Martin Kaymer setti vallarmet á fyrsta degi á Players 9. maí 2014 09:29 Martin Kaymer fór á kostum í gær. AP/Getty Þjóðverjinn Martin Kaymer fór á kostum á fyrsta hring Players meistaramótsins sem hófst í gær en þessi 29 ára kylfingur setti vallarmet á hinum sögufræga TPC Sawgrass velli. Kaymer lék á 63 höggum eða níu undir pari og leiðir mótið með tveimur höggum en Bandaríkjamaðurinn Russel Henley er í öðru sæti á sjö höggum undir pari. Suður-Kóreumaðurinn Sang-Moon Bae kemur er í þriðja sæti á sex höggum undir pari en margir kylfingar eru jafnir í fjórða sæti á fimm undir, meðal annars Sergio Garcia, Lee Westwood, Jordan Spieth og Justin Rose. Masters meistarinn Bubba Watson hóf mótið líka vel og lék á 69 höggum eða þremur undir pari, einu betur en Rory McIlroy sem kom inn á 70 höggum eða tveimur undir. Aðstæður til þess að leika golf á TPC Sawgrass voru með besta móti í gær enda gott veður og völlurinn mjög mjúkur. Það voru þó nokkrir kylfingar sem fundu sig alls ekki og meðal þeirra var sigurvegari Wells Fargo mótsins um síðustu helgi, J.B. Holmes. Hann kom inn á 76 höggum eða fjórum yfir pari. Phil Mickelson var lítið betri og lék á þremur yfir. Sýnt verður beint frá Players meistaramótinu á Golfstöðinni í kvöld og hefst útsending klukkan 17:00. Golf Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Þjóðverjinn Martin Kaymer fór á kostum á fyrsta hring Players meistaramótsins sem hófst í gær en þessi 29 ára kylfingur setti vallarmet á hinum sögufræga TPC Sawgrass velli. Kaymer lék á 63 höggum eða níu undir pari og leiðir mótið með tveimur höggum en Bandaríkjamaðurinn Russel Henley er í öðru sæti á sjö höggum undir pari. Suður-Kóreumaðurinn Sang-Moon Bae kemur er í þriðja sæti á sex höggum undir pari en margir kylfingar eru jafnir í fjórða sæti á fimm undir, meðal annars Sergio Garcia, Lee Westwood, Jordan Spieth og Justin Rose. Masters meistarinn Bubba Watson hóf mótið líka vel og lék á 69 höggum eða þremur undir pari, einu betur en Rory McIlroy sem kom inn á 70 höggum eða tveimur undir. Aðstæður til þess að leika golf á TPC Sawgrass voru með besta móti í gær enda gott veður og völlurinn mjög mjúkur. Það voru þó nokkrir kylfingar sem fundu sig alls ekki og meðal þeirra var sigurvegari Wells Fargo mótsins um síðustu helgi, J.B. Holmes. Hann kom inn á 76 höggum eða fjórum yfir pari. Phil Mickelson var lítið betri og lék á þremur yfir. Sýnt verður beint frá Players meistaramótinu á Golfstöðinni í kvöld og hefst útsending klukkan 17:00.
Golf Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira