Körfubolti

Strákurinn úr Malcolm in the middle vill kaupa Clippers

Muniz er mikill aðdáandi Clippers.
Muniz er mikill aðdáandi Clippers. vísir/getty
Það bætist enn á lista yfir stjörnur sem vilja kaupa NBA-félagið Los Angeles Clippers en eigandi félagsins, Donald Sterling, er kominn í lífstíðarbann frá NBA-deildinni.

Nú er það leikarinn Frankie Muniz sem hefur lýst yfir áhuga á að kaupa félagið. Hann varð þekktur fyrir leik sinn í þáttunum Malcolm in the middle.

Muniz, sem orðinn er 28 ára, varð moldríkur af þáttöku sinni í þáttunum og hefur lifað ljúfa lífinu síðustu ár. Hann tekur þátt í kappakstri, spilar mikið golf og er trommari í hljómsveit.

Hann er einn af þekktustu stuðningsmönnum Clippers og hefur vanið komur sínar á leiki liðsins í mörg ár. Hann ákvað að halda með liðinu efitir að hafa spila NBA Live '95 tölvuleikinn.

NBA

Tengdar fréttir

De la Hoya og Mayweather vilja kaupa Clippers

Það stefnir í harða baráttu um eignarhaldið á LA Clippers eftir að eigandi félagsins, Donald Sterling, fékk lífstíðarbann frá deildinni í gær.

Magic vill kaupa LA Clippers

Magic Johnson er á meðal þeirra sem varð í eldlínunni í kynþáttaníðsmáli eiganda LA Clippers, Donald Sterling.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×