Lagasetning leysir ekki deiluna Jón Júlíus Karlsson skrifar 25. apríl 2014 21:25 Flugmálastarfsmenn um land allt felldu niður störf í morgun í fimm klukkustundir. Tæp vika er í að allsherjarverkfall skelli á og engin lausn virðist í sjónmáli. Ríkisstjórn hefur ekki rætt hugsanlega lagasetningu á verkfallið. Flugmálastarfsmenn lögðu niður störf klukkan fjögur í morgun og stóð verkfallið yfir í fimm klukkustundir með tilheyrandi raski á flugi til og frá landinu. Þetta er þriðja skammtímaverkfallið í apríl en boðað hefur verið til allsherjaverkfalls næstkomandi miðvikudag takist ekki samningar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þá hefur ekki hefur komið til umræðu í ríkisstjórn að setja lög á verkfall flugmálastarfsmanna líkt og gert var í verkfalli starfsmanna Herjólfs í byrjun mánaðarins. Vel er hins vegar fylgst með málinu í innanríkisráðuneytinu sem fer með samgöngumál. Formaður félags flugmálastarfsmanna varar við lagasetningu og segir hana enga lausn. „Er virkilega svo komið að menn leysa vinnudeilur með lagasetningu. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður FFR. „Ég trúi því ekki að þingmenn suðurkjördæmis láti það óátalið að svona stór hópur, á stærsta vinnustað kjördæmisins, einum stærsta vinnustað landsins, geti ekki sótt sér kjarabætur á löglegan hátt með eðlilegum kröfum án þess að það þurfi að koma til lagasetningar.“ Flugmálastarfsmenn höfnuðu samningstilboði Samtaka atvinnulífsins á miðvikudag og var gert hlé á viðræðum í kjölfarið. Ríkissáttasemjari hefur boðað samningaðila til fundar síðdegis á sunnudag en þá verða þrír dagar í boðað allsherjarverkfall. Fréttir Tengdar fréttir Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. 25. apríl 2014 07:00 SA segja flumálastarfsmenn fara fram á 25,6 prósenta hækkun Viðræðum hefur verið frestað og vinnustöðvun verður á Keflavíkurflugvelli á morgun. 24. apríl 2014 13:43 „Óásættanlegt að samgöngum sé stefnt í voða“ Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirstandandi verkfallsaðgerða flugvallarstarfsmanna Isavia í fréttatilkynningu sem samtökin hafa sent frá sér. 25. apríl 2014 20:39 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Flugmálastarfsmenn um land allt felldu niður störf í morgun í fimm klukkustundir. Tæp vika er í að allsherjarverkfall skelli á og engin lausn virðist í sjónmáli. Ríkisstjórn hefur ekki rætt hugsanlega lagasetningu á verkfallið. Flugmálastarfsmenn lögðu niður störf klukkan fjögur í morgun og stóð verkfallið yfir í fimm klukkustundir með tilheyrandi raski á flugi til og frá landinu. Þetta er þriðja skammtímaverkfallið í apríl en boðað hefur verið til allsherjaverkfalls næstkomandi miðvikudag takist ekki samningar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þá hefur ekki hefur komið til umræðu í ríkisstjórn að setja lög á verkfall flugmálastarfsmanna líkt og gert var í verkfalli starfsmanna Herjólfs í byrjun mánaðarins. Vel er hins vegar fylgst með málinu í innanríkisráðuneytinu sem fer með samgöngumál. Formaður félags flugmálastarfsmanna varar við lagasetningu og segir hana enga lausn. „Er virkilega svo komið að menn leysa vinnudeilur með lagasetningu. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður FFR. „Ég trúi því ekki að þingmenn suðurkjördæmis láti það óátalið að svona stór hópur, á stærsta vinnustað kjördæmisins, einum stærsta vinnustað landsins, geti ekki sótt sér kjarabætur á löglegan hátt með eðlilegum kröfum án þess að það þurfi að koma til lagasetningar.“ Flugmálastarfsmenn höfnuðu samningstilboði Samtaka atvinnulífsins á miðvikudag og var gert hlé á viðræðum í kjölfarið. Ríkissáttasemjari hefur boðað samningaðila til fundar síðdegis á sunnudag en þá verða þrír dagar í boðað allsherjarverkfall.
Fréttir Tengdar fréttir Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. 25. apríl 2014 07:00 SA segja flumálastarfsmenn fara fram á 25,6 prósenta hækkun Viðræðum hefur verið frestað og vinnustöðvun verður á Keflavíkurflugvelli á morgun. 24. apríl 2014 13:43 „Óásættanlegt að samgöngum sé stefnt í voða“ Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirstandandi verkfallsaðgerða flugvallarstarfsmanna Isavia í fréttatilkynningu sem samtökin hafa sent frá sér. 25. apríl 2014 20:39 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. 25. apríl 2014 07:00
SA segja flumálastarfsmenn fara fram á 25,6 prósenta hækkun Viðræðum hefur verið frestað og vinnustöðvun verður á Keflavíkurflugvelli á morgun. 24. apríl 2014 13:43
„Óásættanlegt að samgöngum sé stefnt í voða“ Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirstandandi verkfallsaðgerða flugvallarstarfsmanna Isavia í fréttatilkynningu sem samtökin hafa sent frá sér. 25. apríl 2014 20:39