Körfubolti

Phil Jackson búinn að reka Woodson

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mike Woodson
Mike Woodson Vísir/Getty
Phil Jackson, forseti New York Knicks í NBA-körfuboltanum, tók sína fyrstu stóru ákvörðun í starfinu í dag þegar hann tók sig til og rak allt þjálfaralið félagsins. Þetta kemur fram í bandarískum fjölmiðlum.

Mike Woodson og allir aðstoðarmenn hans voru látnir taka pokann sinn en Woodson var búinn að vera þjálfari New York Knicks liðsins í þrjú ár. New York vann 109 af 188 leikjum sínum undir stjórn Mike Woodson en liðið komst ekki í úrslitakeppnina í ár.

Það er þó ekki eins og brottrekstur Mike Woodson hafi komið á óvart því fjölmiðlar hefðu gert sér mat úr því að Phil Jackson hefði lítið talað við þjálfara liðsins síðan að hann settist í forsetastólinn í vetur.

Steve Kerr, sem lék fyrir Phil Jackson hjá Chicago Bulls frá 1993 til 1998, hefur verið orðaður við starfið en aðrir sem þykja koma til greina eru Brian Shaw, þjálfari Denver Nuggets, Jim Cleamons, aðstoðarþjálfari hjá Milwaukee Bucks og Kurt Rambis, aðstoðarþjálfari Los Angeles Lakers.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×