Bubba Watson í kunnuglegri stöðu á Masters 12. apríl 2014 11:14 Watson hefur spilað frábært golf hingað til á Augusta. AP/Getty Bubba Watson leiðir Mastersmótið eftir tvo hringi en þessi litríki kylfingur fór á kostum á öðrum hring í gær og kom sér í þriggja högga forystu með því að spila á 68 höggum eða fjórum undir pari. Watson er samtals á sjö höggum undir pari en hann fékk meðal annars fimm fugla í röð á fyrri níu holunum í gær við mikinn fögnuð sinna dyggu aðdáenda sem fylgja honum hvert fótspor á Augusta. Hann sigraði mótið á eftirminnilegan hátt árið 2012 en síðan þá hefur gengi þessa skemmtilega kylfings ekki verið mjög gott. Í öðru sæti er Ástralinn John Senden og er hann á fjórum höggum undir pari en jafnir í þriðja sæti eru Jonas Blixt, Thomas Bjorn, Jordan Spieth og sigurvegarinn frá því í fyrra, Adam Scott. Þá hefur frammistaða hins 54 ára gamla Fred Couples vakið athygli en hann deilir sjöunda sæti með Jim Furyk og Jimmy Walker á tveimur höggum undir pari.Rory McIlroy þótti sigurstranglegur fyrir mótið en hann hefur alls ekki fundið sig og er á fjórum höggum yfir pari. Hann setti niður rúmlega tveggja metra pútt fyrir pari á 18. holu til þess að komast í gegn um niðurskurðinn sem er þó meira en mörg önnur stór nöfn geta sagt sem Augusta hefur leikið grátt undanfarna daga. Meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurðinum eru Phil Mickelson, Sergio Garcia, Luke Donald, Webb Simpson, Graeme McDowell, Ernie Els og Dustin Johnson. Bein útsending frá þriðja hring hefst á Golfstöðinni klukkan 18:40 í kvöld. Golf Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bubba Watson leiðir Mastersmótið eftir tvo hringi en þessi litríki kylfingur fór á kostum á öðrum hring í gær og kom sér í þriggja högga forystu með því að spila á 68 höggum eða fjórum undir pari. Watson er samtals á sjö höggum undir pari en hann fékk meðal annars fimm fugla í röð á fyrri níu holunum í gær við mikinn fögnuð sinna dyggu aðdáenda sem fylgja honum hvert fótspor á Augusta. Hann sigraði mótið á eftirminnilegan hátt árið 2012 en síðan þá hefur gengi þessa skemmtilega kylfings ekki verið mjög gott. Í öðru sæti er Ástralinn John Senden og er hann á fjórum höggum undir pari en jafnir í þriðja sæti eru Jonas Blixt, Thomas Bjorn, Jordan Spieth og sigurvegarinn frá því í fyrra, Adam Scott. Þá hefur frammistaða hins 54 ára gamla Fred Couples vakið athygli en hann deilir sjöunda sæti með Jim Furyk og Jimmy Walker á tveimur höggum undir pari.Rory McIlroy þótti sigurstranglegur fyrir mótið en hann hefur alls ekki fundið sig og er á fjórum höggum yfir pari. Hann setti niður rúmlega tveggja metra pútt fyrir pari á 18. holu til þess að komast í gegn um niðurskurðinn sem er þó meira en mörg önnur stór nöfn geta sagt sem Augusta hefur leikið grátt undanfarna daga. Meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurðinum eru Phil Mickelson, Sergio Garcia, Luke Donald, Webb Simpson, Graeme McDowell, Ernie Els og Dustin Johnson. Bein útsending frá þriðja hring hefst á Golfstöðinni klukkan 18:40 í kvöld.
Golf Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira