Körfubolti

Blazers í góðri stöðu | Jafnt hjá Nets og Raptors

Aldridge treður í nótt.
Aldridge treður í nótt. vísir/getty
Portland Trailblazers er aðeins einum sigri frá því að komast í næstu umferð NBA-úrslitakeppninnar eftir magnaðan sigur á Houston í nótt eftir framlengingu.

LaMarcus Aldridge,leikmaður Portland, hefur farið hamförum í seríunni og er búinn að skora 141 stig og taka 46 fráköst í fyrstu fjórum leikjum liðanna. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem nær að fara yfir 140 stig og 45 fráköst í fyrstu fjórum leikjunum síðan Hakeem Olajuwon, fyrrum leikmaður Houston, gerði það árið 1988.

Aldridge skoraði 29 stig í nótt en alls skoruðu fjórir leikmenn Blazers yfir 20 stig í leiknum. James Harden stigahæstur hjá Houston með 28 stig.

Sería Brooklyn og Toronto er í járnum eftir sigur Toronto í nótt. Toronto hélt Nets í aðeins tólf stigum í fjórða leikhluta.

DeMar DeRozan skoraði 24 stig fyrir Toronto og þar af 20 í fyrri hálfleik. Kyle Lowry skoraði 22 stig. Deron Williams og Joe Johnson voru heillum horfnir í liði Nets og skoruðu aðeins 19 stig saman. Paul Pierce stigahæstur í liði Nets með 22 stig.

Úrslit (staða í einvíginu):

Brooklyn-Toronto  79-87 (2-2)

Portland-Houston  123-120 (3-1)

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×