Ekkert lát á góðri veiði í Þingvallavatni Karl Lúðviksson skrifar 9. maí 2014 15:33 Bjarki með 85 sm hrygnu úr Þingvallavatni Það er hætt við því að það sé að verða of mikið af veiðifréttum úr þingvallavatni en það er ekki hægt annað en að segja frá því þegar vel gengur í veiði, sama hvar það er. Eitt af því sem mætti bæta er skráning aflans við vatnið því það veit í raun engin hversu mikið veiðist í vatninu og þar af leiðandi er erfitt að henda reiður á hvernig ásókn í stofnana í vatninu er. Urriðinn virðist vera í all svakalegu tökustuði þessa dagana því við fáum fréttir á hverjum degi af stórfiskum sem koma á land í Þjóðgarðinum og þessar fréttir virðast draga fleiri að vatninu. Bjarki Már Jóhannsson er búinn að landa mörgum stórum urriðanum við vatnið í sumar og deilir með okkur mynd af fiski sem hann tók þar í gær í þjóðgarðinum. Bestu flugurnar hafa verið straumflugur, helst nokkuð bjartar með appelsínugulu stuttu skotti en Black Ghost, Grey Ghost og Nobblerar af ýmsum litum hafa líka gefið vel. Það má reikna með að það séu kannski 2 vikur eftir af besta tímanum í urriðaveiðinni en þá hverfur fiskurinn í dýpra vatn og bleikjan kemur þá í staðinn, sem er ekkert verra því hana má hirða og fín er hún á grillið blessuð bleikjan. Stangveiði Mest lesið Nettar græjur og litlar flugur bestar í Minnivallalæk Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði Mjög gott í Langá Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Salan á veiðileyfum fyrir 2018 gengur vel Veiði Umhverfisslys við Ytri Rangá Veiði Farið að sjatna í Norðurá Veiði
Það er hætt við því að það sé að verða of mikið af veiðifréttum úr þingvallavatni en það er ekki hægt annað en að segja frá því þegar vel gengur í veiði, sama hvar það er. Eitt af því sem mætti bæta er skráning aflans við vatnið því það veit í raun engin hversu mikið veiðist í vatninu og þar af leiðandi er erfitt að henda reiður á hvernig ásókn í stofnana í vatninu er. Urriðinn virðist vera í all svakalegu tökustuði þessa dagana því við fáum fréttir á hverjum degi af stórfiskum sem koma á land í Þjóðgarðinum og þessar fréttir virðast draga fleiri að vatninu. Bjarki Már Jóhannsson er búinn að landa mörgum stórum urriðanum við vatnið í sumar og deilir með okkur mynd af fiski sem hann tók þar í gær í þjóðgarðinum. Bestu flugurnar hafa verið straumflugur, helst nokkuð bjartar með appelsínugulu stuttu skotti en Black Ghost, Grey Ghost og Nobblerar af ýmsum litum hafa líka gefið vel. Það má reikna með að það séu kannski 2 vikur eftir af besta tímanum í urriðaveiðinni en þá hverfur fiskurinn í dýpra vatn og bleikjan kemur þá í staðinn, sem er ekkert verra því hana má hirða og fín er hún á grillið blessuð bleikjan.
Stangveiði Mest lesið Nettar græjur og litlar flugur bestar í Minnivallalæk Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði Mjög gott í Langá Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Salan á veiðileyfum fyrir 2018 gengur vel Veiði Umhverfisslys við Ytri Rangá Veiði Farið að sjatna í Norðurá Veiði