Körfubolti

Kobe Bryant að hefja æfingar á ný

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Kobe horfir á lélegt lið Lakers af bekknum
Kobe horfir á lélegt lið Lakers af bekknum vísir/getty
Nú þegar keppnistímabilinu er lokið hjá stórliði Los Angeles Lakers í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum eru leikmenn og forráðamenn byrjaðir að horfa til næsta tímabils og eru fyrstu fréttirnar þær að Kobe Bryant getur byrjað að æfa aftur í næstu viku.

Bryant lék aðeins sex leiki fyrir Lakers á leiktíðinni vegna meiðsla en Lakers vann aðeins 27 af 82 leikjum sínum í vetur sem er versti árangur liðsins frá því það flutti frá Minneapolis til Los Angeles.

Í upphafi tímabilsins var Bryant að jafna sig eftir að hafa slitið hásin undir lok tímabilsins á undan en í sjötta leik sínum á tímabilinu meiddist hann á vinstra hné og lék ekki meira.

Bryant hefur fengið leyfi til að hlaupa og skjóta á körfuna og mun svo hefja sex mánaða æfingaprógram í næstu viku sem miðar að því að hann verði klár í byrjun næsta tímabils.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×