Minnsta áhorf á Masters mótið í 10 ár Arnar Ottesen skrifar 15. apríl 2014 10:08 Getty Images Áhorfið á Masters mótið sem lauk á sunnudaginn með sigri Bubba Watson fékk minnsta sjónvarpsáhorf í Bandaríkjunum í 10 ár. Meðaltals áhorf var 7,8% sem þýðir að 7,8% heimila í Bandaríkjunum horfðu á beina útsendingu frá mótinu. Í fyrra horfðu 10,2% heimila á spennandi mót sem endaði í bráðabana þar sem Adam Scott vann eftirminnilega. Árið 2004 þá var sjónvarpsáhorf á Masters mótið 7,3%. Þá var lokadagur mótsins páskadagur. En það skýrir samt ekki lítið áhorf það ár því lokadagur hefur líka verið á Masters árin 2007, 2009 og 2012. Það eru nokkrir þættir sem gætu skýrt þetta litla áhorf í ár. Tiger Woods var ekki með vegna meiðsla, hann hefur mikið að segja með áhorf á öll golfmót. Phil Mickelson náði ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo daga. Bubba Watson var með þægilega tveggja högga forystu þegar hann kom á seinni níu holurnar og það var engin sem veitti honum samkeppni á seinni níu. Mótið náði aldrei að verða eins spennandi og undanfarin ár. Mesta áhorf á lokadag Masters mótsins er 15,8% áhorf árið 1997. Það met kom þegar Tiger vann eftirminnilegan sigur með 12 högga mun. Tiger var 18 höggum undir pari á meðan næsti kylfingur Tom Kite var á 6 höggum undir pari. Það er mesti munur á Masters mótinu frá upphafi. Golf Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Áhorfið á Masters mótið sem lauk á sunnudaginn með sigri Bubba Watson fékk minnsta sjónvarpsáhorf í Bandaríkjunum í 10 ár. Meðaltals áhorf var 7,8% sem þýðir að 7,8% heimila í Bandaríkjunum horfðu á beina útsendingu frá mótinu. Í fyrra horfðu 10,2% heimila á spennandi mót sem endaði í bráðabana þar sem Adam Scott vann eftirminnilega. Árið 2004 þá var sjónvarpsáhorf á Masters mótið 7,3%. Þá var lokadagur mótsins páskadagur. En það skýrir samt ekki lítið áhorf það ár því lokadagur hefur líka verið á Masters árin 2007, 2009 og 2012. Það eru nokkrir þættir sem gætu skýrt þetta litla áhorf í ár. Tiger Woods var ekki með vegna meiðsla, hann hefur mikið að segja með áhorf á öll golfmót. Phil Mickelson náði ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo daga. Bubba Watson var með þægilega tveggja högga forystu þegar hann kom á seinni níu holurnar og það var engin sem veitti honum samkeppni á seinni níu. Mótið náði aldrei að verða eins spennandi og undanfarin ár. Mesta áhorf á lokadag Masters mótsins er 15,8% áhorf árið 1997. Það met kom þegar Tiger vann eftirminnilegan sigur með 12 högga mun. Tiger var 18 höggum undir pari á meðan næsti kylfingur Tom Kite var á 6 höggum undir pari. Það er mesti munur á Masters mótinu frá upphafi.
Golf Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira