Valur vann Breiðablik í A-deild Lengjubikars kvenna í dag 4-2. Með sigrinum komst Valur upp í þriðja sæti deildarinnar og um leið í undanúrslit keppninnar þar sem liðið mætir Stjörnunni.
Breiðablik hafði tryggt sér sigurinn í riðlinum fyrir leik dagsins og mætir Þór/KA í hinni undanúrslitaviðureigninni.
Valur var 2-0 yfir í hálfleik og komst í 3-0 áður en Breiðablik minnkaði muninn. Elín Metta Jensen jók forystuna aftur í þrjú mörk þegar sjö mínútur voru til leiksloka.
Breiðblik náði að minnka muninn í tvö mörk í uppbótartíma en nær komst liðið ekki og því fara bæði liðin áfram en ÍBV situr eftir með sárt ennið.
Valur lagði Breiðablik og komst áfram
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið



Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti


Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Svona var þing KKÍ
Körfubolti

Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn
Enski boltinn


„Þetta var góður gluggi fyrir marga“
Handbolti
