Gott skor á fyrsta hring í Texas 4. apríl 2014 08:52 Mickelson virðist vera að rétta úr kútnum rétt fyrir Masters. Vísir/Getty Það er óhætt að segja að bestu kylfingar heims hafi leikið sér að Houston vellinum í Texas en fyrsti hringur af Shell Houston Open kláraðist í gærnótt. Alls eru 96 kylfingar undir pari eftir fyrsta hring en Bandaríkjamennirnir Charely Hoffman og Bill Haas leiða mótið á sjö höggum undir pari. Það eru svo fimm kylfingar jafnir í þriðja sæti á sex undir, meðal þeirra er fyrrum PGA-meistarinn Keegan Bradley sem og Matt Kuchar. Mörg stór nöfn eru í toppbaráttunni á fjórum og fimm höggum undir pari en þar má helst nefna Sergio Garcia sem kom inn á fimm höggum undir í gær sem og Suður-Afríkumaðurinn og fyrrum Masters sigurvegarinn Charles Schwartzel.Phil Mickelson átti einnig góðan hring á fyrsta degi eftir að hafa dregið sig úr leik á Valero meistaramótinu um síðustu helgi vegna meiðsla. Er hann á fjórum höggum undir pari. Rory McIlroy er einnig með í Texas en hann kom inn á tveimur höggum undir pari. Annar hringur Shell Houston Open fer fram í dag og verður sýnt frá honum í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 í kvöld. Golf Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Það er óhætt að segja að bestu kylfingar heims hafi leikið sér að Houston vellinum í Texas en fyrsti hringur af Shell Houston Open kláraðist í gærnótt. Alls eru 96 kylfingar undir pari eftir fyrsta hring en Bandaríkjamennirnir Charely Hoffman og Bill Haas leiða mótið á sjö höggum undir pari. Það eru svo fimm kylfingar jafnir í þriðja sæti á sex undir, meðal þeirra er fyrrum PGA-meistarinn Keegan Bradley sem og Matt Kuchar. Mörg stór nöfn eru í toppbaráttunni á fjórum og fimm höggum undir pari en þar má helst nefna Sergio Garcia sem kom inn á fimm höggum undir í gær sem og Suður-Afríkumaðurinn og fyrrum Masters sigurvegarinn Charles Schwartzel.Phil Mickelson átti einnig góðan hring á fyrsta degi eftir að hafa dregið sig úr leik á Valero meistaramótinu um síðustu helgi vegna meiðsla. Er hann á fjórum höggum undir pari. Rory McIlroy er einnig með í Texas en hann kom inn á tveimur höggum undir pari. Annar hringur Shell Houston Open fer fram í dag og verður sýnt frá honum í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 í kvöld.
Golf Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira