Dagný tryggði Íslandi mikilvægan sigur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2014 19:42 Dagný Brynjarsdóttir (t.v.) skoraði sigurmark Íslands gegn Ísrael. Heimasíða KSÍ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í kvöld góðan útisigur á Ísrael með einu marki gegn engu, en leikið var á Ramat Gan vellinum, þjóðarleikvangi Ísraels. Þetta var annar sigur Íslands í undankeppni heimsmeistaramótsins 2015, en liðið situr nú í öðru sæti 3. riðils með sex stig eftir þrjá leiki. Íslenska liðið hafði frumkvæðið frá upphafi leiks, var meira með boltann og sótti stíft að marki heimakvenna. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir komst næst því að skora fyrir Ísland í fyrri hálfleik; eftir tæplega hálftíma leik varði Merav Shamir, markvörður Ísraels, skalla hennar eftir fyrirgjöf Fanndísar Friðriksdóttur og þegar sjö mínútur voru eftir af fyrri hálfleik skaut Sara boltanum yfir úr miðjum vítateignum. Staðan var markalaus í hálfleik, en sóknarþungi Íslands bar árangur eftir klukkutíma leik þegar Dagný Brynjarsdóttir skoraði eftir undirbúning Fanndísar. Skömmu áður hafði Þóra B. Helgadóttir varið frá Karin Sendel í besta færi Ísraels í leiknum. Íslenska liðið hélt undirtökunum það sem eftir lifði leiks og fékk þrjú ákjósanleg færi til að bæta við mörkum undir lokin; Shamir varði skalla Söru, Dagný skallaði framhjá úr dauðafæri og í uppbótartíma átti hún svo annan skalla sem hafnaði í slánni. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Ísland fagnaði góðum og mikilvægum sigri í baráttunni um að komast á HM 2015 í Kanada. Byrjunarlið Íslands var svo skipað:Markvörður: Þóra B. HelgadóttirHægri bakvörður: Elísa Viðarsdóttir (Rakel Hönnudóttir '61)Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Mist EdvardsdóttirVinstri bakvörður: Hallbera GísladóttirMiðjumenn: Þórunn Helga Jónsdóttir (Katrín Ómarsdóttir '73), Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný BrynjarsdóttirHægri kantmaður: Fanndís FriðriksdóttirVinstri kantmaður: Dóra María LárusdóttirFramherji: Harpa Þorsteinsdóttir (Hólmfríður Magnúsdóttir '78) Ísland mætir Möltu ytra á fimmtudaginn kemur. Malta situr í botnsæti 3. riðils, en fyrr í dag tapaði liðið 11-0 fyrir Sviss. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í kvöld góðan útisigur á Ísrael með einu marki gegn engu, en leikið var á Ramat Gan vellinum, þjóðarleikvangi Ísraels. Þetta var annar sigur Íslands í undankeppni heimsmeistaramótsins 2015, en liðið situr nú í öðru sæti 3. riðils með sex stig eftir þrjá leiki. Íslenska liðið hafði frumkvæðið frá upphafi leiks, var meira með boltann og sótti stíft að marki heimakvenna. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir komst næst því að skora fyrir Ísland í fyrri hálfleik; eftir tæplega hálftíma leik varði Merav Shamir, markvörður Ísraels, skalla hennar eftir fyrirgjöf Fanndísar Friðriksdóttur og þegar sjö mínútur voru eftir af fyrri hálfleik skaut Sara boltanum yfir úr miðjum vítateignum. Staðan var markalaus í hálfleik, en sóknarþungi Íslands bar árangur eftir klukkutíma leik þegar Dagný Brynjarsdóttir skoraði eftir undirbúning Fanndísar. Skömmu áður hafði Þóra B. Helgadóttir varið frá Karin Sendel í besta færi Ísraels í leiknum. Íslenska liðið hélt undirtökunum það sem eftir lifði leiks og fékk þrjú ákjósanleg færi til að bæta við mörkum undir lokin; Shamir varði skalla Söru, Dagný skallaði framhjá úr dauðafæri og í uppbótartíma átti hún svo annan skalla sem hafnaði í slánni. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Ísland fagnaði góðum og mikilvægum sigri í baráttunni um að komast á HM 2015 í Kanada. Byrjunarlið Íslands var svo skipað:Markvörður: Þóra B. HelgadóttirHægri bakvörður: Elísa Viðarsdóttir (Rakel Hönnudóttir '61)Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Mist EdvardsdóttirVinstri bakvörður: Hallbera GísladóttirMiðjumenn: Þórunn Helga Jónsdóttir (Katrín Ómarsdóttir '73), Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný BrynjarsdóttirHægri kantmaður: Fanndís FriðriksdóttirVinstri kantmaður: Dóra María LárusdóttirFramherji: Harpa Þorsteinsdóttir (Hólmfríður Magnúsdóttir '78) Ísland mætir Möltu ytra á fimmtudaginn kemur. Malta situr í botnsæti 3. riðils, en fyrr í dag tapaði liðið 11-0 fyrir Sviss.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira