Fyrstu Saab tvinnbílarnir af færibandinu Finnur Thorlacius skrifar 11. apríl 2014 10:30 Saab 9-3 Aero Sedan. hybridCARS Þegar kínverskir fjárfestar kræktu í sænska bílaframleiðandann Saab var það gert í því skyni að gera Saab að rafmagnsbílum. Meiningin var að smíða áfram Saab 9-3 Aero Sedan bílinn og knýja hann áfram með rafmagni. Fyrstu 200 nýju eintökin af bílnum eru nú í smíðum sem tvinnbílar. Þeir komast fyrstu 200 kílómetrana á rafmagni. Eftir fyrri yfirlýsingar nýrra eigenda Saab, NEVS (National Electric Vehicles Sweden) um að breyta bílnum í rafmagnsbíl, hefur það vakið furðu sumra að hann er nú orðinn tvinnbíll. Þó eru fáir tvinnbílar sem komast lengra á rafmagninu einu saman en þessi bíll. Enn aðrir hafa áhyggjur af því að Saab 9-3 bíllinn þyki gamaldags, enda er hann orðinn 12 ára gamall bíll og langt frá því framúrstefnulegur, en ber þó klassíska hönnun. Nýi tvinnbíllinn er með 220 hestafla drifrás og er fjögurra strokka bensínvél í bílnum auk rafmagnsmótora. Fyrstu 200 bílarnir fara á markað í Kína, en þó einhver eintök til valdra aðila í Svíþjóð. Það er þó vonandi fyrir Saab aðdáendur að bílar Saab verði boði fyrir almenning, en nú eru liðin tvö og hálft ár síðan verksmiðjur Saab í Trollhättan lokuðu vegna gjaldþrots. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent
Þegar kínverskir fjárfestar kræktu í sænska bílaframleiðandann Saab var það gert í því skyni að gera Saab að rafmagnsbílum. Meiningin var að smíða áfram Saab 9-3 Aero Sedan bílinn og knýja hann áfram með rafmagni. Fyrstu 200 nýju eintökin af bílnum eru nú í smíðum sem tvinnbílar. Þeir komast fyrstu 200 kílómetrana á rafmagni. Eftir fyrri yfirlýsingar nýrra eigenda Saab, NEVS (National Electric Vehicles Sweden) um að breyta bílnum í rafmagnsbíl, hefur það vakið furðu sumra að hann er nú orðinn tvinnbíll. Þó eru fáir tvinnbílar sem komast lengra á rafmagninu einu saman en þessi bíll. Enn aðrir hafa áhyggjur af því að Saab 9-3 bíllinn þyki gamaldags, enda er hann orðinn 12 ára gamall bíll og langt frá því framúrstefnulegur, en ber þó klassíska hönnun. Nýi tvinnbíllinn er með 220 hestafla drifrás og er fjögurra strokka bensínvél í bílnum auk rafmagnsmótora. Fyrstu 200 bílarnir fara á markað í Kína, en þó einhver eintök til valdra aðila í Svíþjóð. Það er þó vonandi fyrir Saab aðdáendur að bílar Saab verði boði fyrir almenning, en nú eru liðin tvö og hálft ár síðan verksmiðjur Saab í Trollhättan lokuðu vegna gjaldþrots.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent