Menning

Barnamenningarhátíð í Listasafni Einars Jónssonar

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd/aðsend
Börnum á aldrinum 8 – 14 ára gefst kostur á að spreyta sig í skapandi skrifum undir leiðsögn Margrétar Lóu Jónsdóttur rithöfundar og íslenskufræðings.

Margrét Lóa hefur mikla reynslu af að vinna með börnum og ungmennum að ritun skapandi texta.

Vettvangurinn er ævintýraleg veröld Hnitbjarga, Listasafns Einars Jónssonar sem er heimur út af fyrir sig. Kynntar verða goðsagnir og þjóðsögur í nokkrum verka Einars Jónssonar og þær notaðar sem kveikja í nýtt efni sögusmiðanna sem mæta til að búa til sögur í sögusmiðjunni.

Nauðsynlegt er að skrá þátttakendur fyrirfram því einungis kemst takmarkaður fjöldi barna að.

Viðburðurinn fer fram þann 1. maí kl. 14:00 - 16:00. Aðgangur ókeypis og er viðburðurinn liður í Barnamenningarhátíð í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.