Málssókn Tarantinos gegn Gawker vísað frá Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 23. apríl 2014 15:09 Tarantino segir aðeins sex manns hafa fengið afrit af handritinu. vísir/getty Málssókn kvikmyndaleikstjórans Quentins Tarantino gegn vefsíðunni Gawker var vísað frá dómi í gær þar sem ekki þótti sannað að um höfundarréttarbrot væri að ræða. Málið snýr að handriti vestrans The Hateful Eight sem lekið var á netið en Gawker skrifuðu frétt um lekann og vísuðu með tengli á handritið. Vefsíðan varð ekki við beiðni leikstjórans um að fjarlægja hlekkina og höfðaði hann því mál. Alríkisdómarinn John F. Walter gaf leikstjóranum frest til 1. maí til þess að laga kröfuna og höfða málið upp á nýtt. Tarantino sagði í samtali við vefsíðuna Deadline að aðeins sex manns hefðu fengið afrit af handritinu, þar á meðal leikararnir Bruce Dern, Michael Madsen og Tim Roth, en ekki er vitað hver lak því. Leikstjórinn vinnur nú að breytingum á handritinu og segir hann enn mögulegt að gera myndina, en áður hafði hann ákveðið að hætta við gerð hennar. Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Málssókn kvikmyndaleikstjórans Quentins Tarantino gegn vefsíðunni Gawker var vísað frá dómi í gær þar sem ekki þótti sannað að um höfundarréttarbrot væri að ræða. Málið snýr að handriti vestrans The Hateful Eight sem lekið var á netið en Gawker skrifuðu frétt um lekann og vísuðu með tengli á handritið. Vefsíðan varð ekki við beiðni leikstjórans um að fjarlægja hlekkina og höfðaði hann því mál. Alríkisdómarinn John F. Walter gaf leikstjóranum frest til 1. maí til þess að laga kröfuna og höfða málið upp á nýtt. Tarantino sagði í samtali við vefsíðuna Deadline að aðeins sex manns hefðu fengið afrit af handritinu, þar á meðal leikararnir Bruce Dern, Michael Madsen og Tim Roth, en ekki er vitað hver lak því. Leikstjórinn vinnur nú að breytingum á handritinu og segir hann enn mögulegt að gera myndina, en áður hafði hann ákveðið að hætta við gerð hennar.
Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira