Tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik og líkamsárásir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. apríl 2014 17:17 Gísli Þór Gunnarsson þegar Stokkseyrarmálið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Gísla Þór Gunnarsson í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik, tilraun til ráns og tvær árásir með hníf. Í fyrri árásinni skar Gísli meintan vændiskaupanda á háls sem hann hugðist ræna og í þeirri seinni skar hann mann á framhandlegg. Honum er gert að greiða fórnarlömbum sínum samtals 2,5 milljónir króna í miskabætur. Gísli Þór afplánar nú tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að Stokkseyrarmálinu.Þrennt var ákært í máli er varðar fjársvik. Þremenningarnir settu auglýsingu um vændi í dagblað á síðasta ári og höfðu þau fjörutíu þúsund krónur af karlmanni á fertugsaldri sem svaraði auglýsingunni. Þegar maðurinn hugðist nýta sér þjónustuna ruddust þeir Gísli Þór og einn ákærðu, Jón Einar, inn í bíl hans og gerðu tilraun til þess að ræna hann. Ránstilraunin fór hinsvegar út um þúfur þegar Gísli Þór skar manninn á háls. Maðurinn hlaut tvo skurði, annar náði frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum en hinn var þvert á hálsinn í átt að barkanum. Jón Einar Randversson, 32 ára síbrotamaður og tvítug stúlka, samverkamenn Gísla, voru einnig ákærð fyrir tilraun til ráns. Þau neituðu bæði sök í málinu. Stúlkan sagði fyrir dómi að tilviljun hafi ráðið því að hún hafi hitt ákærðu þennan dag og hafi hún ekki þorað öðru en að taka þátt í fjársvikabroti þeirra. Í dómi héraðsdóms kemur fram að framburði hennar hafi ekki verið hnekkt. Hún var dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Jón Einar sagði fyrir dómi að hann hefði ekki haft í hyggju að ræna vændiskaupandann og var hann sýknaður af kröfum ákæruvalds að því leyti. Gísla Þór er gert að greiða manninum 1,5 milljón í miskabætur. Gísli Þór var einnig ákærður fyrir að hafa ráðist á mann í Breiðholti með hníf og veitt honum tíu sentímetra langt skurðsár á hægri framhandlegg fyrir ofan úlnlið. Gísli var dæmdur til að greiða honum eina milljón í miskabætur. Þá var þeim öllum gert að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna. Jóni Einari og stúlkunni er gert að greiða verjendum sínum 690.250 krónur og er Gísla Þór gert að greiða 636.913 krónur til réttargæslumanna fórnarlambanna í málinu og 115.678 krónur í annan sakakostnað. Gísla Þór er því gert að gera 3.942.841 krónu í heild. Stokkseyrarmálið Tengdar fréttir Skýrslur teknar af tveimur ákærðu en málinu frestað Aðilarnir þrír, tveir karlmenn og ein kona, eru ákærð fyrir að auglýsa vændi og ráðast á kaupanda. 2. apríl 2014 10:47 „Ég þorði ekki öðru en að segja já“ „Ég man rosa lítið. Ég var út úr vímuð,“ segir konan sem ákærð er fyrir fjársvik og var notuð sem tálbeita í vændisauglýsingu í vitnaleiðslum í dag. 9. apríl 2014 15:59 Auglýstu vændi og réðust á kaupanda Vændiskaupandinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. 12. mars 2014 13:27 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Gísla Þór Gunnarsson í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik, tilraun til ráns og tvær árásir með hníf. Í fyrri árásinni skar Gísli meintan vændiskaupanda á háls sem hann hugðist ræna og í þeirri seinni skar hann mann á framhandlegg. Honum er gert að greiða fórnarlömbum sínum samtals 2,5 milljónir króna í miskabætur. Gísli Þór afplánar nú tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að Stokkseyrarmálinu.Þrennt var ákært í máli er varðar fjársvik. Þremenningarnir settu auglýsingu um vændi í dagblað á síðasta ári og höfðu þau fjörutíu þúsund krónur af karlmanni á fertugsaldri sem svaraði auglýsingunni. Þegar maðurinn hugðist nýta sér þjónustuna ruddust þeir Gísli Þór og einn ákærðu, Jón Einar, inn í bíl hans og gerðu tilraun til þess að ræna hann. Ránstilraunin fór hinsvegar út um þúfur þegar Gísli Þór skar manninn á háls. Maðurinn hlaut tvo skurði, annar náði frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum en hinn var þvert á hálsinn í átt að barkanum. Jón Einar Randversson, 32 ára síbrotamaður og tvítug stúlka, samverkamenn Gísla, voru einnig ákærð fyrir tilraun til ráns. Þau neituðu bæði sök í málinu. Stúlkan sagði fyrir dómi að tilviljun hafi ráðið því að hún hafi hitt ákærðu þennan dag og hafi hún ekki þorað öðru en að taka þátt í fjársvikabroti þeirra. Í dómi héraðsdóms kemur fram að framburði hennar hafi ekki verið hnekkt. Hún var dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Jón Einar sagði fyrir dómi að hann hefði ekki haft í hyggju að ræna vændiskaupandann og var hann sýknaður af kröfum ákæruvalds að því leyti. Gísla Þór er gert að greiða manninum 1,5 milljón í miskabætur. Gísli Þór var einnig ákærður fyrir að hafa ráðist á mann í Breiðholti með hníf og veitt honum tíu sentímetra langt skurðsár á hægri framhandlegg fyrir ofan úlnlið. Gísli var dæmdur til að greiða honum eina milljón í miskabætur. Þá var þeim öllum gert að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna. Jóni Einari og stúlkunni er gert að greiða verjendum sínum 690.250 krónur og er Gísla Þór gert að greiða 636.913 krónur til réttargæslumanna fórnarlambanna í málinu og 115.678 krónur í annan sakakostnað. Gísla Þór er því gert að gera 3.942.841 krónu í heild.
Stokkseyrarmálið Tengdar fréttir Skýrslur teknar af tveimur ákærðu en málinu frestað Aðilarnir þrír, tveir karlmenn og ein kona, eru ákærð fyrir að auglýsa vændi og ráðast á kaupanda. 2. apríl 2014 10:47 „Ég þorði ekki öðru en að segja já“ „Ég man rosa lítið. Ég var út úr vímuð,“ segir konan sem ákærð er fyrir fjársvik og var notuð sem tálbeita í vændisauglýsingu í vitnaleiðslum í dag. 9. apríl 2014 15:59 Auglýstu vændi og réðust á kaupanda Vændiskaupandinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. 12. mars 2014 13:27 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Skýrslur teknar af tveimur ákærðu en málinu frestað Aðilarnir þrír, tveir karlmenn og ein kona, eru ákærð fyrir að auglýsa vændi og ráðast á kaupanda. 2. apríl 2014 10:47
„Ég þorði ekki öðru en að segja já“ „Ég man rosa lítið. Ég var út úr vímuð,“ segir konan sem ákærð er fyrir fjársvik og var notuð sem tálbeita í vændisauglýsingu í vitnaleiðslum í dag. 9. apríl 2014 15:59
Auglýstu vændi og réðust á kaupanda Vændiskaupandinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. 12. mars 2014 13:27