Körfubolti

NBA í nótt: Oklahoma City stöðvaði Spurs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Durant í baráttunni við Tim Duncan.
Durant í baráttunni við Tim Duncan. Vísir/AP
San Antonio Spurs tókst ekki að ná 20 sigurleikjum í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Oklahoma City vann San Antonio, 106-94, í uppgjöri tveggja efstu liða vesturdeildarinnar.

Kevin Durant var sem fyrr mikilvægur í liði Thunder en hann skoraði 28 stig. Russell Westbrook kom næstur með 27 stig.

Þetta var í 39. sinn í röð sem Durant skorar minnst 25 stig í leik og nálgaðist hann enn met Michael Jordan sem náði 40 slíkum leikjum í röð tímabilið 1986-87.

San Antonio er þó enn með ágæta forystu á toppi deildarinnar en átta leikir eru eftir af deildarkeppninni.



Aðeins einn annar leikur fór fram í deildinni í nótt. Dallas vann þá afar mikilvægan sigur á LA Clippers og skaust þar með fram úr Memphis og Phoenix í baráttunni um 7.-8. sætið vestrinu.

Dirk Nowitzky skoraði 26 stig og Jose Calderon kom næstur með nítján. Blake Griffin var með 25 stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar fyrir Clippers sem dugði þó ekki til.

Clippers er í þriðja sæti vesturdeildarinnar og á enn möguleika að ná öðru sætinu af Oklahoma City.

Úrslit næturinnar:

Oklahoma City - San Antonio 106-94

LA Clippers - Dallas 107-113

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×