Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum 9. maí 2014 20:30 Hamilton á æfingu á Spáni í dag Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Spánarkappaksturinn í formúlu eitt. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar á seinni æfingunni og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. Rosberg lenti í vandræðum á fyrri æfingunni en þar náði Jenson Button á McLaren að setja annan besta tímann. Ricciardo varð aftur þriðji. Þegar fyrri æfingunni lauk hafði Sebastian Vettel aðeins lokið 4 hringjum. Bíll hans stöðvaðist í brautinni. Rosberg lenti í vandræðum með nýja vél sem hann var ný byrjaður að nota og ók aðeins 9 hringi. Pastor Maldonado á Lotus ók mest allra eða 34 hringi á fyrri æfingunni. Ökumenn í öðru til og með þrettánda sæti á æfingunni voru á sömu sekúndunni.Vergne á þremur dekkjumVísir/GettyÁ seinni æfingunni hafði Mercedes tekist að gera við bíl Rosberg. Red Bull tókst hins vegar ekki að laga bíl Vettel, sem sat alla æfinguna á þjónustusvæðinu vegna rafmagnsbilunar. Maldonado endurtók leikinn frá fyrri æfingunni og ók flesta hringi eða 42.Jean-Eric Vergne lenti í því að hægra afturdekkið losnaði undan bíl hans. Toro Rosso liðið má því búast við hárri sekt. Tímatakan fyrir spænska kappaksturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 11:50 á morgun. Keppnin er svo á dagskrá á sunnudag klukkan 11:30. Formúla Tengdar fréttir Hamilton nánast fullkominn Lewis Hamilton ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína í Formúlu 1 það sem af er tímabili en hann er búinn að vinna þrjár síðustu keppnir eftir að klára ekki þá fyrstu. 6. maí 2014 17:45 Lewis Hamilton aldrei ógnað í Kína Lewis Hamilton á Mercedes vann kínverska kappaksturinn. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Fernando Alonso á Ferrari varð þriðji. 20. apríl 2014 08:48 Breytingar hjá McLaren-liðinu McLaren hefur sett af stað áætlun til komast aftur í toppbaráttuna í Formúlu 1. Áætlunin felst einna helst í mannabreytingum og vegur þar þyngst ráðning tveggja loftflæðisérfræðinga. McLaren ætlar að ná aftur fyrri frama. 2. maí 2014 21:15 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Spánarkappaksturinn í formúlu eitt. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar á seinni æfingunni og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. Rosberg lenti í vandræðum á fyrri æfingunni en þar náði Jenson Button á McLaren að setja annan besta tímann. Ricciardo varð aftur þriðji. Þegar fyrri æfingunni lauk hafði Sebastian Vettel aðeins lokið 4 hringjum. Bíll hans stöðvaðist í brautinni. Rosberg lenti í vandræðum með nýja vél sem hann var ný byrjaður að nota og ók aðeins 9 hringi. Pastor Maldonado á Lotus ók mest allra eða 34 hringi á fyrri æfingunni. Ökumenn í öðru til og með þrettánda sæti á æfingunni voru á sömu sekúndunni.Vergne á þremur dekkjumVísir/GettyÁ seinni æfingunni hafði Mercedes tekist að gera við bíl Rosberg. Red Bull tókst hins vegar ekki að laga bíl Vettel, sem sat alla æfinguna á þjónustusvæðinu vegna rafmagnsbilunar. Maldonado endurtók leikinn frá fyrri æfingunni og ók flesta hringi eða 42.Jean-Eric Vergne lenti í því að hægra afturdekkið losnaði undan bíl hans. Toro Rosso liðið má því búast við hárri sekt. Tímatakan fyrir spænska kappaksturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 11:50 á morgun. Keppnin er svo á dagskrá á sunnudag klukkan 11:30.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton nánast fullkominn Lewis Hamilton ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína í Formúlu 1 það sem af er tímabili en hann er búinn að vinna þrjár síðustu keppnir eftir að klára ekki þá fyrstu. 6. maí 2014 17:45 Lewis Hamilton aldrei ógnað í Kína Lewis Hamilton á Mercedes vann kínverska kappaksturinn. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Fernando Alonso á Ferrari varð þriðji. 20. apríl 2014 08:48 Breytingar hjá McLaren-liðinu McLaren hefur sett af stað áætlun til komast aftur í toppbaráttuna í Formúlu 1. Áætlunin felst einna helst í mannabreytingum og vegur þar þyngst ráðning tveggja loftflæðisérfræðinga. McLaren ætlar að ná aftur fyrri frama. 2. maí 2014 21:15 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Hamilton nánast fullkominn Lewis Hamilton ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína í Formúlu 1 það sem af er tímabili en hann er búinn að vinna þrjár síðustu keppnir eftir að klára ekki þá fyrstu. 6. maí 2014 17:45
Lewis Hamilton aldrei ógnað í Kína Lewis Hamilton á Mercedes vann kínverska kappaksturinn. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Fernando Alonso á Ferrari varð þriðji. 20. apríl 2014 08:48
Breytingar hjá McLaren-liðinu McLaren hefur sett af stað áætlun til komast aftur í toppbaráttuna í Formúlu 1. Áætlunin felst einna helst í mannabreytingum og vegur þar þyngst ráðning tveggja loftflæðisérfræðinga. McLaren ætlar að ná aftur fyrri frama. 2. maí 2014 21:15