Verður endurkoma Tiger Woods á Opna breska meistaramótinu? AO skrifar 28. apríl 2014 11:43 Samkvæmt fréttum The Golf Channel þá mun Tiger Woods ekki byrja spila keppnisgolf fyrr en í júlí. Eins og golfáhugafólk veit þá fór Tiger í skurðaðgerð vegna bakmeiðsla sem hafði verið að plaga hann í marga mánuði. Þessi meiðsli urðu til þess að hann missti af Masters-mótinu í fyrsta skipti frá því að hann varð atvinnukylfingur. The Golf Channel segir frá því að fyrsta mót Tiger verði Opna breska meistaramótið sem fram fer á Royal Liverpool golfvellinum dagana 17-20 júlí í sumar. Samkvæmt yfirlýsingu frá Mark Steinberg, umboðsmanni Tigers, þá heppnaðist aðgerðin á baki hans mjög vel og án allra aukaverkana. Tiger hefur þegar aðeins verið að æfa sig að vippa og pútta. Mark Steinberger sagði: „Ég veit ekki nákvæma tímasetningu á því hvenær hann byrjar að keppa í golfi aftur. En ég reikna með að það verði í sumar. Ég veit að það er mjög víður tímarammi en eftir því sem vikurnar líða þá vitum við betur hvenær hann byrjar aftur. Í dag er aðeins of snemmt að segja til um nákvæma dagsetningu.“ Tiger vann Opna breska meistaramótið síðast þegar leikið var á Royal Liverpool árið 2006. Það var þriðji sigur hans á Opna breska meistaramótið og síðasta skiptið af þeim þremur. Vísir og iGolf.is hafa tekið höndum saman í umfjöllum um Golf. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. Golf Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Samkvæmt fréttum The Golf Channel þá mun Tiger Woods ekki byrja spila keppnisgolf fyrr en í júlí. Eins og golfáhugafólk veit þá fór Tiger í skurðaðgerð vegna bakmeiðsla sem hafði verið að plaga hann í marga mánuði. Þessi meiðsli urðu til þess að hann missti af Masters-mótinu í fyrsta skipti frá því að hann varð atvinnukylfingur. The Golf Channel segir frá því að fyrsta mót Tiger verði Opna breska meistaramótið sem fram fer á Royal Liverpool golfvellinum dagana 17-20 júlí í sumar. Samkvæmt yfirlýsingu frá Mark Steinberg, umboðsmanni Tigers, þá heppnaðist aðgerðin á baki hans mjög vel og án allra aukaverkana. Tiger hefur þegar aðeins verið að æfa sig að vippa og pútta. Mark Steinberger sagði: „Ég veit ekki nákvæma tímasetningu á því hvenær hann byrjar að keppa í golfi aftur. En ég reikna með að það verði í sumar. Ég veit að það er mjög víður tímarammi en eftir því sem vikurnar líða þá vitum við betur hvenær hann byrjar aftur. Í dag er aðeins of snemmt að segja til um nákvæma dagsetningu.“ Tiger vann Opna breska meistaramótið síðast þegar leikið var á Royal Liverpool árið 2006. Það var þriðji sigur hans á Opna breska meistaramótið og síðasta skiptið af þeim þremur. Vísir og iGolf.is hafa tekið höndum saman í umfjöllum um Golf. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
Golf Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira