Er kominn tími á kerfisbreytingu? Siggeir F. Ævarsson skrifar 1. apríl 2014 18:45 Hæstvirtum menntamálaráðherra er þessa dagana tíðrætt um kerfisbreytingar í íslenskum framhaldsskólum. Telur hann að eina leiðin til þess að leiðrétta laun kennara, sem hafa dregist umtalsvert aftur úr sambærilegum stéttum síðustu ár, sé að gjörbylta kerfinu og um leið að stytta stúdentsprófið um eitt ár. Mér þykir þetta skjóta nokkuð skökku við. Menntastefna þjóðarinnar á ekki að vera kjaramál mitt. Fyrst skulum við leiðrétta launin, svo má fara að vinna að kerfisbreytingu. Sumir vilja ganga svo langt að kalla aðgerðir menntamálaráðherra ofbeldi, en ég ætla ekki að ganga svo langt. En framferðið er engu að síður lúalegt. Að stytta hið íslenska stúdentspróf um heilt ár er risavaxin aðgerð sem mun hafa áhrif langt út fyrir skólakerfið. Þetta er aðgerð sem þarf að undirbúa vandlega svo að vel takist til og að henni þurfa að koma aðilar úr mörgum áttum. Þetta er ekki málefni sem hægt er að afgreiða á fundi hjá sáttasemjara yfir helgi. Umræðan er ótímabær meðan ósamið er um launamál. En ég er engu að síður á því að það sé löngu kominn tími á nokkrar kerfisbreytingar. Þeim má hrinda í framkvæmd nokkuð hratt og örugglega og ættu að tryggja flestum kennurum kjarabætur strax. Sumum kann að þykja þær róttækar en mér þykja þær fyrst og fremst rökréttar: 1. Það er gjörsamlega galið að helsta og nánast eina leiðin til að hækka í launum sé að eldast. Tryggja þarf að duglegir og vinnusamir kennarar fái borgað fyrir sína vinnu. Ungur kennari, sem leggur nótt við nýttan dag til að finna uppá fjölbreyttum kennsluaðferðum, að semja ný og fersk verkefni og að afla sér nýjustu upplýsinga um málefni líðandi stundar mun aldrei sjá árangur erfiðis síns í launaumslaginu í lok mánaðar. Vissulega verður kennslan meira gefandi og ánægjan meiri ef maður leggur þessa vinnu á sig, en ánægja borgar enga reikninga. Kerfið í dag er í raun vinnuletjandi og hvetur kennara til gera sem minnst og bíða eftir því að launin skríði upp á við. Það sem kerfið skortir sárlega eru bæði launa- og andlegir hvatar til að skara framúr. 2. Tryggja þarf að menntun kennara sé meira en nokkurn veginn einskis virði í kerfinu. Tveggja ára mastersnám tryggir tæplega 5% hækkun á launum. Ef einhver leggur það svo á sig að verða sér útum doktorsgráðu fást fyrir það tæp 5% til viðbótar, en þó aðeins í sumum skólum. Stofnanasamningar margra skóla gera einfaldlega ekki ráð fyrir því að kennarar þeirra séu með slíkar gráður. 3. Koma þarf endurmenntunarmálum í gegnsærra og sanngjarnara ferli. Það á ekki að taka 15 ár að fá rétt til námsleyfis, sem þá er ýmsum duttlungum háð og oftar en ekki eru menn að fara í námsleyfi sem eru að komast á eftirlaunaaldur. Tryggja þarf að þekkingin úr slíkum leyfum skili sér aftur inn í skólastarfið og þau séu annað og meira en umbun fyrir vel unnin störf síðustu 30 árin. Einföld og sanngjörn breyting væri að X margar annir af kennslu tryggðu jafn marga mánuði til endurmenntunar. 4. Kennsluafsláttinn þarf að taka til endurskoðunnar. Af hverju erum við að láta okkur reynslumestu, og í mörgum tilvikum bestu kennara, kenna minnst af öllum? Hversu mikið mætti hækka laun allra kennara með því að afnema afsláttinn eða endurskoða hann? 5. Hópastærðir eru komnar algjörlega úr böndunum. 27 nemendur í hóp þótti á þanmörkum fyrir nokkru, en 31 nemandi er orðið normið í flestum skólum í dag. Sístækkandi hópar ríma mjög illa við áherslur á einstaklingsmiðað nám og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Hámarkið ætti að færa niður í 25, en greiða sérstaklega fyrir kennslu stærri hópa. Eftir að hafa unnið sem kennari í aðeins þrjú ár líður mér svolítið eins og kennarastarfið sé lítið annað en biðstöð. Tækifæri til að vaxa í starfi eru takmörkuð og andlegir og fjárhagslegir hvatar til þess fáir ef einhverjir. Starfið er ekki aðlaðandi fyrir ungt vel menntað fólk. Meðalaldur kennarastéttarinnar í dag er um 55 ár og fer hækkandi. Ef fram heldur sem horfir verður landlægur skortur á framhaldsskólakennurum áður en langt um líður. Þeir sem verða fyrstir til að hætta verða ekki gömlu hundarnir, heldur unga fólkið og þeir sem hafa bestu menntunina. Nú er lag að semja um kerfisbreytingar, bara ekki þær breytingar sem Illuga dreymir um. Við skulum taka þann þráð upp að loknum kjarasamningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Hæstvirtum menntamálaráðherra er þessa dagana tíðrætt um kerfisbreytingar í íslenskum framhaldsskólum. Telur hann að eina leiðin til þess að leiðrétta laun kennara, sem hafa dregist umtalsvert aftur úr sambærilegum stéttum síðustu ár, sé að gjörbylta kerfinu og um leið að stytta stúdentsprófið um eitt ár. Mér þykir þetta skjóta nokkuð skökku við. Menntastefna þjóðarinnar á ekki að vera kjaramál mitt. Fyrst skulum við leiðrétta launin, svo má fara að vinna að kerfisbreytingu. Sumir vilja ganga svo langt að kalla aðgerðir menntamálaráðherra ofbeldi, en ég ætla ekki að ganga svo langt. En framferðið er engu að síður lúalegt. Að stytta hið íslenska stúdentspróf um heilt ár er risavaxin aðgerð sem mun hafa áhrif langt út fyrir skólakerfið. Þetta er aðgerð sem þarf að undirbúa vandlega svo að vel takist til og að henni þurfa að koma aðilar úr mörgum áttum. Þetta er ekki málefni sem hægt er að afgreiða á fundi hjá sáttasemjara yfir helgi. Umræðan er ótímabær meðan ósamið er um launamál. En ég er engu að síður á því að það sé löngu kominn tími á nokkrar kerfisbreytingar. Þeim má hrinda í framkvæmd nokkuð hratt og örugglega og ættu að tryggja flestum kennurum kjarabætur strax. Sumum kann að þykja þær róttækar en mér þykja þær fyrst og fremst rökréttar: 1. Það er gjörsamlega galið að helsta og nánast eina leiðin til að hækka í launum sé að eldast. Tryggja þarf að duglegir og vinnusamir kennarar fái borgað fyrir sína vinnu. Ungur kennari, sem leggur nótt við nýttan dag til að finna uppá fjölbreyttum kennsluaðferðum, að semja ný og fersk verkefni og að afla sér nýjustu upplýsinga um málefni líðandi stundar mun aldrei sjá árangur erfiðis síns í launaumslaginu í lok mánaðar. Vissulega verður kennslan meira gefandi og ánægjan meiri ef maður leggur þessa vinnu á sig, en ánægja borgar enga reikninga. Kerfið í dag er í raun vinnuletjandi og hvetur kennara til gera sem minnst og bíða eftir því að launin skríði upp á við. Það sem kerfið skortir sárlega eru bæði launa- og andlegir hvatar til að skara framúr. 2. Tryggja þarf að menntun kennara sé meira en nokkurn veginn einskis virði í kerfinu. Tveggja ára mastersnám tryggir tæplega 5% hækkun á launum. Ef einhver leggur það svo á sig að verða sér útum doktorsgráðu fást fyrir það tæp 5% til viðbótar, en þó aðeins í sumum skólum. Stofnanasamningar margra skóla gera einfaldlega ekki ráð fyrir því að kennarar þeirra séu með slíkar gráður. 3. Koma þarf endurmenntunarmálum í gegnsærra og sanngjarnara ferli. Það á ekki að taka 15 ár að fá rétt til námsleyfis, sem þá er ýmsum duttlungum háð og oftar en ekki eru menn að fara í námsleyfi sem eru að komast á eftirlaunaaldur. Tryggja þarf að þekkingin úr slíkum leyfum skili sér aftur inn í skólastarfið og þau séu annað og meira en umbun fyrir vel unnin störf síðustu 30 árin. Einföld og sanngjörn breyting væri að X margar annir af kennslu tryggðu jafn marga mánuði til endurmenntunar. 4. Kennsluafsláttinn þarf að taka til endurskoðunnar. Af hverju erum við að láta okkur reynslumestu, og í mörgum tilvikum bestu kennara, kenna minnst af öllum? Hversu mikið mætti hækka laun allra kennara með því að afnema afsláttinn eða endurskoða hann? 5. Hópastærðir eru komnar algjörlega úr böndunum. 27 nemendur í hóp þótti á þanmörkum fyrir nokkru, en 31 nemandi er orðið normið í flestum skólum í dag. Sístækkandi hópar ríma mjög illa við áherslur á einstaklingsmiðað nám og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Hámarkið ætti að færa niður í 25, en greiða sérstaklega fyrir kennslu stærri hópa. Eftir að hafa unnið sem kennari í aðeins þrjú ár líður mér svolítið eins og kennarastarfið sé lítið annað en biðstöð. Tækifæri til að vaxa í starfi eru takmörkuð og andlegir og fjárhagslegir hvatar til þess fáir ef einhverjir. Starfið er ekki aðlaðandi fyrir ungt vel menntað fólk. Meðalaldur kennarastéttarinnar í dag er um 55 ár og fer hækkandi. Ef fram heldur sem horfir verður landlægur skortur á framhaldsskólakennurum áður en langt um líður. Þeir sem verða fyrstir til að hætta verða ekki gömlu hundarnir, heldur unga fólkið og þeir sem hafa bestu menntunina. Nú er lag að semja um kerfisbreytingar, bara ekki þær breytingar sem Illuga dreymir um. Við skulum taka þann þráð upp að loknum kjarasamningum.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun