Dagný tryggði Íslandi mikilvægan sigur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2014 19:42 Dagný Brynjarsdóttir (t.v.) skoraði sigurmark Íslands gegn Ísrael. Heimasíða KSÍ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í kvöld góðan útisigur á Ísrael með einu marki gegn engu, en leikið var á Ramat Gan vellinum, þjóðarleikvangi Ísraels. Þetta var annar sigur Íslands í undankeppni heimsmeistaramótsins 2015, en liðið situr nú í öðru sæti 3. riðils með sex stig eftir þrjá leiki. Íslenska liðið hafði frumkvæðið frá upphafi leiks, var meira með boltann og sótti stíft að marki heimakvenna. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir komst næst því að skora fyrir Ísland í fyrri hálfleik; eftir tæplega hálftíma leik varði Merav Shamir, markvörður Ísraels, skalla hennar eftir fyrirgjöf Fanndísar Friðriksdóttur og þegar sjö mínútur voru eftir af fyrri hálfleik skaut Sara boltanum yfir úr miðjum vítateignum. Staðan var markalaus í hálfleik, en sóknarþungi Íslands bar árangur eftir klukkutíma leik þegar Dagný Brynjarsdóttir skoraði eftir undirbúning Fanndísar. Skömmu áður hafði Þóra B. Helgadóttir varið frá Karin Sendel í besta færi Ísraels í leiknum. Íslenska liðið hélt undirtökunum það sem eftir lifði leiks og fékk þrjú ákjósanleg færi til að bæta við mörkum undir lokin; Shamir varði skalla Söru, Dagný skallaði framhjá úr dauðafæri og í uppbótartíma átti hún svo annan skalla sem hafnaði í slánni. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Ísland fagnaði góðum og mikilvægum sigri í baráttunni um að komast á HM 2015 í Kanada. Byrjunarlið Íslands var svo skipað:Markvörður: Þóra B. HelgadóttirHægri bakvörður: Elísa Viðarsdóttir (Rakel Hönnudóttir '61)Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Mist EdvardsdóttirVinstri bakvörður: Hallbera GísladóttirMiðjumenn: Þórunn Helga Jónsdóttir (Katrín Ómarsdóttir '73), Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný BrynjarsdóttirHægri kantmaður: Fanndís FriðriksdóttirVinstri kantmaður: Dóra María LárusdóttirFramherji: Harpa Þorsteinsdóttir (Hólmfríður Magnúsdóttir '78) Ísland mætir Möltu ytra á fimmtudaginn kemur. Malta situr í botnsæti 3. riðils, en fyrr í dag tapaði liðið 11-0 fyrir Sviss. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í kvöld góðan útisigur á Ísrael með einu marki gegn engu, en leikið var á Ramat Gan vellinum, þjóðarleikvangi Ísraels. Þetta var annar sigur Íslands í undankeppni heimsmeistaramótsins 2015, en liðið situr nú í öðru sæti 3. riðils með sex stig eftir þrjá leiki. Íslenska liðið hafði frumkvæðið frá upphafi leiks, var meira með boltann og sótti stíft að marki heimakvenna. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir komst næst því að skora fyrir Ísland í fyrri hálfleik; eftir tæplega hálftíma leik varði Merav Shamir, markvörður Ísraels, skalla hennar eftir fyrirgjöf Fanndísar Friðriksdóttur og þegar sjö mínútur voru eftir af fyrri hálfleik skaut Sara boltanum yfir úr miðjum vítateignum. Staðan var markalaus í hálfleik, en sóknarþungi Íslands bar árangur eftir klukkutíma leik þegar Dagný Brynjarsdóttir skoraði eftir undirbúning Fanndísar. Skömmu áður hafði Þóra B. Helgadóttir varið frá Karin Sendel í besta færi Ísraels í leiknum. Íslenska liðið hélt undirtökunum það sem eftir lifði leiks og fékk þrjú ákjósanleg færi til að bæta við mörkum undir lokin; Shamir varði skalla Söru, Dagný skallaði framhjá úr dauðafæri og í uppbótartíma átti hún svo annan skalla sem hafnaði í slánni. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Ísland fagnaði góðum og mikilvægum sigri í baráttunni um að komast á HM 2015 í Kanada. Byrjunarlið Íslands var svo skipað:Markvörður: Þóra B. HelgadóttirHægri bakvörður: Elísa Viðarsdóttir (Rakel Hönnudóttir '61)Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Mist EdvardsdóttirVinstri bakvörður: Hallbera GísladóttirMiðjumenn: Þórunn Helga Jónsdóttir (Katrín Ómarsdóttir '73), Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný BrynjarsdóttirHægri kantmaður: Fanndís FriðriksdóttirVinstri kantmaður: Dóra María LárusdóttirFramherji: Harpa Þorsteinsdóttir (Hólmfríður Magnúsdóttir '78) Ísland mætir Möltu ytra á fimmtudaginn kemur. Malta situr í botnsæti 3. riðils, en fyrr í dag tapaði liðið 11-0 fyrir Sviss.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira