Ríkisskattstjóri rannsakar þá sem leigja út í gegnum Airbnb Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. apríl 2014 14:00 Rannsókn er í fullum gangi. „Við erum að skoða allar þessar gisti-síður, sem miðla eignum á Íslandi,“ segir Sigurður Jensson, forstöðumaður eftirlitssviðs Ríkisskattstjóra. Verið er að rannsaka þá sem hafa leigt út eignir sínar í gegnum vefsíður eins og Airbnb, sem er gjarnan nefnt heimagisting. Skattframtöl þeirra, sem hafa leigt út íbúðir sínar, verða skoðuð og kannað hvort þeir hafi borgað skatt af þeim tekjum sem hlutust af útleigu eigna í gegnum vefsíður og auglýsingar í fjölmiðlum. Málið var til umfjöllunar í Stóru málunum, á Stöð 2 á mánudaginn. „Rannsóknin er í fullum gangi. Við erum byrjuð á því að eiga í samskiptum við fjármálafyrirtæki. Við vinnum þetta í góðu samstarfi við þau. Upplýsingar þaðan verða bornar saman við skattframtöl fólks sem hefur leigt út eignir sínar,“ segir Sigurður. Í desember heimsótti lögreglan 35 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, sem höfðu verið auglýstar í fjölmiðlum og vefsíðum. Sú aðgerð var kölluð „leiðbeinandi eftirlit“ og var þeim sem höfðu auglýst gistirými til leigu bent á að verða sér úti um tilskilin leyfi.Er þörf á breyttri löggjöf í þessum málum? „Það er ekki komin niðurstaða úr þessu. Erum ekki segja það fyrirfram að einhver sé að svíkja undan skatti. Það er einhver orðrómur í gangi. Við þurfum að skoða málin og meta þau. Við þurfum að gera þetta með formlegum hætti. Fyrr er ekki hægt að segja neitt til um þetta,“ svarar Sigurður. Hann segir ennfremur að ekki verði hægt að gera neitt í málinu fyrr en álagning liggur fyrir. „Þetta er í öruggri vinnslu. Þetta gerist ekkert rosalega hratt. Það er ekki raunverulega hægt að skoða þetta fyrr en álagning er búin að eiga sér stað, sem er kannski í júlí. En við erum að safna gögnum þannig að hægt verði að keyra samanburðinn af stað þegar álagning liggur fyrir.Airbnb borgar hótelskatt í Bandaríkjunum Vefsíðan Airbnb, og fleiri henni líkar, hafa valdið usla í Bandaríkjunum. Til að mynda hafa borgaryfirvöld í Los Angeles og New York kannað málið og bent á að leiga á heimilum geti skapað ýmiss vandræði á borð við hávaða og umferð, því íbúðirnar séu í íbúðarhverfum sem séu ekki til þess gerð að taka á móti ferðamönnum. Saksóknarar í New York-borg kanna nú hvort að leiga á íbúðum í gegnum síður eins Airbnb standist skattalög. Forsvarsmenn síðunnar hafa tekið þá að borga hótelskatt í ákveðnum borgum þar í landi. David Hantman, einn af yfirmönnum Airbnb, segir að þrátt fyrir að menn innan fyrirtækisins séu ósammála skattalögum vilji þeir hjálpa viðskiptavinum sínum að fara eftir lögum og reglum. „Viðskiptavinir okkar reka ekki hótel og skattalög um gistirými eiga nánast eingöngu við um hótel,“ bætir hann við. Mest lesið Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Sjá meira
„Við erum að skoða allar þessar gisti-síður, sem miðla eignum á Íslandi,“ segir Sigurður Jensson, forstöðumaður eftirlitssviðs Ríkisskattstjóra. Verið er að rannsaka þá sem hafa leigt út eignir sínar í gegnum vefsíður eins og Airbnb, sem er gjarnan nefnt heimagisting. Skattframtöl þeirra, sem hafa leigt út íbúðir sínar, verða skoðuð og kannað hvort þeir hafi borgað skatt af þeim tekjum sem hlutust af útleigu eigna í gegnum vefsíður og auglýsingar í fjölmiðlum. Málið var til umfjöllunar í Stóru málunum, á Stöð 2 á mánudaginn. „Rannsóknin er í fullum gangi. Við erum byrjuð á því að eiga í samskiptum við fjármálafyrirtæki. Við vinnum þetta í góðu samstarfi við þau. Upplýsingar þaðan verða bornar saman við skattframtöl fólks sem hefur leigt út eignir sínar,“ segir Sigurður. Í desember heimsótti lögreglan 35 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, sem höfðu verið auglýstar í fjölmiðlum og vefsíðum. Sú aðgerð var kölluð „leiðbeinandi eftirlit“ og var þeim sem höfðu auglýst gistirými til leigu bent á að verða sér úti um tilskilin leyfi.Er þörf á breyttri löggjöf í þessum málum? „Það er ekki komin niðurstaða úr þessu. Erum ekki segja það fyrirfram að einhver sé að svíkja undan skatti. Það er einhver orðrómur í gangi. Við þurfum að skoða málin og meta þau. Við þurfum að gera þetta með formlegum hætti. Fyrr er ekki hægt að segja neitt til um þetta,“ svarar Sigurður. Hann segir ennfremur að ekki verði hægt að gera neitt í málinu fyrr en álagning liggur fyrir. „Þetta er í öruggri vinnslu. Þetta gerist ekkert rosalega hratt. Það er ekki raunverulega hægt að skoða þetta fyrr en álagning er búin að eiga sér stað, sem er kannski í júlí. En við erum að safna gögnum þannig að hægt verði að keyra samanburðinn af stað þegar álagning liggur fyrir.Airbnb borgar hótelskatt í Bandaríkjunum Vefsíðan Airbnb, og fleiri henni líkar, hafa valdið usla í Bandaríkjunum. Til að mynda hafa borgaryfirvöld í Los Angeles og New York kannað málið og bent á að leiga á heimilum geti skapað ýmiss vandræði á borð við hávaða og umferð, því íbúðirnar séu í íbúðarhverfum sem séu ekki til þess gerð að taka á móti ferðamönnum. Saksóknarar í New York-borg kanna nú hvort að leiga á íbúðum í gegnum síður eins Airbnb standist skattalög. Forsvarsmenn síðunnar hafa tekið þá að borga hótelskatt í ákveðnum borgum þar í landi. David Hantman, einn af yfirmönnum Airbnb, segir að þrátt fyrir að menn innan fyrirtækisins séu ósammála skattalögum vilji þeir hjálpa viðskiptavinum sínum að fara eftir lögum og reglum. „Viðskiptavinir okkar reka ekki hótel og skattalög um gistirými eiga nánast eingöngu við um hótel,“ bætir hann við.
Mest lesið Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Sjá meira