Sextán eru látnir og fjörutíu er saknað eftir skyndiflóð sem herjað hafa á Salómonseyjar í Suður-Kyrrahafi í dag og nótt. Yfir tíu þúsund manns hafa misst heimili sín í flóðunum. BBC greinir frá.
Flóðin eru þau mestu í manna minnum og lýsti forsætisráðherra Salómonseyja, Gordon Darcy Lilo, í dag yfir neyðarástandi á svæðinu.
Ekki er útlit fyrir að hætti að rigna í bráð og hafa veðurfræðingar tilkynnt að líkur séu á að lægðin muni breytast í fellibyl.
Tíu þúsund manns hafa leitað sér skjóls í skólum í höfuðborginni Honoria og hafa fjölmörg neyðarskjól verið sett upp víðsvegar um eyjurnar. Fólki hefur þó verið ráðlagt að leita skjóls fjarri flóðasvæðunum.
Erlent