Körfubolti

Miami og San Antonio komin í 2-0

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Brooklyn Nets, sem vann meistara Miami Heat fjórum sinnum í deildarkeppninni, er nú búið að tapa fyrstu tveimur leikjunum í einvígi liðanna í undanúrslitum austurdeildar NBA.

LeBron James skoraði 22 stig fyrir Miami í nótt sem vann, 94-82, og fer með 2-0 forystu í einvíginu til Brooklyn. ChrisBosh skoraði 18 stig og DwayneWade átti fínan leik með 14 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar.

Hjá Brooklyn var Bosníumaðurinn MirzaTeletovic, sem mætir Íslandi í undankeppni EM 2015 í Höllinni í sumar, stigahæstur með 20 stig af bekknum en Shaun Livingston skoraði mest af byrjunarliðinu eða 15 stig.

Deron Williams og Kevin Garnett voru ískaldir í nótt. Williams skoraði ekki stig úr ellefu skottilraunum og Garnett skoraði ekki nema 4 stig. Hann tók þó 11 fráköst og gaf 3 stoðsendingar.

Portland Trail Blazers, sem vann Houston Rockets, 4-1, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, virðist vera eins og leir í höndunum og reynslumiklu liði San Antonio Spurs. Spurs er komið í 2-0 í einvígi liðanna eftir öruggan 114-97 sigur í nótt.

Fjórir af fimm í byrjunarliði Spurs skoruðu tíu stig eða meira en þeirra atkvæðamestur var Kawhi Leonard sem skoraði 20 stig. Tony Parker skoraði 16 stig sem og Argentínumaðurinn Manu Ginobli sem kom einu sinni sem oftar heitur inn af bekknum.

Frakkinn Nicolas Batum var stigahæstur hjá Portland með 21 stig en kraftframherjinn magnaði, LaMarcus Aldridge, skoraði 16 stig og tók 10 fráköst.

Seríurnar færast nú til Brooklyn og Portland.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×