Miley reykir fáránlega mikið gras 3. apríl 2014 21:00 Wiz og Miley „Brjálæði!“ sagði Wiz Khalifa um samstarf sitt við Miley Cyrus, en þau unnu saman að lagi, Black Hollywood, sem er að finna á nýrri plötu Wiz. „En á góðan hátt. Hún er algjör orkubolti, veistu hvað ég meina? Og hún reykir heilan helling,“ sagði Wiz jafnframt í viðtali á mánudaginn við Arsenio Hall.Hall bað hann að útskýra hvað hann meinti með heilum helling. „Ég veit það ekki. Hún er ung svo að það er öðruvísi. En á fimm mínútna fresti sagði hún: Wiz, ertu ekki að rúlla jónu?“ Þetta ætti þó ekki að koma þeim sem fylgst hafa með söngkonunni ungu undanfarið mikið á óvart, en Cyrus hefur alltaf verið opin með grasreykingar sínar. Í viðtali við Rolling Stone magazine árið 2013 útskýrði Miley hvers vegna henni þætti gras betra en kókaín. „Mér finnst gras vera besta eiturlyf í heiminum,“ sagði hún og bætti við. „Hollywood er kókaín-bær, en gras er miklu betra. Og mollý, líka. Það eru glöð eiturlyf - félagsleg eiturlyf. Sem láta þig langa að vera með vinum og opinn. Maður er ekki inn á klósetti. Mér líkar ekki kókaín. Það er svo ógeðslegt og dimmt eiturlyf. Og maður spyr sig, ertu frá tíunda áratugnum eða? Oj.“ Tónlist Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Brjálæði!“ sagði Wiz Khalifa um samstarf sitt við Miley Cyrus, en þau unnu saman að lagi, Black Hollywood, sem er að finna á nýrri plötu Wiz. „En á góðan hátt. Hún er algjör orkubolti, veistu hvað ég meina? Og hún reykir heilan helling,“ sagði Wiz jafnframt í viðtali á mánudaginn við Arsenio Hall.Hall bað hann að útskýra hvað hann meinti með heilum helling. „Ég veit það ekki. Hún er ung svo að það er öðruvísi. En á fimm mínútna fresti sagði hún: Wiz, ertu ekki að rúlla jónu?“ Þetta ætti þó ekki að koma þeim sem fylgst hafa með söngkonunni ungu undanfarið mikið á óvart, en Cyrus hefur alltaf verið opin með grasreykingar sínar. Í viðtali við Rolling Stone magazine árið 2013 útskýrði Miley hvers vegna henni þætti gras betra en kókaín. „Mér finnst gras vera besta eiturlyf í heiminum,“ sagði hún og bætti við. „Hollywood er kókaín-bær, en gras er miklu betra. Og mollý, líka. Það eru glöð eiturlyf - félagsleg eiturlyf. Sem láta þig langa að vera með vinum og opinn. Maður er ekki inn á klósetti. Mér líkar ekki kókaín. Það er svo ógeðslegt og dimmt eiturlyf. Og maður spyr sig, ertu frá tíunda áratugnum eða? Oj.“
Tónlist Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira