NBA: Hawks og Mavericks í úrslitakeppnina Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. apríl 2014 11:00 Blake Griffin og DeMarcus Cousins Vísir/AP Images Atlanta Hawks tryggði sæti sitt í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA deildinni í gærkvöldi með sigri á Miami Heat. Atlanta tekur því þátt í úrslitakeppninni sjöunda árið í röð og ljóst er að leikmenn New York Knicks geta farið að skipuleggja sumarfrí. Fáir áttu von að því að leikmenn Atlanta næðu að stríða ríkjandi meistarum í Miami Heat sem eru í harðri keppni við Indiana Pacers upp á heimavallarétt í úrslitakeppninni. Góð vörn heimamanna í Atlanta hélt hinsvegar sóknarleik Miami í skefjum og fengu Miami aðeins átta stig af varamannabekknum í leiknum. Fyrir vikið er Indiana Pacers komið aftur í bílstjórasætið í baráttunni um heimavallarétt í úrslitakeppninni en Indiana þarf að vinna síðustu tvo leiki sína til þess að tryggja heimavallarétt út úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Einnig er ljóst að New York Knicks á ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni en miklar væntingar voru gerðar til liðsins fyrir tímabilið. Þetta verður í fyrsta sinn sem Carmelo Anthony tekur ekki þátt í úrslitakeppninni frá því að hann byrjaði að spila í deildinni. Með sigri í gærkvöld náðu leikmenn Los Angeles Clippers að jafna félagsmet yfir flesta sigra á einu tímabili þegar félagið á tvo leiki eftir. Metið var sett á síðasta ári með sigri á Sacramento Kings í lokaleik tímabilsins og jöfnuðu leikmenn Clippers þann árangur gegn Sacramento í gær. Blake Griffin fór fyrir liði Clippers með 27 stig en Chris Paul átti einnig stórfínan leik með 17 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar.James Harden var atkvæðamestur í liði Houston Rockets í tæpum sigri á New Orleans Pelicans í Houston. Gestirnir úr New Orleans voru átta stigum yfir þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum en leikmenn Houston sneru taflinu við og enduðu leikinn á 15-0 kafla sem tryggði sigurinn. Phoenix Suns virðist ætla að missa af sæti í úrslitakeppninni eftir naumt tap gegn Dallas Mavericks í nótt. Með sigrinum tryggði Dallas sæti sitt í úrslitakeppninni en ljóst er að Phoenix þarf að treysta á að Memphis Grizzlies tapi tveimur af þremur lokaleikjum sínum til þess að Phoenix eigi möguleika á sæti í úrslitakeppninni.Úrslit: Los Angeles Clippers 117-101 Sacramento Kings Charlotte Bobcats 111-105 Philadelphia 76ers Washington Wizards 104-91 Milwaukee Bucks Atlanta Hawks 98-85 Miami Heat Cleveland Cavaliers 99-111 Boston Celtics Houston Rockets 111-104 New Orleans Pelicans Dallas Mavericks 101-98 Phoenix Suns Denver Nuggets 101-94 Utah Jazz NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Atlanta Hawks tryggði sæti sitt í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA deildinni í gærkvöldi með sigri á Miami Heat. Atlanta tekur því þátt í úrslitakeppninni sjöunda árið í röð og ljóst er að leikmenn New York Knicks geta farið að skipuleggja sumarfrí. Fáir áttu von að því að leikmenn Atlanta næðu að stríða ríkjandi meistarum í Miami Heat sem eru í harðri keppni við Indiana Pacers upp á heimavallarétt í úrslitakeppninni. Góð vörn heimamanna í Atlanta hélt hinsvegar sóknarleik Miami í skefjum og fengu Miami aðeins átta stig af varamannabekknum í leiknum. Fyrir vikið er Indiana Pacers komið aftur í bílstjórasætið í baráttunni um heimavallarétt í úrslitakeppninni en Indiana þarf að vinna síðustu tvo leiki sína til þess að tryggja heimavallarétt út úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Einnig er ljóst að New York Knicks á ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni en miklar væntingar voru gerðar til liðsins fyrir tímabilið. Þetta verður í fyrsta sinn sem Carmelo Anthony tekur ekki þátt í úrslitakeppninni frá því að hann byrjaði að spila í deildinni. Með sigri í gærkvöld náðu leikmenn Los Angeles Clippers að jafna félagsmet yfir flesta sigra á einu tímabili þegar félagið á tvo leiki eftir. Metið var sett á síðasta ári með sigri á Sacramento Kings í lokaleik tímabilsins og jöfnuðu leikmenn Clippers þann árangur gegn Sacramento í gær. Blake Griffin fór fyrir liði Clippers með 27 stig en Chris Paul átti einnig stórfínan leik með 17 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar.James Harden var atkvæðamestur í liði Houston Rockets í tæpum sigri á New Orleans Pelicans í Houston. Gestirnir úr New Orleans voru átta stigum yfir þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum en leikmenn Houston sneru taflinu við og enduðu leikinn á 15-0 kafla sem tryggði sigurinn. Phoenix Suns virðist ætla að missa af sæti í úrslitakeppninni eftir naumt tap gegn Dallas Mavericks í nótt. Með sigrinum tryggði Dallas sæti sitt í úrslitakeppninni en ljóst er að Phoenix þarf að treysta á að Memphis Grizzlies tapi tveimur af þremur lokaleikjum sínum til þess að Phoenix eigi möguleika á sæti í úrslitakeppninni.Úrslit: Los Angeles Clippers 117-101 Sacramento Kings Charlotte Bobcats 111-105 Philadelphia 76ers Washington Wizards 104-91 Milwaukee Bucks Atlanta Hawks 98-85 Miami Heat Cleveland Cavaliers 99-111 Boston Celtics Houston Rockets 111-104 New Orleans Pelicans Dallas Mavericks 101-98 Phoenix Suns Denver Nuggets 101-94 Utah Jazz
NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira