Segir arðgreiðslur bankanna eðlilegar Haraldur Guðmundsson skrifar 14. apríl 2014 08:45 Landsbankinn, Arion Banki og Íslandsbanki, hafa samtals greitt 31,8 milljarða króna í arð til hluthafa á þessu ári. Vísir/Vilhelm „Þetta hefur verið gert af skynsemi,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, um arðgreiðslur viðskiptabankanna þriggja sem nema þriðjungi af samanlögðum hagnaði þeirra árið 2013. „Það eru engin hættumerki núna enda eru bankarnir með mjög sterka eiginfjárstöðu og eins og sakir standa hafa þeir ekki stofnað þeirri stöðu í neina hættu með þessum arðgreiðslum,“ segir Unnur.Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir í nýju riti Seðlabankans um fjármálastöðugleika að enn sé tilefni til að stilla arðgreiðslum bankanna í hóf. Staða bankanna sé ekki eins góð og virðist við fyrstu sýn. Ein ástæðan sé sú að erlend lausafjárstaða þeirra muni að óbreyttu versna verulega komi ekki til skilmálabreytinga á skuld nýja Landsbankans við þann gamla eða eðlilegur aðgangur nýja bankans að erlendu lánsfé hafi opnast áður. Hluti góðrar afkomu bankanna byggist á virðishækkun útlána og fleiri óreglulegum þáttum og hærri bankaskattar muni rýra afkomu bankanna. „Við höfum tekið undir að það þarf að fara varlega í þessar arðgreiðslur en það er einnig heilbrigðismerki að geta greitt út arð til eigenda sinna,“ segir Unnur. Stóru viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Arion Banki og Íslandsbanki, hafa samtals greitt 31,8 milljarða króna í arð til hluthafa á þessu ári. Stór hluti þeirrar upphæðar rennur í ríkissjóð en ríkið á meðal annars 97,7 prósenta eignarhlut í Landsbankanum.Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF), telur bankana hafa stigið varlega til jarðar þegar kemur að arðgreiðslum. „Sjónarmið seðlabankastjóra eru fullrar athygli verð. Eins og hann nefnir eru tímabundnir þættir eins og endurmat eigna sem hafa haft jákvæð áhrif á afkomu bankanna en þau áhrif eru ekki viðvarandi,“ segir Guðjón og bendir á að fyrir Alþingi liggi frumvarp þar sem eiginfjárkröfur til fjármálafyrirtækja eru hertar. „Ég held að þessar arðgreiðslur séu klárlega mjög hófstilltar enda mikið eigið fé bundið í þessum fyrirtækjum og verulegur meirihluti af þessari tölu fer í vasa ríkisins,“ segir Guðjón. Mest lesið Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Sjá meira
„Þetta hefur verið gert af skynsemi,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, um arðgreiðslur viðskiptabankanna þriggja sem nema þriðjungi af samanlögðum hagnaði þeirra árið 2013. „Það eru engin hættumerki núna enda eru bankarnir með mjög sterka eiginfjárstöðu og eins og sakir standa hafa þeir ekki stofnað þeirri stöðu í neina hættu með þessum arðgreiðslum,“ segir Unnur.Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir í nýju riti Seðlabankans um fjármálastöðugleika að enn sé tilefni til að stilla arðgreiðslum bankanna í hóf. Staða bankanna sé ekki eins góð og virðist við fyrstu sýn. Ein ástæðan sé sú að erlend lausafjárstaða þeirra muni að óbreyttu versna verulega komi ekki til skilmálabreytinga á skuld nýja Landsbankans við þann gamla eða eðlilegur aðgangur nýja bankans að erlendu lánsfé hafi opnast áður. Hluti góðrar afkomu bankanna byggist á virðishækkun útlána og fleiri óreglulegum þáttum og hærri bankaskattar muni rýra afkomu bankanna. „Við höfum tekið undir að það þarf að fara varlega í þessar arðgreiðslur en það er einnig heilbrigðismerki að geta greitt út arð til eigenda sinna,“ segir Unnur. Stóru viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Arion Banki og Íslandsbanki, hafa samtals greitt 31,8 milljarða króna í arð til hluthafa á þessu ári. Stór hluti þeirrar upphæðar rennur í ríkissjóð en ríkið á meðal annars 97,7 prósenta eignarhlut í Landsbankanum.Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF), telur bankana hafa stigið varlega til jarðar þegar kemur að arðgreiðslum. „Sjónarmið seðlabankastjóra eru fullrar athygli verð. Eins og hann nefnir eru tímabundnir þættir eins og endurmat eigna sem hafa haft jákvæð áhrif á afkomu bankanna en þau áhrif eru ekki viðvarandi,“ segir Guðjón og bendir á að fyrir Alþingi liggi frumvarp þar sem eiginfjárkröfur til fjármálafyrirtækja eru hertar. „Ég held að þessar arðgreiðslur séu klárlega mjög hófstilltar enda mikið eigið fé bundið í þessum fyrirtækjum og verulegur meirihluti af þessari tölu fer í vasa ríkisins,“ segir Guðjón.
Mest lesið Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Sjá meira