Lagasetning leysir ekki deiluna Jón Júlíus Karlsson skrifar 25. apríl 2014 21:25 Flugmálastarfsmenn um land allt felldu niður störf í morgun í fimm klukkustundir. Tæp vika er í að allsherjarverkfall skelli á og engin lausn virðist í sjónmáli. Ríkisstjórn hefur ekki rætt hugsanlega lagasetningu á verkfallið. Flugmálastarfsmenn lögðu niður störf klukkan fjögur í morgun og stóð verkfallið yfir í fimm klukkustundir með tilheyrandi raski á flugi til og frá landinu. Þetta er þriðja skammtímaverkfallið í apríl en boðað hefur verið til allsherjaverkfalls næstkomandi miðvikudag takist ekki samningar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þá hefur ekki hefur komið til umræðu í ríkisstjórn að setja lög á verkfall flugmálastarfsmanna líkt og gert var í verkfalli starfsmanna Herjólfs í byrjun mánaðarins. Vel er hins vegar fylgst með málinu í innanríkisráðuneytinu sem fer með samgöngumál. Formaður félags flugmálastarfsmanna varar við lagasetningu og segir hana enga lausn. „Er virkilega svo komið að menn leysa vinnudeilur með lagasetningu. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður FFR. „Ég trúi því ekki að þingmenn suðurkjördæmis láti það óátalið að svona stór hópur, á stærsta vinnustað kjördæmisins, einum stærsta vinnustað landsins, geti ekki sótt sér kjarabætur á löglegan hátt með eðlilegum kröfum án þess að það þurfi að koma til lagasetningar.“ Flugmálastarfsmenn höfnuðu samningstilboði Samtaka atvinnulífsins á miðvikudag og var gert hlé á viðræðum í kjölfarið. Ríkissáttasemjari hefur boðað samningaðila til fundar síðdegis á sunnudag en þá verða þrír dagar í boðað allsherjarverkfall. Fréttir Tengdar fréttir Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. 25. apríl 2014 07:00 SA segja flumálastarfsmenn fara fram á 25,6 prósenta hækkun Viðræðum hefur verið frestað og vinnustöðvun verður á Keflavíkurflugvelli á morgun. 24. apríl 2014 13:43 „Óásættanlegt að samgöngum sé stefnt í voða“ Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirstandandi verkfallsaðgerða flugvallarstarfsmanna Isavia í fréttatilkynningu sem samtökin hafa sent frá sér. 25. apríl 2014 20:39 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Flugmálastarfsmenn um land allt felldu niður störf í morgun í fimm klukkustundir. Tæp vika er í að allsherjarverkfall skelli á og engin lausn virðist í sjónmáli. Ríkisstjórn hefur ekki rætt hugsanlega lagasetningu á verkfallið. Flugmálastarfsmenn lögðu niður störf klukkan fjögur í morgun og stóð verkfallið yfir í fimm klukkustundir með tilheyrandi raski á flugi til og frá landinu. Þetta er þriðja skammtímaverkfallið í apríl en boðað hefur verið til allsherjaverkfalls næstkomandi miðvikudag takist ekki samningar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þá hefur ekki hefur komið til umræðu í ríkisstjórn að setja lög á verkfall flugmálastarfsmanna líkt og gert var í verkfalli starfsmanna Herjólfs í byrjun mánaðarins. Vel er hins vegar fylgst með málinu í innanríkisráðuneytinu sem fer með samgöngumál. Formaður félags flugmálastarfsmanna varar við lagasetningu og segir hana enga lausn. „Er virkilega svo komið að menn leysa vinnudeilur með lagasetningu. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður FFR. „Ég trúi því ekki að þingmenn suðurkjördæmis láti það óátalið að svona stór hópur, á stærsta vinnustað kjördæmisins, einum stærsta vinnustað landsins, geti ekki sótt sér kjarabætur á löglegan hátt með eðlilegum kröfum án þess að það þurfi að koma til lagasetningar.“ Flugmálastarfsmenn höfnuðu samningstilboði Samtaka atvinnulífsins á miðvikudag og var gert hlé á viðræðum í kjölfarið. Ríkissáttasemjari hefur boðað samningaðila til fundar síðdegis á sunnudag en þá verða þrír dagar í boðað allsherjarverkfall.
Fréttir Tengdar fréttir Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. 25. apríl 2014 07:00 SA segja flumálastarfsmenn fara fram á 25,6 prósenta hækkun Viðræðum hefur verið frestað og vinnustöðvun verður á Keflavíkurflugvelli á morgun. 24. apríl 2014 13:43 „Óásættanlegt að samgöngum sé stefnt í voða“ Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirstandandi verkfallsaðgerða flugvallarstarfsmanna Isavia í fréttatilkynningu sem samtökin hafa sent frá sér. 25. apríl 2014 20:39 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. 25. apríl 2014 07:00
SA segja flumálastarfsmenn fara fram á 25,6 prósenta hækkun Viðræðum hefur verið frestað og vinnustöðvun verður á Keflavíkurflugvelli á morgun. 24. apríl 2014 13:43
„Óásættanlegt að samgöngum sé stefnt í voða“ Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirstandandi verkfallsaðgerða flugvallarstarfsmanna Isavia í fréttatilkynningu sem samtökin hafa sent frá sér. 25. apríl 2014 20:39
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent