögu félagsins. Liðið lagði Cleveland Cavaliers 96-94 í framlengdum leik á útivelli í nótt.

Al Jefferson skoraði 24 stig fyrir Bobcats, þar af 7 í framlengingunni fyrir þetta tíu ára gamla félag. Jefferson tók að auki 15 fráköst. Kemba Walker skoraði 20 stig.

Leikstjórnandinn Kyrie Irving snéri aftur eftir meiðsli hjá Cavaliers og skoraði 44 stig auk þess að gefa 8 stoðsendingar og hirða 7 fráköst en hann fékk litla hjálp í leiknum.



Önnur úrslit í nótt:

Orlando Magic – Minnesota Timberwolves 100-92

Washington Wizards – Chicago Bulls 78-96

Detroit Pistons – Boston Celtics 115-111

Philadelphia 76ers – Brooklyn Nets 101-105

Milwaukee Bucks – Toronto Raptors 98-02

Helstu tilþrif næturinnar


NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×