Hannes Smárason bar af sér allar sakir í fjárdráttarmáli Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. maí 2014 15:26 Málið verður tekið fyrir 9. október nk. Hannes Smárason neitaði sök í fjárdráttarmáli FL Group þegar hann mætti í fyrsta skipti fyrir dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málinu var frestað til 9. október og verður greinagerð skilað inn þann dag. Hannes er ákærður fyrir að hafa í apríl árið 2005 dregið að sér tæplega þrjá milljarða króna af reikningi FL Group og ráðstafað þeim til Fons eignarhaldsfélags. Fjárhæðin var millifærð án vitundar og samþykkis stjórnenda og stjórnar FL Group. Verði Hannes fundinn sekur um fjárdrátt gæti hann átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Í ákærunni kemur fram að Hannes hafi millifært upphæðina til baka, ásamt vöxtum, tveimur mánuðum eftir að hafa fært fjármunina af reikningi FL Group. Hannes mun þó ekki hafa millifært fjármunina tilbaka fyrr en eftir þrýsting frá stjórnendum fyrirtækisins. Millifærslan hafði fram að því ekki verið færð í bókhald FL Group. Kaupþing banki í Lúxemborg veitti Fons lán til að greiða fjárhæðina tilbaka.Gísli Hall, verjandi Hannesar, segir að líklega verði vitnum fækkað eitthvað, en um tuttugu og fimm manns eru nú á vitnalistanum. Samkvæmt frétt RÚV er Inga Jóna Þórðardóttir á meðal þeirra sem gert er ráð fyrir að beri vitni, en talið er að millifærslan hafi átt þátt í að Inga Jóna ásamt öðrum stjórnarmönnum sögðu af sér árið 2005. Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari ákærir Hannes Smárason Ákæran snýst um millifærslu tæplega 3 milljarða króna af reikningum FL Group til Kaupþings í Lúxemborg í apríl 2005. 4. nóvember 2013 21:48 Hannes dæmdur til að greiða Landsbankanum á annan milljarð króna Hannes Smárason, fjárfestir, var í dag dæmdur til að greiða Landsbankanum á annan milljarð króna vegna sjálfskuldarábyrgða sem hann gekkst í vegna lánveitinga bankans til tveggja einkahlutafélaga í hans eigu. 28. nóvember 2013 18:30 Verjandi Hannesar segir sannanir skorta Gísli Guðni Hall, verjandi Hannesar Smárasonar, segir að skortur sé á sönnunum í ákæru sérstaks saksóknara gegn skjólstæðingi sínum. Hann sakar embættið um að leka gögnum til fjölmiðla. 9. nóvember 2013 19:23 Hannes Smárason kominn aftur í erfðabransann Vill styðja við ný viðskiptatækifæri í DNA-raðgreiningum. 9. september 2013 18:39 Hannes Smárason mætti ekki fyrir dóm Verjandi Hannesar segist hugsanlega ætla krefjast frávísunar. 14. nóvember 2013 12:09 Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
Hannes Smárason neitaði sök í fjárdráttarmáli FL Group þegar hann mætti í fyrsta skipti fyrir dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málinu var frestað til 9. október og verður greinagerð skilað inn þann dag. Hannes er ákærður fyrir að hafa í apríl árið 2005 dregið að sér tæplega þrjá milljarða króna af reikningi FL Group og ráðstafað þeim til Fons eignarhaldsfélags. Fjárhæðin var millifærð án vitundar og samþykkis stjórnenda og stjórnar FL Group. Verði Hannes fundinn sekur um fjárdrátt gæti hann átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Í ákærunni kemur fram að Hannes hafi millifært upphæðina til baka, ásamt vöxtum, tveimur mánuðum eftir að hafa fært fjármunina af reikningi FL Group. Hannes mun þó ekki hafa millifært fjármunina tilbaka fyrr en eftir þrýsting frá stjórnendum fyrirtækisins. Millifærslan hafði fram að því ekki verið færð í bókhald FL Group. Kaupþing banki í Lúxemborg veitti Fons lán til að greiða fjárhæðina tilbaka.Gísli Hall, verjandi Hannesar, segir að líklega verði vitnum fækkað eitthvað, en um tuttugu og fimm manns eru nú á vitnalistanum. Samkvæmt frétt RÚV er Inga Jóna Þórðardóttir á meðal þeirra sem gert er ráð fyrir að beri vitni, en talið er að millifærslan hafi átt þátt í að Inga Jóna ásamt öðrum stjórnarmönnum sögðu af sér árið 2005.
Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari ákærir Hannes Smárason Ákæran snýst um millifærslu tæplega 3 milljarða króna af reikningum FL Group til Kaupþings í Lúxemborg í apríl 2005. 4. nóvember 2013 21:48 Hannes dæmdur til að greiða Landsbankanum á annan milljarð króna Hannes Smárason, fjárfestir, var í dag dæmdur til að greiða Landsbankanum á annan milljarð króna vegna sjálfskuldarábyrgða sem hann gekkst í vegna lánveitinga bankans til tveggja einkahlutafélaga í hans eigu. 28. nóvember 2013 18:30 Verjandi Hannesar segir sannanir skorta Gísli Guðni Hall, verjandi Hannesar Smárasonar, segir að skortur sé á sönnunum í ákæru sérstaks saksóknara gegn skjólstæðingi sínum. Hann sakar embættið um að leka gögnum til fjölmiðla. 9. nóvember 2013 19:23 Hannes Smárason kominn aftur í erfðabransann Vill styðja við ný viðskiptatækifæri í DNA-raðgreiningum. 9. september 2013 18:39 Hannes Smárason mætti ekki fyrir dóm Verjandi Hannesar segist hugsanlega ætla krefjast frávísunar. 14. nóvember 2013 12:09 Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
Sérstakur saksóknari ákærir Hannes Smárason Ákæran snýst um millifærslu tæplega 3 milljarða króna af reikningum FL Group til Kaupþings í Lúxemborg í apríl 2005. 4. nóvember 2013 21:48
Hannes dæmdur til að greiða Landsbankanum á annan milljarð króna Hannes Smárason, fjárfestir, var í dag dæmdur til að greiða Landsbankanum á annan milljarð króna vegna sjálfskuldarábyrgða sem hann gekkst í vegna lánveitinga bankans til tveggja einkahlutafélaga í hans eigu. 28. nóvember 2013 18:30
Verjandi Hannesar segir sannanir skorta Gísli Guðni Hall, verjandi Hannesar Smárasonar, segir að skortur sé á sönnunum í ákæru sérstaks saksóknara gegn skjólstæðingi sínum. Hann sakar embættið um að leka gögnum til fjölmiðla. 9. nóvember 2013 19:23
Hannes Smárason kominn aftur í erfðabransann Vill styðja við ný viðskiptatækifæri í DNA-raðgreiningum. 9. september 2013 18:39
Hannes Smárason mætti ekki fyrir dóm Verjandi Hannesar segist hugsanlega ætla krefjast frávísunar. 14. nóvember 2013 12:09