Gísli Marteinn kominn inn í Harvard Stefán Árni Pálsson skrifar 11. apríl 2014 18:17 Gísli Marteinn Baldursson. Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson er kominn inn í nám við bandaríska háskólann Harvard í Boston. „Ég var að frá bréf frá Harvard háskóla þar sem mér er tilkynnt að ég hafi komist inn í alveg frábært nám í skólanum sem ég hef þráð að komast í lengi,“ segir Gísli Marteinn í fréttabréfi sem hann sendir frá sér. Gísli segist vera svo glaður að hann geti næstum grátið eins og Tóbías í turninum gamla. „Þetta er eins árs prógramm í öllu því sem tengist borgum, uppbyggingu þeirra og þróun og er undir arkitekta- og hönnunarskólanum þeirra. Þetta er svokallað „fellowship“ fyrir fólk sem hefur reynslu af því að vinna í borgarmálum og endar ekki með neinni gráðu.“ Skólinn velur á hverju ári 10 manns inn í þetta nám. „Við setjum stundatöflurnar okkar saman sjálf í samráði við prófessorana og getum valið hvaða kúrsa sem við viljum í skólanum. Við erum líka hvött til að taka góðan tíma í að lesa og hugsa og ég ætla sjálfur að nota tímann til að skrifa um Reykjavík og spá í framtíð hennar. Þetta er náttúrulega sjúklega spennandi og ég hlakka mikið til.“ Gísli segir að hann fari út ásamt allri fjölskyldunni, nema hundinum Tinna, hann verði eftir. „Stelpurnar fara í skóla úti og við munum búa inni á Harvard svæðinu í Cambridge sem er einskonar úthverfi Boston. Það verður gaman fyrir okkur öll að kynnast nýrri borg og læra nýja siði.“ Gísli segist fara í leyfi frá störfum sínum í sjónvarpinu í haust, en vinni í verkefnum þangað til. „Svo sný ég aftur á þennan frábæra vinnustað næsta sumar. Þegar ég samdi við sjónvarpið í haust, var það hluti af ráðningunni að ef ég kæmist inn í þetta nám, fengi ég árs leyfi." Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson er kominn inn í nám við bandaríska háskólann Harvard í Boston. „Ég var að frá bréf frá Harvard háskóla þar sem mér er tilkynnt að ég hafi komist inn í alveg frábært nám í skólanum sem ég hef þráð að komast í lengi,“ segir Gísli Marteinn í fréttabréfi sem hann sendir frá sér. Gísli segist vera svo glaður að hann geti næstum grátið eins og Tóbías í turninum gamla. „Þetta er eins árs prógramm í öllu því sem tengist borgum, uppbyggingu þeirra og þróun og er undir arkitekta- og hönnunarskólanum þeirra. Þetta er svokallað „fellowship“ fyrir fólk sem hefur reynslu af því að vinna í borgarmálum og endar ekki með neinni gráðu.“ Skólinn velur á hverju ári 10 manns inn í þetta nám. „Við setjum stundatöflurnar okkar saman sjálf í samráði við prófessorana og getum valið hvaða kúrsa sem við viljum í skólanum. Við erum líka hvött til að taka góðan tíma í að lesa og hugsa og ég ætla sjálfur að nota tímann til að skrifa um Reykjavík og spá í framtíð hennar. Þetta er náttúrulega sjúklega spennandi og ég hlakka mikið til.“ Gísli segir að hann fari út ásamt allri fjölskyldunni, nema hundinum Tinna, hann verði eftir. „Stelpurnar fara í skóla úti og við munum búa inni á Harvard svæðinu í Cambridge sem er einskonar úthverfi Boston. Það verður gaman fyrir okkur öll að kynnast nýrri borg og læra nýja siði.“ Gísli segist fara í leyfi frá störfum sínum í sjónvarpinu í haust, en vinni í verkefnum þangað til. „Svo sný ég aftur á þennan frábæra vinnustað næsta sumar. Þegar ég samdi við sjónvarpið í haust, var það hluti af ráðningunni að ef ég kæmist inn í þetta nám, fengi ég árs leyfi."
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira