Körfubolti

NBA: Clippers-liðið lifir enn í voninni um annað sætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chris Paul var með 21 stig og 10 stoðsendingar í leiknum í nótt.
Chris Paul var með 21 stig og 10 stoðsendingar í leiknum í nótt. Vísir/Getty
Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en í kvöld og nótt fara síðan fram síðustu leikirnir áður en úrslitakeppnin hefst um næstu helgi.

Blake Griffin var með 24 stig í nótt þegar lið hans Los Angeles Clippers vann 117-105 sigur á Denver Nuggets en þetta var 57. sigur liðsins á tímabilinu sem er félagsmet. Chris Paul var með 21 stig og 10 stoðsendingar í leiknum og J.J. Redick skoraði 18 stig.

Clippers-menn eiga enn von um að ná öðru sætinu í Vestrinum af Oklahoma City Thunder en til að svo fari þarf Clippers-liðið að vinna

Portland í nótt á sama tíma og OKC tapaði fyrir Detroit Pistons.

Kenneth Faried skoraði 21 stig fyrir Denver og Aaron Brooks var með 19 stig. Rússneski miðherjinn Timofey Mozgov var með 18 stig og 11 fráköst.

Nýliðinn Tim Hardaway Jr. skoraði 16 stig fyrir New York Knicks í 109-98 sigri á nágrönnum sínum í Brooklyn Nets og vann Knicks-liðið því innbyrðisviðureignir liðanna á þessu tímabili. New York vann þrátt fyrir að leik án aðalstjörnu sinnar Carmelo Anthony sem er meiddur á öxl.

Amare Stoudemire og J.R. Smith skoruðu báðir 14 stig fyrir New York sem vann sinn þriðja leik í röð en rétt missir engu að síður af úrslitakeppninni í ár. Marcus Thornton skoraði 24 stig fyrir Brooklyn Nets.

Tapið þýðir að Brooklyn Nets getur dottið niður í sjötta sæti í úrslitakeppni Austurdeildarinnar ef Nets-liðið tapar á móti Cleveland í nótt á sama tíma og Washington vinnur Boston.



Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt:

Brooklyn Nets - New York Knicks 98-109

Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 117-105

Staðan í NBA-deildinni.









NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×