Körfubolti

Popovich valinn besti þjálfari NBA-deildarinnar

Popovich með Tim Duncan.
Popovich með Tim Duncan. vísir/getty
Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, komst í hóp með góðum mönnum í dag er hann var valinn besti þjálfari NBA-deildarinnar.

Þetta er í þriðja skiptið sem Popovich hlýtur þessa útnefningu. Hann jafnaði þar með þá Pat Riley og Don Nelson yfir þá þjálfara sem oftast hafa hlotið þessa eftirsóttu útnefningu.

Popocvich er klárlega vel að henni kominn. Spurs vann 62 leiki í deildinni og tapaði aðeins 20. Það var besti árangur allra liða í deildinni.

Liðið var 30-11 á útivelli sem er besti útivallarárangur í sögu Spurs. Liðið vann einnig 19 leiki í röð á tímabilinu og það er líka met hjá Spurs.

Popovich fékk 380 stig í kjörinu og þar af settu 59 hann í fyrsta sæti en 124 einstaklingar hafa rétt til þess að kjósa.

Jeff Hornacek, þjálfari Phoenix Suns, varð annar í kjörinu með 339 stig. 37 settu hann í fyrsta sæti en þetta er fyrsta tímabil Hornacek sem þjálfara.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×