Vel heppnaðar tilraunaveiðar í Víðidalsá Karl Lúðvíksson skrifar 3. apríl 2014 20:43 Stjáni Ben með flottann sjóbirting úr Víðidalsá Vorveiði hefur hingað til ekki verið stunduð í Víðidalsá sem er eiginlega furðulegt í ljósi þess að í ánna gengur nokkuð af sjóbirting. Þeir Valgarður Ragnarsson og Stjáni Ben fóru þangað til að kanna nokkra veiðistaði og sjá hversu álitlegt þetta er fyrir vorveiði en í sömu ferð voru einnig prófaðar nýjar stangir fyrir sumarið. "Þeir staðir sem okkur þóttu líklegastir voru að mestu undir ís en í Harðeyrarstreng fundum við fiska, mest urriða á bilinu 40-65 sm" sagði Stjáni Ben þegar við heyrðum frá þeim. Þeir eyddu um tveimur tímum við Harðeyrarstreng og á þeim tíma lönduðu þeir 10 fiskum og tveimur hoplöxum. Að sögð Stjána voru urriðarnir í góðum holdum sem er gott merki um að hann hafi það gott í vetursetunni í ánni. "Mest veiddum á Dýrbít með gúmmilöppum sem er mín uppáhaldsfluga en við fengum líka fiska á Egg Sucking Leech" bætti Stjáni við. Þeir félagar eru svo á leið í Húseyjarkvísl í Skagafirði en Valgarður er einmitt leigutaki hennar. Við fáum vonandi fréttir af þeim fljótlega og það verður gaman að sjá hvernig Húseyjarkvísl kemur undan vetri. Stangveiði Mest lesið Mús í Urriðamaga Veiði Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Mjög góð veiði síðustu daga í Hítarvatni Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði 3532 fiskar komnir á land úr Veiðivötnum Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Hylurinn hlaðvarp - nýr þáttur Veiði Veiði hófst í Hólaá 1. apríl Veiði Fín ganga í Langá í gærkvöldi Veiði
Vorveiði hefur hingað til ekki verið stunduð í Víðidalsá sem er eiginlega furðulegt í ljósi þess að í ánna gengur nokkuð af sjóbirting. Þeir Valgarður Ragnarsson og Stjáni Ben fóru þangað til að kanna nokkra veiðistaði og sjá hversu álitlegt þetta er fyrir vorveiði en í sömu ferð voru einnig prófaðar nýjar stangir fyrir sumarið. "Þeir staðir sem okkur þóttu líklegastir voru að mestu undir ís en í Harðeyrarstreng fundum við fiska, mest urriða á bilinu 40-65 sm" sagði Stjáni Ben þegar við heyrðum frá þeim. Þeir eyddu um tveimur tímum við Harðeyrarstreng og á þeim tíma lönduðu þeir 10 fiskum og tveimur hoplöxum. Að sögð Stjána voru urriðarnir í góðum holdum sem er gott merki um að hann hafi það gott í vetursetunni í ánni. "Mest veiddum á Dýrbít með gúmmilöppum sem er mín uppáhaldsfluga en við fengum líka fiska á Egg Sucking Leech" bætti Stjáni við. Þeir félagar eru svo á leið í Húseyjarkvísl í Skagafirði en Valgarður er einmitt leigutaki hennar. Við fáum vonandi fréttir af þeim fljótlega og það verður gaman að sjá hvernig Húseyjarkvísl kemur undan vetri.
Stangveiði Mest lesið Mús í Urriðamaga Veiði Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Mjög góð veiði síðustu daga í Hítarvatni Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði 3532 fiskar komnir á land úr Veiðivötnum Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Hylurinn hlaðvarp - nýr þáttur Veiði Veiði hófst í Hólaá 1. apríl Veiði Fín ganga í Langá í gærkvöldi Veiði